Kvörtun yfir óvinum.

1Stígandi sálmur. Til Drottins kalla eg í minni neyð og hann bænheyrir mig.2Drottinn! frelsa mína sál frá lyginnar vörum og svikanna tungu.3Hvað gefur þér? hvað gagnar þér svikanna tunga?4(Hún er eins og) stríðsmannsins hvössu pílur, eins og glæður einirberjatrésins.5Vei mér! að eg varð að vera útlendur í Armenía Mesek, og búa í Arabía Kedars tjaldbúðum,6of lengi hefi eg búið hjá þeim sem friðinn hata.7Eg em eintómur friður, en þegar eg tala (um frið), hefja þeir stríð.

V. 1. Sumir kalla þessa sálma ferðasálma, aðrir halda nafnið sé dregið af laginu, eða efninu. Orðið þýðir eiginlega: Stiga, uppgang.