1Til er aðfindni í ótíma, og margur þegir, og er hygginn.2Mikið betra er að ávíta en að geyma kala;3Og hver, sem hispurslaust meðkennir, kemst hjá tjóni.4Eins og geldingur sem vill afmeyja unga stúlku, svo er sá, sem með ofbeldi semur dóma.5Einn þegir og verður haldinn vitur: annar bakar sér hatur með sinni mælgi.6Einn þegir, af því hann hefir ekki svar til; annar þegir, af því hann þekkir þann rétta tíma.7Vitur maður þegir til þess sá rétti tími er kominn; en sá málugi og heimskinginn verða fyrri til.8Menn fá andstyggð á þeim margmáluga, og sá freki verður hataður.9Margur er heppinn í óheppni, og til er sá ávinningur sem verður að skaða.10Mörg gáfa verður þér að engu gagni, og mörg gáfa verður tvöfaldlega umbunuð.11Nokkrir verða snauðir, vegna dýrðlegs aðbúnaðar, og sumir hefja höfuðið upp úr auðvirðilegleikanum.12Margur kaupir mikið fyrir lítið, og betalar það þó sjöfalt.13Sá vitri útvegar sér vinsæld með sínu tali; en narrans þægilegu orð eru til einkis.14Narrans gáfa verður þér að engum notum; því í staðinn fyrir eitt lítur hann á margt.15Lítið gefur hann, og margt tekur hann eftir, og hann hefir munninn opinn sem úthrópari; í dag lánar hann, og á morgun krefur hann þess aftur. Hatursverður er slíkur maður.16Dárinn segir: „eg á engan vin, fæ enga þökk fyrir mínar velgjörðir;17þeir sem eta mitt brauð, hafa vonda tungu“.18Hvörsu oft verður sá hinn sami spottaður, og af hvað mörgum!19betra er að detta á gólfi, en að fá byltu af tungunni, svo kemur sviplega bylta hinna vondu.20Aflægislegur maður blaðrar það sem hvörgi á við, það er heimskingjaháttur.21Snillyrði heimskingjans er einkisvert, því það kemur í ótíma.22Af skorti hindrast margur frá að syndga, og í sínu kyrrláta lífi hefir hann enga samviskunögun.23Margur missir lífið sakir feilni, og vegna manngreinarálits týnir hann því.24Margur lofar sínum vin einhvörju af feilni, og gjörir sér hann að óvin nauðsynjalaust, geti hann ekki efnt.25Lygi er leiður skammarblettur á manni, hún er algeng í dárans munni.26Betri er þjófurinn, en sá sem temur sér lygi, en báðir erfa tjón.27Athæfi lygins manns er ærulaust, og hans skömm fylgir honum ávallt.28Vitur maður kemur sér fram með sínu tali, og hygginn maður geðjast höfðingjunum.29Hvör sem yrkir akur, stækkar sína (korn)hrúgu; og hvör sem geðjast höfðingjunum forlíkar rangindin.30Gáfur og skenkingar blinda augu hinna vitru, og hindra aðfindni, eins og beisli í munni.31Falin viska og ósýnilegur fjársjóður, til hvörs gagns er það hvörttveggja?32Betri er sá maður sem felur sína fávisku, heldur enn sá maður sem felur sína visku.