Svanasöngur Mósis.

1Hlustið þér til, himnar, því eg vil tala! heyr þú jörð! málið míns munns!2Mín kenning skal drjúpa sem regn, og mitt mál skal renna sem dögg, eins og regnið ofan á grasinu, og eins og daggardroparnir ofan á jurtunum.3Því að eg vil prísa nafnið Drottins—gefið Guði vorum dýrðina!4Hann er hellubjarg, fullkomin hans verk og réttir hans vegir—Guð er trúfastur, án allra pretta, hann er réttlátur og sannorður.5Þeirra eigin svívirðing spillti þeim fyrir honum; þeir eru ekki hans börn, sú umhverfa og öfuga þjóð.6Þakka þú svo Drottni Guði þínum, þú heimska og fávísa þjóð! er hann þó ekki faðir þinn, sá sem átti þig? er hann ei sá sem skapaði þig og myndaði?7Minnstu fyrri tímanna, og hygg að árum inna liðnu aldanna, spyrðu föður þinn að, og hann mun geta frætt þig á því—þína öldunga, og þeir munu geta sagt þér það.8Þegar Sá hæsti skipti löndum með þjóðunum, og útdreifði mannanna sonum, þá tilsetti hann landamerki fyrir þjóðirnar eftir tölu Ísraelsbarna.9Því að hlutskipti Drottins er hans fólk, og Jakob er sá partur hans arfleifðar.10Hann leitaði hann uppi í eyðimörkinni, á hrjóstrugum sorgarstað, í óbyggðinni; hann var hvervetna í kringum hann og hugði að honum, hann varðveitti hann sem sjáaldur auga síns.11Eins og örnin leiðir út unga sína og flögrar yfir þeim, svo útbreiddi hann vængi sína—tók þá upp og bar þá á vængjum sér.12Drottinn einsamall leiddi hann, og enginn annarlegur guð var með honum.13Hann fór með hann yfir öldur jarðarinnar, og fæddi hann á ávöxtum akursins, lét hann sjúga hunang úr björgunum, og viðsmjör úr tinnusteinunum.14Hann fæddi hann með rjóma af kúpeningnum, og nýmjólk af sauðfénu, með feiti dilklambanna, með hrútum sem hafa gengið á Basan, og kjarnhöfrum með hinu besta hveiti, og þú fékkst að drekka vínberjablóð.15En þegar Ísrael varð fullur og feitur, fór hann að gjörast rembilátur; þú ert orðinn feitur, sællegur og digur. Þá yfirgaf hann Drottin sinn skapara, og forsmáði hellu síns hjálpræðis,16og hann vakti hans vandlætingu með þeim útlendu guðum, með sínum svívirðingum egndi hann hann til reiði.17Þeir offruðu vættum en ekki Guði, guðum sem þeir ei þekktu, nýkomnum úr nágrenninu, sem feður yðar heiðruðu ekki.18Þú yfirgafst það hellubjargið sem þig hafði fætt, og gleymdir þeim Guði sem þig hafði skapað.19Þetta sá Drottinn og hratt frá sér í reiði sonum sínum og dætrum,20og sagði: eg vil byrgja mitt andlit fyrir þeim, og sjá hvörnig þeim muni reiða af, því það er umhverf þjóð, það eru ótrygg börn.21Þeir hafa vakið mína vandlætingu með því sem ekki er Guð, þeir hafa ýft mig með sinni afguðadýrkun. Því vil eg vekja þeirra vandlætingu, með því sem ekki má þjóð heita, eg vil ýfa þá með fávísu fólki.22Því kviknaður er eldur minnar reiði, og hann skal brenna allt til hinna neðstu undirdjúpa, hann skal eyða landinu með þess gróða, hann skal blossa í fjallanna grundvelli.23Eg vil hlaða á þá öllum óhöppum, eg vil eyða á þá öllum mínum örvum.24Þeir skulu ganga saman af hungri, og veslast upp af sjúkdómum og pestnæmum sóttum. Eg vil hleypa inn á þá dýratönnum og höggormaeitri.25Út í frá munu sverðseggjar, en heima mun hræðslan fækka þeim, eins yngismönnum og meyjum, sem brjóstmylkingum og hærumönnum.26Eg skyldi segja: eg vil tvístra þeim, eg vil afmá þeirra minning hjá mönnum,27ef eg óttaðist ei að óvinir þeirra myndu ýfa mig, að mótstöðumenn þeirra mundu stæra sig og segja: vor máttur er mikill, ei hefir Drottinn gjört þetta allt.28Því þetta er þjóð sem er orðin ráðlaus, og í henni er engin hyggni.29Ó! að þeir væru hyggnir, sæju þetta og skynjuðu hvað á eftir kemur!30Hvörnig gæti einn elt þúsund af þeim, og tveir rekið á flótta tíu þúsundir, ef ekki þeirra hellubjarg hefði selt þá, og Drottinn yfirgefið þá,31(—því að vort bjarg er ekki eins og þeirra bjarg, þar um eru jafnvel óvinir vorir vitni).32Þeirra vínviður er af Sódóma vínviði, og af Gomorras akurlöndum. Þeirra vínber eru eitruð, og beiskar þeirra þrúgur.33Þeirra vín er drekans ólyfjan, og óttalegt nöðrunnar eitur.34Er þetta ekki geymt hjá mér, og innsiglað í mínum hirslum?35Hefndin er mín, eg vil endurgjalda á sínum tíma, þá mun fótur þeirra skriðna, sannlega færist nær dagur þeirra óláns, og því fleygir fram sem fyrir þeim liggur.36En þá Drottinn hefir dæmt sitt fólk, og er farinn að aumkast yfir sína þénara, og hann sér öll hjálp er úti, og að þar er enginn framar til laus né bundinn,37þá mun hann segja: hvar eru nú guðir þeirra, bjargið sem þeir reiddu sig á.38Sem átu það feita af þeirra fórnum, og drukku vínið af þeirra drykkjaroffri, standi þeir nú upp og hjálpi yður, séu þeir nú yðar hlíf!39Sjáið því nú, að eg er sá eini, og að enginn er Guð nema eg; eg kann að deyða og lífga, eg kann að særa og græða, og enginn dregur mér úr hendi.40Eg vil fórna minni hendi til himins og sverja: svo sannarlega sem eg er eilífur,41þá vil eg hvessa mitt leiftranda sverð, og leggja hönd á dóminn, eg vil gjalda hefndir mínum óvinum, og hegna þeim sem mig hata.42Mín skeyti skal eg drukkin gjöra af blóði, og mitt sverð skal svelgja kjöt, af blóði þeirra drepnu og herteknu, (af holdi) þeirra yppurstu meðal óvinanna.43Prísið, þið þjóðir! sælan hans lýð, því hann mun hefna blóð sinna þénara, hann mun gjalda hefndir sínum óvinum, og hann mun aftur blíðkast við sitt land og sitt fólk.
44Móses kom, ásamt með Jósúa Núnssyni, og bar öll orðin í þessum sálmi fram að áheyrandi lýðnum.45Þegar Móses hafði nú lokið öllum sínum ræðum til alls Ísraels,
46þá sagði hann við þá: leggið nú á hjartað öll þau orð sem eg í dag hefi flutt yður, og leggið svo fyrir yðar börn, að þau einnig geymi þau, og breyti eftir öllum greinum þessa lögmáls,47því þessar greinir eigu ekki að álítast fánýtar af yður, heldur er yðar líf undir þeim komið, og þær sömu lögmálsgreinir munu lengja yðar lífdaga í því landi sem þér nú farið yfir um Jórdan til að eignast.
48Á þessum sama degi sagði Drottinn við Móses:49farðu þarna upp á fjallið Abarim, þar sem það kallast Nebo, í Móabítalandi á móts við Jeríkó, og skoða Kanaansland, sem eg ætla að gefa Ísraelsbörnum til eignar;50þegar þú ert kominn þangað upp þá skaltu deyja þar á fjallinu, og safnast til landa þinna, eins og bróðir þinn Aron andaðist á fjallinu Hór, og safnaðist til landa sinna.51Vegna þess þér misbrutuð á móti mér, í nærveru Ísraelsbarna, hjá Kífsvatni í Kades, í eyðimörkinni Sín, af því þér heiðruðuð mig ekki meðal Ísraelssona;52þess vegna skaltú einasta þvert yfir frá þér, sjá það land sem eg vil gefa Ísraelssonum, en sjálfum skal þér ei auðið verða að komast þangað.