Sama efni.

1En Guðs andi kom yfir Asaría Obedsson.2Og hann gekk á móti Assa og sagði við hann: heyrið mig, Assa og allur Júda og Benjamín! Drottinn var með yður af því þér vóruð með honum; og þegar þér leitið hans, svo mun hann láta yður finna sig; en ef þér yfirgefið hann, svo mun hann yfirgefa yður.3Langur tími er liðinn yfir Ísrael án þess sanna Guðs, án uppfræðandi prests og án lögmáls;4En þegar þeir í kröggunum sneru sér til Drottins, Ísraels Guðs, og leituðu hans, svo lét hann sig af þeim finna.5Á þeim sama tíma var hvörki sá inngangandi né útgangandi óhultur, heldur var mikill órói yfir öllum landsins innbúum.6Fólk rak sig á fólk og staður á stað; því Drottins óspekti þá með alls konar neyð.7En verið þér öruggir og látið ei yðar hendur þreytast, því yðar verk eiga laun í vændum.8Og sem Assa heyrði þessi orð og spádóm Obeðs spámanns, óx honum hugur, og hann tók burt viðurstyggðina (afguðina) úr öllu Júdalandi og Benjamínslandi, og úr stöðunum, sem hann hafði unnið á Efraimsfjöllum, og endurbætti Drottins altari, sem stóð fyrir framan Drottins fordyri.9Og hann samansafnaði öllum Júda og Benjamín, og þeim útlendu með þeim, af Efraim og Manasse og Simeon; því margir af Ísrael höfðu til hans snúist, þá þeir sáu að Drottinn, hans Guð, var með honum.10Og þeir samansöfnuðust í Jerúsalem, í þriðja mánuði, á fimmtánda ári Assa ríkisstjórnar.11Og færðu Drottni fórnir á þeim sama degi af herfanginu, sem þeir höfðu komið með, 7 hundruð naut og 7 þúsund sauði,12og gjörðu þann sáttmála, að þeir skyldu leita Drottins, þeirra feðra Guðs, af öllu hjarta og allri sálu;13og hvör sem ekki leitaði Drottins Ísraels Guðs, skyldi líflátast, eins smár sem stór, kall sem kona.14Og þeir sóru Drottni með hárri rödd, og með gleðiópi, og með trumbum og básúnum.15Og allur Ísrael gladdist af eiðnum; því af öllu hjarta sóru þeir, og með einlægum vilja leituðu þeir hans; og hann lét sig finna af þeim, og Drottinn veitti þeim frið umhverfis.16Af Maeka, móður Assa kóngs, tók (Assa) líka drottningartignina, fyrir það að hún hafði látið gjöra í offurlundinum óttalegt afguðsbílæti, og Assa tók burt bílætið, og sundurmolaði það, og brenndi það í Kedronsdal.17En hæðirnar vóru ekki afteknar í Ísrael, þó hneig hjarta Assa algjörlega að Drottni, meðan hann lifði.18Og hann flutti það sem hans faðir hafði helgað, og það sem hann sjálfur hafði helgað, í Drottins hús, silfur og gull og áhöld.19En enginn ófriður var allt að 35ta ári Assa ríkisstjórnar.