Salómons afguðadýrkun. Andlát.

1Salómon kóngur elskaði marar útlendar a) konur, með dóttur faraós, móabítiskar, ammonítiskar, edomítiskar, sídoniskar, hetítiskar konur,2af þeim þjóðum, um hvörjar Drottinn hafði sagt við Ísraelssonu: þér skuluð ekki koma meðal þeirra og þeir skulu ekki koma meðal yðar; sannarlega munu þeir snúa yðar hjörtum til sinna guða b); við hinar sömu festi Salómon ástir.3Og hann hafði 7 hundruð eiginkonur (drottningar), og 3 hundruð frillur, og hans konur sneru hans hjarta.4Og sem hann gjörðist gamall þá sneru hans konur hans hjarta til annarra guða, og hans hjarta var ekki algjörlega hjá Drottni hans Guði, eins og hjarta föður hans Davíðs.5Og Salómon hneigðist að Astarte, afguði Sídoníta, og Milkom Ammoníta svívirðilega (goði).6Og Salómon gjörði það sem Drottni illa líkaði, og hændist ekki að Drottni svo fullkomlega sem faðir hans Davíð.7Þá byggði Salómon hæð Kamos Móabítanna svívirðilega afguði a), á fjallinu, sem er gegnt Jerúsalem, og Mólek svívirðilegum afguði Ammonsbarna.8Og sama gjörði hann fyrir allar sínar útlendu konur, sem brenndu reykelsi fyrir sínum guðum og færðu þeim fórnir.
9Þá reiddist Drottinn Salómoni, því hans hjarta hneigðist frá Drottni, Ísraels Guði, sem hafði birst honum tvisvar b),10og bauð honum þessu viðvíkjandi, að hænast ekki að útlendum guðum, en hann hélt ekki það sem Drottinn bauð honum.11Því sagði Drottinn við Salómon: fyrst að þú ert svona, og heldur ekki minn sáttmála og mín lög, sem eg hefi þér boðið, þá vil eg sannarlega hrífa ríkið frá þér, og gefa það þínum þénara;12þó vil eg ekki gjöra það á þínum dögum, sakir föður þíns Davíðs; en af hendi sonar þíns vil eg slíta það.13Þó skal eg ekki taka allt ríkið frá honum; eina c) ættkvísl skal eg gefa honum, fyrir sakir míns þénara Davíðs, og vegna Jerúsalem, sem eg hefi útvalið.
14Og Drottinn lét Salómon fá mótstöðumann, nefnil. Edomítann Hadad, hann var af kóngaætt í Edom.15Meðan Davíð var hjá Edomítum, skeði það þegar hershöfðinginn Jóab fór að jarða þá föllnu, drap hann niður alla menn af karlkyni í Edom,16(því Jóab og allur Ísrael var þar í 6 mánuði, þangað til hann hafði upprætt allt karlkyn í Edom)17að þá flýði Hadad, hann og nokkrir edomítiskir menn, af þjónum hans föðurs með honum, til að komast til Egyptalands; en Hadad var ennþá ungur maður.18Og þeir tóku sig upp í Midían og komu til Paran og þaðan til Egyptalands til faraó kóngs í Egyptalandi, og hann gaf honum hús, og fékk honum uppeldi, og gaf honum land.19Og Hadad fann mikla náð í faraós augum, og hann gifti honum systur konu sinnar, drottningarinnar, Tafenes.20Og systir Tafenes fæddi honum Genúbat, hans son, og Tafenes ól hann upp í húsi faraós, og Genúbat var í faraós húsi meðal faraós sona.21En sem Hadad frétti til Egyptalands að Davíð væri lagstur hjá sínum feðrum, og hershöfðinginn Jóab dáinn, þá kom Hadad að máli við faraó, og sagði: leyf þú mér að fara, eg vil komast í mitt land d).22En faraó svaraði: hvað vantar þig hjá mér? Og sjá! viltu fara í þitt land? og hinn mælti: ekkert (vantar mig); en lofa mér aðeins að fara.
23Og Guð lét hann fá annan mótstöðumann, Reson Eljadason, sem var hlaupinn frá herra sínum kóngi Hadadeser, kóngi í Sóba e).24Og hann safnaði að sér mönnum og varð flokks foringi, þegar Davíð vann þá (sýrlensku), og þeir fóru til Damaskus og bjuggu þar, og drottnuðu yfir Damaskus.25Hann var Ísraels mótstöðumaður alla daga Salómons. Það var sú ólukka sem Hadad gjörði; hann hataði Ísrael, og varð kóngur í Sýrlandi.
26Til var líka Jeróbóam sonur Nebats, Efratíti frá Sareda, móðir hans hét Serúja og var ekkja, hann var Salómons þénari, og hann gjörði uppreisn móti kónginum.27En þetta var tilefnið að hann lyfti sinni hönd á móti kónginum: Salómon hafði byggt Millo (og) girti fyrir skarðið sem var í vegginn á borg Davíðs föður hans.28En Jeróbóam var duglegur maður, og þegar Salómon sá þann unga mann, hvörsu hann vann að þessu verki, svo setti hann hann yfir alla verkamenn af Jóseps húsi.29En sá atburður varð um sama leyti, að Jeróbóam ferðaðist frá Jerúsalem, þá hitti spámaðurinn Ahía hann á leiðinni, og hann var í nýjum kyrtli, og þeir voru tveir einir þar á víðavangi.30Þá tók Ahía þann nýja kyrtil sem hann var í, og reif hann í 12 parta,31og sagði við Jeróbóam: taktu nú 10 partana; því svo segir Drottinn Ísraels Guð: sjá! eg hríf ríkið af Salómons hendi, og eg vil gefa þér þær 10 ættkvíslir;32en þeirri einu ættkvísl skal hann halda a) vegna míns þénara Davíðs, og vegna Jerúsalem, þess staðar sem eg hefi útvalið af öllum Ísraels ættkvíslum;33vegna þess þeir hafa yfirgefið mig, og tilbeðið Astorte, goð þeirra í Sídon, Kamos b), Móabíta guð, og Milkom, guð Ammonssona, og ekki gengið á mínum vegum, að gjöra það sem rétt er fyrir mínum augum, og halda mína setninga og mín réttindi, eins og Davíð faðir hans.34En ekki vil eg taka allt ríkið frá honum, heldur vil eg láta hann ríkja alla sína ævi, vegna Davíðs míns þénara, sem eg hefi útvalið, og sem hélt mín boðorð og setninga.35Og eg vil taka ríkið af syni hans, og gefa þér 10 ættkvíslir.36En eina ættkvísl mun eg gefa syni hans til þess að þénara mínum Davíð skíni alla tíma ljós c) fyrir mér, í Jerúsalem, borginni sem eg hefi útvalið til að geyma mitt nafn.37Og þig vil eg taka til að ríkja yfir öllu sem þín sála girnist, og að þú sért kóngur í Ísrael.38Og ef þú hlýðnast öllu sem eg býð þér, og gengur á mínum vegum, og gjörir það sem rétt er fyrir mínum augum, svo að þú heldur mína setninga og boðorð, eins og Davíð minn þénari gjörði; svo vil eg vera með þér, og byggja þér stöðugt hús, eins og eg byggði það Davíð, og eg vil gefa þér Ísrael,39og eg vil auðmýkja Davíðsætt þess vegna, þó ekki ávallt.40Og Salómon vildi drepa Jeróbóam; en þá tók hann sig upp og flýði til Egyptalands, til Sísak kóngs í Egyptalandi d), og var í Egyptalandi þangað til Salómon dó.
41Hin önnur saga Salómons, um allt hvað hann gjörði, og um hans speki, það er skrifað í Salómons sögubók c).42Og Salómon ríkti í Jerúsalem yfir öllum Ísrael í 40 ár.43Og Salómon lagðist hjá sínum feðrum, og var jarðaður í borg Davíðs föður síns. Og Róbóam sonur hans varð kóngur í hans stað.

V. 1. a. Esr. 10,2. Neh. 13,26.27. Devt. 17,17. V. 2. b. Ex. 34,16. Devt. 7,3. V. 7. a. Núm. 21,29. 1 Kóng. 11,33. V. 9. b. Kap. 3,5. 9,2. V. 13. c. Sbr. v. 32. V. 21. d. Gen. 30,25. Ex. 4,18. V. 23. e. 2 Sam. 10,16. V. 26. 2 Kron. 13,6. V. 32. a. Sbr. v. 13. V. 33. b. Núm. 21,29. V. 36. c. Kap. 15,4. 2 Kóng. 8,19. 2 Kron. 21. 7. V. 40. d. 1 Kóng. 14,25. V. 41. e. 2 Kron. 9,29.