Postulinn áminnir hebreska, að þeir líkist þeim ekki, sem fallið hafa frá lærdóminum, svo að þeir fari ekki á mis við það loforð, sem Abraham var gefið.

1Þar fyrir viljum vér sleppa að útlista fyrsta grundvöll Krists lærdóm og halda áfram til þess, sem fullkomnara er, að ekki förum vér aftur að leggja grundvöllinn til lærdómsins um afturhvarf frá dauðum verkum,2um trúna á Guð, um lærdóm skírnarinnar, handanna uppáleggingu, upprisu hinna dauðu og þann eilífa dóm.3Og þetta viljum vér þá gjöra, ef Guð lofar.4Því það er ómögulegt, að þeir, sem eitt sinn eru orðnir upplýstir, og hafa fengið smekk á þeirri himnesku gáfu og hluttakandi eru orðnir hins heilaga Anda,5og hafa smakkað Guðs góða orð og kraft komandi aldar og hafa þó fallið frá,6að þeir muni endurnýjast til betrunar, þar þeir hafa fyrir sitt leyti að ný krossfest Guðs Son og haft hann að spotti.7Því jörð sú, er drekkur það regn, sem oft fellur yfir hana og færir þeim hagkvæman gróður, er hana yrkja, hún meðtekur blessun af Drottni;8en hin, sem ber þyrna og þistla, er engu nýt og finnur bráða formælingu og verður um síðir eldi sviðin.9En vér vonum annars betra og heilsusamlegra um yður, elskanlegir! þótt vér tölum þannig.10Því Guð er ekki ranglátur, að hann gleymi gjörðum yðar og kærleika, er auðsýnt hafið honum til dýrðar, með því að þér hafið þjónað og þjónið heilögum.11Einungis viljum vér óska: að sérhvör yðar kostgæfi hið sama allt til æviloka, svo að yðar von mætti fullkomnast,12að ekki verðið þér annarra eftirbátar, heldur þeirra eftirbreytendur, sem vegna trúar og biðlundar öðlast hafa það fyrirheitna.13Því, þá Guð veitti Abraham fyrirheitið, sór hann við sjálfan sig, af því hann hafði engan æðri við að sverja og sagði:14sannlega vil eg blessa þig og margfalda.15Þannig öðlaðist hann það fyrirheitna af því hann beið þess með biðlundargeði.16En mennirnir sverja eið við þann, sem þeim er æðri og eiðurinn gjörir enda á allri þeirra þrætu og staðfestir sannleikann.17Þar fyrir styrkti Guð heityrði sitt með eiði, þá hann enn yfirgnæfanlegar vildi sýna erfingjum fyrirheitsins óraskanlegleika sinna ályktana,18svo að vér vegna tveggja óbrigðulla hluta, sökum hvörra Guð ómögulega gat hafa skrökvað að oss, skyldum hafa öruggt traust, sem til hans flýjum, til að höndla þá sælu von, sem oss er geymd;19hvörja vér höfum líka sem akkeri sálarinnar óbifanlega og stöðuga,20sem sér innþrengir í það allra helgasta, hvört Jesús, vor fyrirrennari, er inngenginn fyrir oss og orðinn ypparsti prestur að eilífu eins og Melkisedek.

V. 1. Kap. 9,14. V. 3. Post. g. b. 18,21. Jak. 4,15. V. 4. Kap. 10,26. 1 Jóh. 5,16. 2 Pét. 2,20. Matt. 12,31.45. V. 8. Matt. 21,19. V. 10. Róm. 14,31. 2 Kron. b. 15,7. Orðskv. b. 14,31. Matt. 10,42. 25,40. 1 Kor. 15,58. V. 11. Kap. 3,6.14. Matt. 24,13. V. 12. v. 15. V. 13. 1 Mós. b. 17,4. 22,16. Sálm. 105,9. Lúk. 1,73. V. 14. 1 Mós. b. 12,2. 22,17. V. 15. kap. 10,36. V. 16. 2 Mós. b. 22,11. V. 17. v. 13. V. 18. Tít. 1,2. V. 20. Kap. 3,1. 4,14. 5,6.