Sál og Jónatan falla.

1En Filistear börðust við Ísrael, og Ísraelsmenn flýðu fyrir Filisteum, og margir féllu á Gilboafjöllum c).2Og Filistear eltu Sál og syni hans og felldu Jónatan og Abínadab og Malkísúa syni Sáls.3Og bardaganum hallaði á Sál, skotmennirnir hittu hann, menn með boga, og sár bárust á hann af skyttunum;4Þá mælti Sál við skjaldsvein sinn: bregð þú þínu sverði og legg mig í gegn með því, svo þessir óumskornu komi ekki og sálgi mér og svívirði; en hans skjaldsveinn vildi ekki, þá tók Sál sverðið og lét fallast á það.5Og sem hans skjaldsveinn sá að Sál var dauður, svo lét hann og fallast á sitt sverð og dó með honum.6Þannig dó Sál og hans þrír synir, og hans skjaldsveinn, og allir hans menn gjörsamlega þann sama dag d).7Og sem Ísraels menn hérnamegin við sléttlendið og hérnamegin Jórdanar, sáu, að Ísraelsmenn flýðu og að Sál og hans synir voru dauðir, yfirgáfu þeir staðina og flýðu, og Filistear komu og bjuggu í þeim.
8Daginn eftir komu Filistear að fletta klæðum þá sem fallnir voru, og fundu þá Sál og hans þrjá syni fallna á Gilboafjalli,9og þeir hjuggu af honum höfuðið og tóku vopn hans og verjur og sendu um kring í Filistealandi, til að auglýsa boðskapinn í þeirra Goða húsum og fyrir fólkinu.10Og þeir lögðu hans vopn í Astarots hús, en lík hans festu þeir á borgarvegginn í Betsan.11Þetta fréttu innbyggjararnir í Jabes í Gíleað hvörnig Filistear höfðu farið með Sál,12og þeir tóku sig til allir vopnfærir menn, og gengu alla nóttina, og tóku líkama Sáls, og líkama hans sona af borgarveggnum í Betsan, komu til Jabes og brenndu þá þar.13Og þeir tóku þeirra bein og grófu þau hjá lundinum í Jabes og föstuðu í 7 daga.

V. 1. c. Kap. 28,4. V. 6. d. 1 Kron. 10,6.7.