Hóseas lýsir eftirminnilega, hvörsu Gyðinga fólk var tryggðalaust við Drottin sinn, og hvörsu Guð mundi því hegna.

1Þetta er það orð, sem Drottinn talaði til Hóseass Berísonar, á dögum Úsíass, Jótams, Akafs og Esekíass, Júdaríkis konunga, og á dögum Jeróbóams Jóassonar, Ísraelskonungs.2Upphaf Drottins orða við Hóseas var þetta: far þú, sagði Drottinn við Hóseas, tak til þín hórkonu nokkura og hórbörn, því landið drýgir hórdóm, og er frásnúið Drottni.3Hann fór þá, og tók Gómeru Diblajimsdóttur; hún varð þunguð og fæddi honum son.4Þá sagði Drottinn til hans: kalla þú hann Jísreel a), því innan skamms mun eg hefna blóðsektar Jísreels á Jehúsætt b), og enda gjöra á konungsríki Ísraelsmanna;5og á þeim sama degi vil eg sundurbrjóta boga Ísraelsmanna í Jísreels dal c).6Hún varð þunguð í annað sinn, og fæddi dóttur. Þá sagði Drottinn til hans; kalla þú hana Lórýkömu d); því eg vil ekki framar neina meðaumkvun hafa með Ísraelsmönnum, heldur láta þá gjalda sinna misgjörða;7en með Júdaríkis mönnum vil eg meðaumkvun hafa, og frelsa þá með minni hjálp, sem er Drottinn Guð þeirra, en ekki mun eg frelsa þá með bogum, sverðum, bardögum, hestum eða riddurum.8Þá hún hafði vanið Ló-rýkömu af brjósti varð hún þunguð og ól son.9Og Drottinn sagði: lát þú hann heita Ló-ammí e), því þér eruð ekki mitt fólk, og eg vil ekki vera yðar (Guð).

V. 4. a. Þ. e. „Drottinn mun tvístra“; þýðing nafnanna á að sýna, til hvörs Gyðingar höfðu unnið fyrir ótryggð sína við Guð. b. Konungsættin, sem þá ríkti í Ísrael. V. 5. c. Þ. e. eg vil gjöra Ísraelsmenn uppnæma fyrir óvinum þeirra. V. 6. d. Ló-rýkama, þ. e. sú sem öngva meðaumkvun verðskuldar. V. 9. e. Þ. e. ekki mitt fólk.