Drottinn eyðileggur óguðlega.

1Uppgöngusálmur. Þeir þrengdu að mér nógsamlega frá barnæsku, (svo segir Ísrael).2Þeir þrengdu að mér nógsamlega frá mínum ungdómi, og þó gátu þeir ekki yfirbugað mig.3Á mínu baki plægðu plógmennirnir, þeir drógu löng sín plógför.4Drottinn er réttvís, hann hjó á reipi hinna óguðlegu.5Þeir munu sneypast og hörfa til baka, allir sem Síon hata.6Þeir skulu verða sem gras á þekju, er visnar fyrr en nokkur upprætir það,7af hvörju sláttumaðurinn ekki fyllir sína hönd, eða bindingamaðurinn sitt fang.8Og þeir sem framhjá fara segja ekki: Drottins blessan sé yfir yður! vér blessum yður í nafni Drottins!