Job svarar.

1En Job svaraði og sagði:2hvörsu lengi viljið þér angra mína sál og mylja mig með orðum?3Tíu sinnum hafið þér nú svivirt mig. Þér skammist yðar ekki, að fara svona hart að mér;4og þó mér hafi sannarlega skjátlað, þá fer sú villa með mér.5Vissulega ættuð þér að sannfæra mig um mína svívirðu, þó þér vilduð hrokast upp yfir mig.6Vitið samt, að það er Guð sem hefir niðurbeygt mig, og umkringt mig með sínu neti.7Sjá! eg hrópa, að mér sé sýnt ofbeldi, og enginn heyrir; eg kalla, og fæ ekki rétt.8Hann hefir girt fyrir minn veg, svo eg kemst ekki yfir, og mína stigu hefir hann hulið með myrkri.9Hann hefir afklætt mig mínum heiðri, hann tók af mér mína höfuðprýði.10Hann eyðilagði mig á allar hliðar, svo eg er farinn, og hann upprykkti minni von eins og öðru tré.11Hann tendraði sína reiði gegn mér og áleit mig sem sinn óvin.12Hans her kom samansafnaður og braust að mér, og setti sínar herbúðir í kringum mína tjaldbúð.13Mína bræður fjærlægði hann langt frá mér. Mínir kunningjar eru orðnir mér ókunnugir.14Mínir ættingjar yfirgáfu mig og mínir vinir hafa gleymt mér.15Mínir þénarar og þernur álíta mig sem framandi; eg em sem útlendingur í þeirra augum.16Kalli eg til míns þénara, ansar hann ekki; með allri alúð verð eg að biðja hann.17Minn andardráttur er konu minni viðbjóðslegur, og eg er andstyggð mínum eigin sonum.18Sjálf börnin fyrirlíta mig; standi eg upp, tala þau á móti mér,19alla mína innilegustu vini stuggar við mér, og þeir sem eg elskaði hafa snúist á móti mér.20Mín bein límast við mitt hold og skinn, og varla hefi eg sloppið með mitt tannhold.21Aumkist yfir mig! miskunnið mér, þér mínir vinir! því hönd Guðs hefir snortið mig.22Hví ofsækið þér mig eins og Guð, og getið ei mettast af mínu holdi?23Ó! að mín orð yrðu uppskrifuð, ó! að þau mættu rituð verða í bók.24Ó! að þau væru grafin með járnstíl og með blýi á einhvörn klettinn að eilífu.25Því eg veit að minn frelsari lifir, að hann mun lengst á jörðunni standa,26og þegar seinna meir mitt skinn, þetta (hold) er farið, mun eg sjá Guð án holds.27Já! hann einmitt mun eg sjá, mín augu munu skoða hann og ekki einn annar. Mín nýru eyðast í mér (af löngun).28Sannarlega munuð þér segja: hví ofsóttum vér hann? þar eð rótin til vorrar þrætu er fundin hjá oss?29Óttist sverðið, því æði verðskuldar sverð, að þér viðurkennið að réttur er til.