Sundurlausar lífsreglur.

1Hygginn sonur hlýðir á umvöndun föður síns, en sá hæðni gegnir engri aðfinningu.2Maðurinn hefir gott af ávexti síns munns; en eftirlöngun svikarans er ofbeldi.3Hvör sem gáir að sínum munni, varðveitir sitt líf; en þeim sem líkur upp sínum vörum, er búið tjón.4Sá lati girnist og fær ekki, en sál hins iðna mettast ríkuglega.5Sá réttláti hatar lyginnar orð, en sá óguðlegi iðkar skimp og skop.6Réttlætið varðveitir þá sem eru á þeim rétta vegi; en lygin steypir syndurum.7Einn þykist ríkur og hefir þó ekkert; annar læst vera fátækur og hefir mikinn auð.8Auður er mörgum lausnargjald lífsins, en sá fátæki heyrir enga hótan.9Ljós hinna réttlátu logar glatt, en skriðljós óguðlegra slokknar.10Með drambsemi kemur maður á stað deilum; en hjá þeim, sem láta sér ráðleggja, er vísdómur.11Auður, fenginn með prettum, skal minnka; en hvör sem safnar með hendinni, sá mun auka hann.12Sú von, sem lengi dregst, særir hjartað, en uppfyllt eftirlöngun er lífsins tré.13Hvör sem forsmáir heilræði, ollir sér sjálfum fordjörfunar; en hvör sem óttast boðorðið, fær lausn þar fyrir.14Lærdómur hins vísa er lífsins uppspretta til að forðast dauðans snörur.15Vit og gæska veitir hylli, en vegur hinna svikulu er (hrjóstrugur).16Sá hyggni gjörir allt með viti, en heimskinginn útbreiðir heimskuna.17Óguðlegur sendiboði ratar í ólukku; en trúr sendimaður er lækning.18Fátækt og skömm hittir þann sem lætur umvöndun fara; en sá sem varðveitir viðvörunina, kemur til heiðurs.19Mettuð löngun er sæt fyrir sálina, en að forðast illt, er heimskingjanum andstyggð.20Sá sem umgengst hyggna, verður hygginn; en dáranna stallbróðir, verður dári.21Ólukka eltir syndarann, en þeim réttlátu umbunar hann (Guð) með góðu.22Sá góði útvegar sínum barnabörnum arf; en syndarans góss geymist þeim réttláta.23Nýræktað land hins fátæka, gefur mikla fæðu; en ríkdómur hverfur hvar ranglæti er.24Hvör sem sparar vöndinn, hatar sinn son, en hvör eð elskar hann, sá agar í tíma.25Sá réttláti etur þangað til hans sál verður mett, en magi hins óguðlega verður æ tómur.