Dæmisagan um hinn ótrúa ráðsmann; Jesús ávítar faríseana, og segir dæmisögu um Lasarus og hinn ríka.

1En hann kom og svo þannig að máli við lærisveina sína: maður nokkur ríkur hafði sér ráðsmann þann, er rægður var fyrir honum um það, að hann hefði sóað hans góssi,2kallaði hann þá þennan fyrir sig og sagði: hví heyri eg þetta um þig? gjör þú reikningskap ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki lengur verið ráðsmaður minn.3Þá hugsaði ráðsmaðurinn: hvað skal eg nú til bragðs taka? húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni, eg megna ekki að grafa a), en skammast mín að fara á vonarvöl.4Sé eg, hvað eg skal gjöra, svo að þeir, nær eg verð settur frá ráðsmennskunni, skjóti skjólshúsi yfir mig.5Kallaði hann þá á hvern og einn af skuldunautum húsbónda síns; hinn fyrsta spurði hann: hvað mikið ert þú skuldugur húsbónda mínum?6Hann sagði: hundrað tunnur viðsmjörs. Hinn mælti: tak skrift þína, set þig niður og skrifa þú snarlega fimmtíu.7Þar eftir sagði hann við annan: en hvað mikið ert þú skuldugur? hann sagði: hundrað stórmælira hveitis; þá sagði hann: tak þú handskrift þína, og skrifa þú áttatíu.8Þá hrósaði húsbóndinn þeim rangláta ráðsmanni, að hann hefði breytt svo kænlega, því þessa heims börn eru kænari við samtíðamenn sína, en synir ljóssins;9það segi eg yður: gjörið yður vini af hinum sviksömu auðæfum, svo nær þér farið héðan, að þér þá verðið meðteknir í þær eilífu tjaldbúðir.10Sá, sem er trúr yfir litlu, mun einnig vera trúr yfir miklu, og sá, sem er ótrúr yfir litlu, mun og ótrúr vera yfir miklu.11Ef að þér því ekki eruð trúir yfir hinum sviksömu auðæfum, hver mundi þá trúa yður fyrir sannarlegum gæðum?12Og ef þér ekki sýnið trúmennsku í meðferð þess, sem aðrir eiga, hver mun þá gefa yður það, sem yðvart er b)?13Enginn kann tveimur Herrum að þjóna, því annaðhvört hlýtur hann að meta þann eina miður, og hinn annan meira, eður aðhyllast þann eina og afrækja hinn. Þannig getið þér ekki verið bæði þjónar Guðs og auðsins.
14Þá farísearnir, sem voru menn ágjarnir, heyrðu allt þetta, gjörðu þeir gys að honum;15hér til svaraði hann þeim: þér keppist eftir að sýnast réttlátir fyrir öðrum, en Guð þekkir yðar hjörtu; því oft er það, sem menn álíta ágætt, Guði andstyggilegt.16Lögmálið og spámennirnir giltu allt til Jóhannesar tíma; síðan hefir kenndur verið lærdómurinn um Guðs ríki, og hver maður vill þrengja sér þar inn með valdi;17en auðveldara er það, að himinn og jörð forgangi, en að hið minnsta atriði af lögmálinu týnist.18Hver, sem segir skilið við konu sína og gengur að eiga aðra, drýgir hór, og hvör, sem tekur þá konu, sem skilið hefir sig frá manni sínum, drýgir hór.
19Það var einu sinni ríkismaður, sem klæddist purpura og dýrindis líni, og lifði dag hvern í dýrðlegum fagnaði.20Fyrir dyrum hans lá fátækur maður, er Lasarus hét, hlaðinn kaunum;21hann girntist að seðja sig af molum þeim, er féllu af borðum ens ríka, og jafnvel hundar komu og sleiktu sár hans.22En svo bar við að hinn fátæki dó og var borinn af englum í faðm Abrahams; sömuleiðis dó hinn ríki og var grafinn.23En er hann var í helvítiskvölum, þá hóf hann upp augu sín, og sá Abraham álengdar, og Lasarus í faðmi hans.24Þá kallaði hann og sagði: Faðir Abraham! miskunna þú mér og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því eg kvelst í þessum loga.25Þá sagði Abraham: minnstu þess, sonur! að þú naust hins góða í lífinu, en Lasarus ens vonda, því verður hann nú huggaður en þú kvalinn.26Auk alls þessa er því svo varið, að á meðal vor og yðar er stór geimur, svo hvörki þeir, sem vilja héðan til yðar, eður frá yður til vor, geta komist yfir.27Þá sagði hann: þá bið eg þig, Faðir! að þú sendir hann í hús föður míns,28því eg hefi fimm bræður, að hann vari þá við að ekki komi þeir líka í þenna kvalastað.29Þá sagði Abraham: þeir hafa Móses og spámennina, hlýði þeir þeim.30Hinn mælti: nei, Faðir Abraham! heldur ef nokkur dauðra kæmi til þeirra, þá mundu þeir bæta ráð sitt.31Þá svaraði Abraham: ef þeir ekki vilja hlýðnast Mósi og spámönnunum, munu þeir ekki heldur trúa, þótt einhvör dauður upprisi.

V. 3. a. Grafa, þ. e. vinna stritvinnu. V. 6. Tunna (bat), lagarmælir, hér um bil 72 pottar. V. 7. Stórmælir (kór), þurramælir, tíu sinnum stærri en bat. V. 12. b. Yðvart, þ. e. það sem þér eigið eilíflega að að búa. V. 13. Matt. 6,24. V. 16. Matt. 11,12. V. 17. Matt. 5,17–18. V. 18. Matt. 5,32.