Sama umtalsefni.

1Finnur þú bráðina fyrir ljónsinnuna? mettar þú græðgi ljónshvolpanna?2þegar þeir liggja í sínu bæli og vaka yfir veiði í sinni holu?3Hvör býr til fæðu hrafninum, þegar hans ungar kalla til Guðs og flögra til og frá af því þá vantar æti?4Veistú tímann nær steingeiturnar bera? eða gefur þú gaum að hindanna fæðingarhríðum?5Hefir þú talið mánuðina sem þær ganga með? eða veistu tímann nær þær fæða?6þegar þær beygja sig, þegar þær fæða sína kálfa, og sleppa því út sem þær hafa þjáning af.7Þeirra kálfar verða sterkir, þeir vaxa á mörkinni, þeir fara burt og koma ei aftur til þeirra ɔ: mæðranna.8Hvör hefir látið villiasnan ganga lausan? hvör leysti bönd skógarasnans?9hvörjum eg gaf eyðivelli fyrir bústað, og eyðimörk fyrir heimkynni.10Hann hlær að staðarins hávaða, og heyrir ekki aðkall rekstrarmannsins,11fjallahringurinn er hans beitiland, að allri grænku leitar hann.12Mun villinautið vilja þrælka fyrir þig? ætla það verði nóttina út, við þína jötu?13getur þú fest það með reipi við plógtréð? ætla það plægi dalina á eftir þér?14Getur þú reitt þig á það, af því þess kraftur er mikill, getur þú fengið því þína vinnu?15getur þú trúað því fyrir að flytja þitt sáld heim, og safna því í þína hlöðu?16Strútsfuglsins vængir sem honum þykir vænt um, eru þeir storksins vængir og fjaðrir?17Því hann fær jörðinni sín egg og lætur þau hitna í sandinum,18og gleymir að fóturinn getur brotið þau og villidýr sundurtroðið þau.19Hann er harður við sína unga, eins og þeir væru ekki hans.20Því Guð synjaði honum um vísdóm og gaf honum ekki hyggindi.21En þegar hann sveiflar sér í loftið, þá gjörir hann gys að hestinum og þeim sem á honum situr.22Gefur þú hestinum kraft? eða prýðir þú hans háls með hneggi?23Kennir þú honum að stökkva eins og grashoppa stökkur? (fallega og óttalega frýsar hann).24Hann stappar niður í jörðina, og gleður sig við sinn styrkleika. Hann fer út mót þeim hertygjaða.25Hann hlær að hræðslunni og óttast ekki, og hopar ekki fyrir sverðinu,26á baki hans glamrar í pílnakoffrinu; það glampandi spjót og lensa.27Fírugur og frýsandi rífur hann upp jörðina og skeytir ei um herlúðursins þyt.28Þegar herlúðurinn gellur hátt, segir hann: hví! langt frá finnur hann lykt bardagans og höfðingjanna buldur og hróp.29Flýgur haukurinn eftir þínu viti, breiðir út sína vængi mót suðri?30flýgur örnin hátt eftir þínu boði, og byggir á hæðunum sitt hreiður?31á klettunum býr og byggir hún á nóttunni; á hvössum klettum og fjalltindum.32Því finnur hún æti? langt frá sjá hennar augu allt um kring.33Og hennar ungar drekka blóð. Hvar sem vakur er, þar er hún.
34Og Drottinn sneri sér til Jobs og sagði:35vill nú sá lastmálgi þrátta við hinn almáttuga? Sá sem átaldi Guð, hann svari upp á þetta!
36Þá ansaði Job Drottni og sagði:37Sjá! eg em allt of lítilmótlegur; hvörju skal eg svara þér. Eg legg á munninn mína hönd.38Einu sinni talaði eg, en skal ei svara tvisvar sinnum, en eg gjöri það ei meir.

V. 23. Dýrð hans nafns er óttaleg.