Lofgjörð Drottins.

1Lofsöngur Davíðs. Eg vil vegsama þig, minn Guð! þú konungur, og eg vil lofa þitt nafn eilíflega;2allan daginn vil eg vegsama þig, og prísa þitt nafn æ og ævinlega.3Mikill er Drottinn og mjög loflegur, hans mikilleiki er órannsakanlegur.4Ein kynslóð mun fyrir annarri hrósa þínum verkum, og menn munu kunngjöra þín stórvirki.5Eg vil ígrunda dýrð og ágæti þinnar hátignar og þínar dásemdir.6Um mátt þinna óttalegu verka munu menn tala, og frá þínum mikilleika vil eg segja.7Endurminning þinnar miklu gæsku munu þeir útbreiða, og yfir þínu réttlæti munu þeir fagna.8Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.9Drottinn er góður við alla, og hans miskunnsemi nær til allra hans verka.10Drottinn! öll þín verk vegsama þig, og þínir heilögu lofa þig;11frá dýrð þíns ríkis munu þeir segja og um þitt veldi tala;12til að gjöra sonum mannanna kunnug þín stórvirki, og þá dýrðlegu hátign þíns ríkis.13Þitt ríki er eilíft ríki, og þitt veldi varir frá kyni til kyns.14Drottinn styður alla sem ætla að detta, og reisir alla þá sem eru niðurbeygðir.15Allra augu vona á þig og þú gefur þeim þeirra fæðu á sínum tíma,16þú upplýkur þinni hendi og mettar allt sem lifir með náð,17réttvís er Drottinn á öllum sínum vegum, og miskunnsamur í öllum sínum verkum.18Drottinn er nálægur öllum þeim sem hann ákalla, öllum sem ákalla hann einlæglega.19Hann gjörir það sem þeir guðhræddu girnast, þeirra kall heyrir hann og frelsar þá.20Drottinn varðveitir alla þá sem elska hann, en hann eyðileggur alla þá óguðlegu.21Drottins lofgjörð skal minn munnur mæla, og allt hold skal lofa hans heilaga nafn æ og eilíflega.