Jesús ummyndast; talar um Elías; læknar tunglóðan; segir fyrir pínu sína; geldur skatt.

1Að sex dögum liðnum tók Jesús Pétur og þá bræður Jakob og Jóhannes, og fór með þeim einslega upp á eitt hátt fjall;2hér ummyndaðist hann að þeim ásjáendum, og ásýnd hans skein sem sól, en klæði hans voru fögur sem ljós.3Og sjá, þá birtist þeim Móses og Elías, sem voru að tala við hann;4þá mælti Pétur: gott er hér að vera, Herra! ef þér svo sýnist, viljum vér reisa hér þrjár tjaldbúðir, eina handa þér, aðra handa Móse og hina þriðju handa Elíasi.5Meðan hann var þetta að tala, bar yfir þá bjart ský, og úr því heyrðist raust, er mælti: þessi er minn elskulegi Sonur, á hvörjum eg hefi velþóknun, honum skuluð þér hlýða.6En er lærisveinarnir heyrðu raustina, urðu þeir mjög hræddir og féllu á ásjónur sínar.7Þá gekk Jesús til þeirra, snart við þeim og mælti: standið upp og verið óhræddir;8en er þeir lituðust um, sáu þeir engan nema Jesúm einan.9Og er þeir gengu ofan af fjallinu, bannaði Jesús þeim að segja nokkrum sýn þessa, fyrr en Mannsins Sonur væri risinn upp frá dauðum.10Þá spurðu lærisveinar hans hann að: því segja þá hinir skriftlærðu, að Elías eigi áður að koma?11Jesús mælti: Elías á að vísu áður að koma og lagfæra allt.12En trúið mér, að Elías er nú þegar kominn, en þeir könnuðust ekki við hann, heldur breyttu við hann, sem þeim líkaði; eins mun og Mannsins Sonur margt hljóta af þeim að líða.13Þá skildu lærisveinarnir að hann hafði þetta meint til Jóhannesar skírara.
14En er þeir komu til fólksins, gekk að honum maður nokkur, féll á kné fyrir honum,15og mælti: Herra! miskunna þú syni mínum, hann er tunglsjúkur og næsta þungt haldinn; oft fellur hann í eld og oft í vatn;16eg hefi fært hann til lærisveina þinna, en þeir gátu hann ekki læknað.17Jesús mælti: ó þú trúarlausa og rangsnúna þjóð! hvörsu lengi skal eg hjá yður vera? hvörsu lengi skal eg þola yður? færið mér hann hingað:18þá bauð Jesús djöflinum burtu að víkja; hann fór út af honum, og sveinninn varð samstundis heilbrigður.19En er Jesús var einnsaman, komu lærisveinar hans til hans og spurðu hann: því þeir ekki hefðu getað rekið hann út?20Jesús mælti: sakir trúarleysis yðars. Sannlega segi eg yður: að þótt yðar trú ekki væri stærri en mustarðskorn, þá munduð þér kunna að bjóða fjalli þessu að flytja sig í burtu héðan og þangað, og það mundi hlýða yður, og ekkert mundi yður þá um megn vera.21En þetta djöflakyn verður ekki útrekið nema með bænum og föstu.
22Þá þeir voru í Galileu, sagði Jesús þeim: að mannsins Sonur mundi á manna vald framseldur verða;23að þeir mundu taka hann af lífi, en að hann á þriðja degi mundi upprísa. Við þetta urðu þeir mjög hryggvir.
24Nú er þeir komu í Kapernaum, komu þeir menn til Péturs, er skattgjaldsins áttu að vitja, og mæltu: geldur meistari yðar skattgjaldið?25Hann kvað svo vera; og er Pétur kom heim, tók Jesús fyrr til orða og mælti: hvað líst þér? Símon! af hvörjum plaga konungar í heimi þessum toll eður þegnskyldu að krefja? hvört af börnum sínum eður öðrum?26af öðrum, segir Pétur. Þá mælti Jesús: þá eru börnin frí.27En til þess vér ekki séum þeim til ásteytingar, þá far þú til sjávar, og kasta út öngli þínum, og tak þann fyrsta fisk, er þú dregur og opna munn hans; þar muntu finna tvípening a); þann skaltu gjalda fyrir mig og þig.

V. 1–13, sbr. Mark. 9,1–12. Lúk. 9,28–36. V. 14–21, sbr. Mark. 9,13–28. Lúk. 9,37–43. V. 20. Mark. 11,23. Lúk. 17,6. 1 Kor. 13,2. V. 22–23, sbr. Mark. 9,30–31. Lúk. 9,22.43–45. V. 27. a. Gjald til musterisins, var hálfur sikill (eða einn peningur, denarius) fyrir mann tvítugan, og eldra, 2 Mós. 30,13. ff; það var hér um bil 24 til 32 sk. silfurs. Tvípeningur (stater) var heill sikill.