Jehú kóngur í Ísrael.

1En spámaðurinn Elísa kallaði einn af sonum spámannanna og sagði við hann: girð þínar lendar, og tak þessa smyrslakrús þér í hönd, og far til Ramot í Gíleað.2Og þegar þú ert þangað kominn, svo leitaðu að Jehú syni Jósafats, sonar Nimsí, og gakk til hans og láttu hann standa upp meðal sinna bræðra, og leiddu hann hús úr húsi;3og tak svo smyrslakrúsina og helltu yfir höfuð honum með þessum ummælum: „Svo segir Drottinn: Eg smyr þig konung yfir Ísrael“; ljúk svo upp dyrum og forða þér, og (tef) ekki.4Svo fór sá ungi maður, spámanna sveinninn, til Ramot í Gíleað.5Og sem hann kom þar, sjá! svo voru þar fyrir herforingjarnir; Og hann mælti: eg hefi eitt orð við þig að tala, þú herforingi! og Jehú ansaði til: við hvörn af oss öllum? og hann svaraði: við þig herforingi!6Þá stóð hann upp og gekk inn í annað herbergi og hann hellti viðsmjöri yfir hans höfuð og mælti við hann: Svo segir Drottinn Ísraels Guð: eg smyr þig kóng yfir Drottins fólk Ísrael.7Og þú skalt vinna á ætt Akabs, þíns herra, og eg vil hefna blóðs minna þjóna, spámannanna, og blóðs allra Drottins þjóna á Jesabel.8Og allt Akabs hús skal fyrirfarast, og af Akab vil eg afmá allt karlkyn a), þræl og frelsingja í Ísrael b).9Og eg vil gjöra Akabs hús eins og hús Jeróbóams sonar Nebats c), og eins og hús Baesa, sonar Ahía.10Og Jesabel skulu hundar eta d) á Jesreelítans eign, og enginn skal hana jarða. Og hann lauk upp húsinu og flúði.
11En Jehú gekk út til þjóna síns herra. Þá sögðu menn við hann: er nokkuð að? hvörs vegna er sá óði maður til þín kominn? og hann sagði við þá: þér þekkið manninn, og hans tal.12Og þeir svöruðu: það er ekki satt! segðu oss það. Og hann mælti: svo og svo hefir hann við mig talað, nl: Svo segir Drottinn: Eg smyr þig til kóngs yfir Ísrael.13Þá hlupu þeir til, hvör tók sín klæði og breiddu þau undir hann, jafnvel á tröppurnar og blésu í básúnuna og sögðu: Jehú er kóngur.14Þannig gjörði Jehú, sonur Jósafats sonar Nimsí, uppreisn móti Jóram, (en Jóram hafði setið um Ramot í Gíleað, hann og allur Ísrael, mót Hasael, Sýrlandskóngi);15og Jóram kóngur sneri frá Jesreel, til að láta lækna sár sín, er hann fékk í orrustunni við sýrlenska, þá hann barðist við Hasael Sýrlandskóng. Og Jehú mælti: sé það yðar vilji, skal enginn komast með flótta burt úr staðnum, til að segja frá þessu í Jesreel.16Þá sté Jehú á hest og fór til Jesreel; því þar lá Jóram, og Ahasía var þangað kominn til að vitja um hann.17En varðmaðurinn sem stóð í turninum og sá Jehús flokk, þá hann kom, mælti: eg sé flokk koma. Og Jóram sagði: tak þú ríðandi mann, og send hann móti þeim, að hann spyrji hvört friður sé?18Og sá sem ríðandi fór á móti þeim, mælti: svo segir konungurinn: er friður? Og Jehú svaraði: hvað varðar þig um frið? far þú í minn flokk. Og varðmaðurinn sagði frá þessu og mælti: sendimaðurinn er til þeirra kominn, en kemur ei aftur.19Þá sendi hann aftur ríðandi mann, og hann kom til þeirra og mælti: svo segir kóngurinn: er friður? og Jehú svaraði: hvað varðar þig um frið? far þú í minn flokk.20Og varðmaðurinn sagði frá þessu, og mælti: hann er til þeirra kominn, en kemur ekki aftur. Og för þeirra er sem það væri för Jehú sonar Nimsi, því hann fer sem galinn maður.
21Þá sagði Jóram: spennið fyrir vagninn! og menn spenntu fyrir hans vagn, og Jóram Ísraelskóngur og Ahasia Júdakóngur, fóru hvör á sínum vagni móti Jehú, og þeir mættu honum á landeign Jesreelítans Nabots.22En sem Jóram sá Jehú, sagði hann: er friður, Jehú? Og hann svaraði: hvör friður getur verið meðan afguðadýrkun og töfrar móður þinnar Jesabel margfaldast?23Þá sneri Jóram undan og flúði, og sagði við Ahasía: svik eru á ferðum, Ahasía!24En Jehú þreif boga sinn, og hæfði Jóram milli handleggjanna, svo pílan fór í gegnum hjartað, og hann hné niður í sínum vagni.25Og hann (Jehú) sagði við Bidekar sem stýrði vagninum: taktu hann, kastaðu honum á landeign Jesreelítans Nabots! því mundu það, þegar við, eg og þú, riðum saman með föður hans Akab, þá lagði Drottinn þenna dóm á hann.26Já, í gær sá eg blóð Nabots og sona hans, segir Drottinn, og eg vil launa þér það á þessari landeign, segir Drottinn. Og tak þú hann nú og kasta þú honum á þessa landeign eftir orði Drottins.27En er Ahasia Júdakóngur sá þetta, flúði hann til jurtagarðs hússins. Og Jehú elti hann, og mælti: vinnið og á honum í vagninum! (og það tókst) á hæðinni Súr hjá Jibleam. Og hann flúði til Megiddó, og dó þar.28Og hans menn fluttu hann til Jerúsalem og grófu hann í hans gröf hjá feðrum hans, í Davíðsborg.29En á ellefta ári Jórams Akabs sonar hafði Ahasia orðið kóngur í Júda.
30Og Jehú kom til Jesreel. En sem Jesabel frétti það, fágaði hún (sín augu) sitt andlit a) og prýddi sitt höfuð, og leit út um gluggann.31Og sem Jehú kom í portið, mælti hún: fór vel fyrir Simri sem drap sinn herra?32Og honum varð litið upp til gluggans og mælti: hvör fylgir mér? hvör? Og tveir, þrír hirðmenn litu út (um gluggann) til hans.33Og hann sagði: kastið henni út! og þeir köstuðu henni út, og blóð hennar slettist á vegginn og á hestana, og hún var fóttroðin.34Og hann (Jehú) gekk og át og drakk, síðan mælti hann: gáið þó að þeirri bannsettu og jarðið hana, því kóngsdóttir er hún.35Þá fóru þeir að jarða hana, en þeir fundu ekkert af henni, nema hauskúpuna og fætur og hendur.36Og þeir komu aftur og sögðu honum frá, og hann mælti: það er einmitt Drottins orð, er hann talaði fyrir sinn þjón Elía Tesbíter, þá hann sagði: á landeign Jesreelítans skulu hundar eta Jesabels hold b).37Og Jesabels líkami skal liggja úti sem tað á túni, á landeign Jesreelítans, svo enginn skal geta sagt, að það sé Jesabel.

V. 8. 1 Kóng. 14,10. b. Devt. 32,36. 2 Kóng. 14,26. V. 9. c. 1 Kóng. 15,29. d. 1 Kóng. 16,3. V. 10. e. 2 Kóng. 9,25. V. 30. a. Jer. 4,30. V. 36. b. v. 10. 1 Kóng. 21,23.