Sundurlaus spakmæli.

1Hrósaðu þér ekki af deginum á morgun, því þú veist eigi hvað dagurinn kann að koma með.2Láttu aðra, en ekki þinn eigin munn, hrósa þér; annarra, ekki þínar eigin varir.3Steinar eru þéttir fyrir, og sandurinn þungur, en reiði dárans er þyngri enn hvörttveggja.4Heiftin er grimm, og reiðin er svæsin, en hvört getur staðist fyrir öfund?5Betri er opinber hýðing, en leynileg ást.6Sár, sem vinurinn færir, er trúfesti; en kossar hatursmannsins, eru prettir.7Sá saddi treður ofan á hunangsseim; en þeim hungraða er allt hið beiska sætt.8Eins og fugl sem flýgur langt frá sínu hreiðri, er sá maður sem flögrar langt frá sínum bústað.9Viðsmjör og reykelsi gleðja hjartað; og indæll er vinurinn sakir hjartans ráða.10Yfirgef ekki þinn vin, né þíns föðurs vin. Í hús bróður þíns getur þú ekki komið á þínum mótgangsdegi, betri er þá nábúi í nánd, heldur en bróðir í fjærlægð.11Vertu hygginn, minn son! og gleð mitt hjarta, þá get eg svarað þeim orði sem smána mig.12Sá hyggni sér ólukkuna og felur sig; en sá einfaldi gengur áfram, og fær að kenna á því.13Tak hans klæðnað, því hann gekk í borgun fyrir annan; og taktu af honum pant fyrir þá framandi.14Hvör sem blessar sinn náunga með hárri raust árla á morgnana, honum tilreiknast það sem formæling.15Iðuglegur leki af þakinu á regndegi og þrætugjörn kona, er líkt hvað öðru.16Hvör sem leitast við að stöðva hana, sá stöðvar vindinn, og viðsmjörið í hans hægri hendi segir til sín.17Eins og járn hvetur járn, svo hvetur einn maður annan.18Hvör sem varðveitir sitt fíkjutré, mun eta þess ávöxt; og hvör sem annast sinn herra, mun verða heiðraður.19Eins og andlit snýr að andliti, þá maður skoðar sig í vatni; svo snýr mannsins hjarta sér að manninum.20Undirheimar og afgrunnið mettast ekki, svo mettast og ekki mannsins augu.21Deiglan prófar silfrið og bræðslu ofninn gullið, eins maðurinn af þess munni sem honum hrósar.22Þó þú sundursteytir dárann í mortéli með stauti innanum grjón, skal hans heimska ei frá honum víkja.23Hafðu gát á þínum sauðum; annastu hjarðirnar.24Því auður varir ekki ævinlega; og ætla að kóróna gangi (að erfðum) frá kyni til kyns?25Grasið hverfur og unggresi grænkar aftur og jurtum er safnaða á fjöllum.26Lömbin gefa þér fatnað, og kiðin eru akurs virði; þá hefir þú nóga geitamjólk, þér til næringar, til fæðslu þínu heimili, og til viðurlífis þínum vinnukonum.