Prédikarinn leitaði forgefins sælu. Sá vísi er þó betur farinn enn hinn fávísi. Ekkert betra en gleði í vorri þraut.

1Eg sagði í mínu hjarta: vel og gott! eg vil láta þig reyna gleðina, njóttu unaðsemda; en sjá! og svo þetta var hégómi.2Við hláturinn sagði eg: þú ert fávíslegur, og við gleðina: hvað gjörir hún?3Eg hugsaði þá í mínu hjarta að styrkja minn líkama með víni, meðan mitt hjarta leitaði að vísdómi, og ná í heimskuna, þangað til eg gæti séð hvað best væri fyrir mannanna börn að gjöra, þá fáu daga meðan þau lifa undir himninum.4Eg gjörði stórvirki; eg byggði mér hús, eg plantaði mér víngarða.5Eg gjörði mér jurtagarða og aldingarða, og plantaði þar í allsháttar ávaxtar tré.6Eg tilbjó vatnsdíki, til að vökva af þann vaxandi viðarskóg.7Eg keypti mér þræla og þernur. Eg hafði hjú sem voru heima fædd, líka átti eg meira af stórfénaði og smáfénaði, heldur en allir þeir sem á undan mér höfðu verið í Jerúsalem.8Eg safnaði mér silfri og gulli og dýrgripum frá kóngum og löndum, eg útvegaði mér söngmenn og söngkonur, og unaðsemd mannanna barna, unnustu, já unnustur.9Eg varð mektugur, og voldugri en allir sem á undan mér höfðu verið í Jerúsalem, já, vísdómurinn stóð mér til hliðar,10og allt sem mín augu girntust, lét eg þau hafa, eg neitaði mínu hjarta um öngvan fögnuð; því mitt hjarta hafði gleði í öllu mínu erfiði, og þetta var mín hlutdeild fyrir alla mína áreynslu.11En þá eg skoðaði öll mín verk, sem mínar höndur höfðu gjört; og það erfiði sem eg með mæðu hafði fullgjört; sjá! það var allt hégómi og skapraun og það varð mér enginn hagur undir sólunni.12Síðan sneri eg mér héðan til að virða fyrir mér vísdóm, og vitleysu og heimsku, (því hvað mun sá maður gjöra sem kemur eftir kónginn (mig)?) það sem hinir þegar hafa gjört.13Að sönnu sá eg þá að vísdómur hefir yfirburði yfir heimsku, eins og ljósið yfir myrkur,14að sá vísi hefir augu í höfði, en sá heimski gengur í myrkri; en eg tók líka eftir því, að það sem framkemur við einn, það kemur fram við þá alla.15Þá sagði eg í mínu hjarta: það sem framkemur við dárann, það kemur og fram við mig; hvar fyrir var eg þá vitrari en aðrir? og eg sagði í mínu hjarta: þvílíkt er líka hégómi.16Því hins vitra endurminning verður ekki eilíf, heldur en þess heimska; því allt sem nú er, það skal gleymast á þeim komandi dögum, hinn vitri deyr eins og sá heimski.17Því varð mér illa við lífið; af því mér sýndist það allt sem skeður undir sólunni, illt, því það er allt hégómi og skapraun.18Og eg hataði allt það starf sem eg hafði haft undir sólunni, að eg skyldi eftirskilja það, þeim manni, sem kæmi eftir mig.19Því hvör veit hvört hann verður spekingur eða dári, og þó skal hann ráða yfir öllu mínu starfi, sem eg hefi þreytt mig á, og viturlega gegnt undir sólunni, þetta er líka hégómi.20Þar fyrir snerist mitt hjarta til angurværðar, vegna allrar þeirrar mæðu sem eg hafði á mig lagt undir sólunni.21Því einneginn sá maður, hvörs verk að gjört er með vísdómi og þekkingu og heppni, hann verður að afhenda það öðrum sem arf, þeim er ekkert hefir fyrirhaft. Þetta er líka hégómi og mikil ógæfa.22Því hvað hefir þá maðurinn fyrir allt sitt erfiði og sína hjartans raun, hvar með hann mæðir sig, undir sólunni.23Allir hans dagar eru eintóm sorg, armæða er hans sýslan; jafnvel á nóttunni hefir hans hjarta enga ró. Þetta er og hégómi.
24Er það þá ekki manninum betra að hann eti og drekki, og láti sálu sinni smakkast fögnuðinn af sínu starfi? þetta sá eg líka, að það kemur af Guðs hendi.25Því hvör gat etið, og hvör gat notið auðveldlegar en eg?26Því þeim manni sem góður er fyrir hans augliti, gefur hann vísdóm og þekking og gleði; en syndaranum gefur hann þá mæðu, að safna og upphrúga, til að afhenda þeim sem er góður fyrir Guðs augliti. Ogsvo þetta er hégómi og skapraun.