Bæn mót ofríki.

1Hví stendur þú, Drottinn! svo fjærri? hví felur þú þig þegar áliggur?2Þeir aðþrengdu plágast af drambsemi hinna óguðlegu, þeir verða fangaðir af brögðum sem þeir (óguðlegu) upphugsa.3Því sá óguðlegi stærir sig af girnd sinnar sálar, og sá gripdeildasami hrósar happi, og lastar Drottin.4Sá óguðlegi (segir) í sínum ofmetnaði: „hann (Guð) skiptir sér ekki af þessu“, þetta er öll hans hugsan: „enginn Guð er til.“5Hans vegir lukkast honum ætíð; þínir dómar eru honum fjærlægir, alla sína óvini forsmáir hann.6Hann hugsar með sjálfum sér: „aldrei skal eg skeika, frá einni kynslóð til annarrar, nær mér engin óheppni.“7Af formælingum er hans munnur fullur, af svikum og falsi, undir hans tungu er ólukka og ranglæti.8Hann liggur í launsátri í þorpunum, frá launsátrinu drepur hann þann saklausa, hans augu skima eftir lítilmagnanum,9hann liggur í leyni eins og ljón í sínu bæli, hann situr um að veiða aumingja, hann nær honum, því hann veiðir hann í sínu neti.10Hann gjörir lítið úr sér, beygir sig og stökkur svo með sterkum hrömmum yfir lítilmagnann.11Hann segir í sínu hjarta: Guð hefir gleymt því, hann hefir haldið yfir augun, og sér það ekki að eilífu.12Stattu upp, Drottinn! Guð, lyftu upp þinni hendi, gleymdu ekki þeim aumu!13Hvar fyrir skal sá óguðlegi forsmá Guð og segja í sínu hjarta: þú skeytir ei um það.14Jú! þú sér það, því þú horfir á neyðina og þrenginguna, þú skrifar það á þína hönd. Sá magnlitli reiðir sig á þig. Þú ert hjálpari hinna föðurlausu.15Sundurmola arm hins óguðlega; og þann óguðlega—ofsæktu hans óguðlegleika, þangað til þú ekki finnur hann framar.16Drottinn er konungur æ og eilíflega. Þjóðirnar verði útreknar úr hans landi!17Þú, Drottinn! heyrir bæn hinna ólukkulegu, þú styrkir þeirra hjörtu, þitt eyra hyggur að.18Þú lætur þann föðurlausa og lítilmagnann ná sínum rétti; að menn ekki áfram haldi að flæma fólk úr landinu.