1.) Faraó dreymir. 2.) Jósep ræður drauminn, og 3.) kemst þar fyrir til upphefðar.

11.) En það skeði, að tveim árum liðnum, að faraó dreymdi draum, hann þóttist standa við ána;2og sjá! að upp úr ánni komu sjö kýr fallegar útlits og feitar á hold, og bitu engið.3Og sjá! sjö aðrar kýr komu, eftir hinar, upp úr ánni; ljótar útlits og magrar á hold, og staðnæmdust hjá hinum kúnum á árbakkanum;4og þær kýrnar sem ljótar voru útlits og magrar á hold, átu upp hinar sjö kýrnar sem voru fallegar útlits og feitar á hold. Þá vaknaði faraó.5Og hann sofnaði aftur og dreymdi í annað sinn, og sjá! sjö axin spruttu á (hálm)stöng þrýstileg og væn;6og sjá! önnur sjö grönn og af austanvindi kalin spruttu eftir hin.7Og þessi grönnu axin uppsvelgdu hin sjö þrýstilegu og vænu axin. Þá vaknaði faraó, og sjá! það var draumur.8Og um morguninn var hans andi órólegur, og hann sendi og kallaði til sín alla Egyptalands spáfararmenn, og alla sína vitringa, og faraó sagði þeim sinn draum; en enginn gat ráðið hann fyrir faraó.
92.) Þá talaði sá æðsti skenkjari við faraó og mælti: nú minnist eg minnar syndar,10þá faraó reiddist sínum þrælum, og setti mig í varðhald í húsi herforingjans, mig, og þann æðsta bakara.11Þá dreymdi okkur á sömu nótt draum, mig og hann; sinn drauminn hvern okkar, eftir þýðingu draumsins.12Þar var með okkur hebreskur ungur maður, þjón herforingjans, honum sögðum við frá, og hann réð fyrir okkur draumana, hvern drauminn réði hann eins og hann þýddi;13og útþýðingin gekkst eftir, því eg var aftur settur til míns embættis, en bakarinn var hengdur.
14Þá sendi faraó og kallaði Jósep, og þeir sóttu hann sem fljótast úr fangelsinu; hann skar sitt hár og fór í önnur klæði, og gekk inn fyrir faraó.15Þá sagði faraó við Jósep: mig hefur dreymt draum, og enginn getur ráðið hann, en eg hefi af þér frétt, að þú ráðir hvern draum sem þú heyrir.16Þá svaraði Jósep faraó og mælti: það er ekki í mínu valdi; en Guð láti drauminn boða faraó lukku!17Og faraó sagði til Jóseps: sjá! í mínum draumi stóð eg á árbakkanum,18og sjá! upp úr ánni komu sjö kýr feitar á hold og fallegar útlits og bitu engið.19Og sjá! sjö aðrar kýr komu á eftir þessar, ljótar útlits og magrar á hold; eg hefi í öllu Egyptalandi engar séð jafnljótar.20Og þær mögru og ljótu kýrnar átu þær sjö fyrri feitu kýrnar,21en þó þær færu í þeirra belg, var það ekki á þeim að sjá að þær hefðu þangað komið, því þær voru ljótar sem áður. Þá vaknaði eg.22Og eg sá í mínum draumi, og sjá! sjö axin spruttu á einni stöng, fögur og þrýstileg.23Og sjö axin þurr, þunn og kalin af vindi spruttu upp eftir hin.24Og þau þurru axin svelgdu í sig þau sjö fögru axin; og eg hefi sagt spáfararmönnunum frá, og enginn þeirra hefir getað ráðið mér drauminn.
25Þá mælti Jósep við faraó: draumur faraós er einn; það sem Guð vill gjöra, hefir hann auglýst faraó.26Þær sjö fögru kýr eru sjö ár, og þau sjö fögru axin eru sjö ár; einn draumur er þetta.27Og þær sjö mögru og ljótu kýr, sem eftir hinar komu, eru sjö ár, og þau sjö þunnu og af austanvindi sviðnu axin, munu verða sjö hallærisár.28Það er það sem eg sagði faraó: það sem Guð vill gjöra hefur hann látið faraó sjá,29sjá! sjö ár munu koma, og mikil gnægð í öllu Egyptalandi.30Og eftir þau munu koma sjö hungurs ár; og gleymast mun öll gnægðin í Egyptalandi, og hungrið eyða landið.31Og menn munu ekki vita af nægtum í landinu, vegna skortsins sem á eftir kemur; því hann er mikill.32En það, að faraó dreymdi tvisvar hið sama, merkir, að þetta er fastráðið af Guði, og Guð hraðar sér að framkvæma það.33Því sjái faraó sig nú um eftir framsýnum og vitrum manni, og setji hann yfir Egyptaland.34faraó gjöri það, hann setji umsjónarmann yfir landið og taki fimmtung af landsins afrakstri á þeim sjö nægtaárum.35Og þeir skulu safna matvælum á þeim sjö góðu árum sem fara í hönd, og draga að korn undir faraós geymslu, vistir í staðina, og geyma,36svo til séu vistir til forða fyrir landið á þeim sjö hallærisárum, sem koma munu yfir Egyptaland, að landið verði ekki eyðilagt af hungri.37Þetta tal líkaði faraó, og hans þénurum.
383.) Og faraó sagði við sína þénara: munum vér finna mann sem þennan í hverjum Guðs andi er.39Og faraó sagði til Jóseps: þar eð Guð hefur kunngjört þér allt þetta, svo er enginn eins hygginn og vitur sem þú.40Þig set eg yfir allt mitt hús og þínum orðum skal öll þjóð mín hlýða, og að hásætinu einu skal eg vera efri enn þú.41Og faraó sagði til Jóseps: sjá! eg set þig yfir allt Egyptaland.42Og faraó tók sinn hring af sinni hendi, og setti hann á Jóseps hönd, og klæddi hann í silkiklæði og lét gullkeðju um hans háls;43Og lét aka honum í sínum öðrum vagni og menn hrópuðu fyrir honum: lútið honum! því hann er settur yfir allt Egyptaland.44Og faraó sagði við Jósep: Eg er faraó, og án þíns vilja skal enginn hræra hönd eða fót í öllu Egyptalandi.45Og faraó kallaði Jósep heimsins bjargvætt, og gaf honum Asnat, fyrir konu, dóttur Pótífars, prests í On. Og Jósep ferðaðist um Egyptaland.46En Jósep var 30 ára gamall þegar hann stóð frammi fyrir faraó, Egyptalandskóngi. Og Jósep gekk út frá faraó og ferðaðist um allt Egyptaland.47Og landið gaf af sér ríkuglega uppskeru þau sjö nægtaárin.48Þá safnaði hann öllum matvælum þeirra sjö góðu ára, sem voru í Egyptalandi og flutti í staðina; matvæli akranna, sem voru í kringum hvern stað, flutti hann í staðinn.49Og Jósep hrúgaði saman korni sem sandi sjávarins, ákaflega miklu, þar til menn hættu að telja; því tölu varð ei ákomið.50En Jósepi fæddust tveir synir, áður en hallærisárin komu, þá syni fæddi honum Asnat, dóttir Pótifars prests í On.51Og Jósep nefndi þann frumgetna Manasse, „því Guð hefur látið mig gleyma öllu mínu mótlæti og öllu húsi föður míns.“52Og þann annan son kallaði hann Efraim; „því Guð hefir gjört mig frjóvsaman í landi eymdar minnar.“
53Og þau sjö nægtaár enduðu sem voru í Egyptalandi.54Og þau sjö hallærisár byrjuðu, eins og Jósep hafði sagt, og sultur var í öllum löndum, en í öllu Egyptalandi var brauð.55Og þá Egyptaland hungraði og fólkið bað faraó um brauð, svo sagði faraó til allra egypskra: farið til Jóseps, gjörið það sem hann segir yður!56Og hungrið gekk yfir allan heiminn, og Jósep opnaði allar hlöður, sem korn var í, og seldi egypskum korn, og hungrið var mikið í Egyptalandi.57Og úr öllum löndum komu menn til Egyptalands að kaupa korn hjá Jósep, því hungrið var mikið í öllum löndum.

V. 11. ólíka drauma eftir því hvernig þeir voru ráðnir eða réðust. V. 25. báðir draumarnir þýða sama.