Jósúa tekur við herstjórninni.

1Eftir fráfall Guðs þénara Mósis, talaði Drottinn við Jósúa Núnsson þjón Mósis:2minn þjón Móses er andaður; tak þig upp og far yfir Jórdan, þú og allt þetta fólk, inn í það landið, er eg hefi gefið Ísraelsmönnum.3Sérhvörn þann stað, er þér setjið fót á, hefi eg gefið yður, eins og eg hét Móses.4Yðar landamerki skulu vera frá þessari eyðimörku og Líbanonsfjalli til þess mikla vatnsfalls Frat, allt land Hetítanna, og til hins mikla hafs gegnt sólsetursstað.5Enginn skal geta mótstaðið þér um ævi þína; eg vil vera með þér eins og eg var með Mósi, aldrei skal eg yfirgefa þig og ekki frá þér víkja.6Vertu hughraustur og ókvíðinn, því þú skalt meðal fólksins skipta því landi, sem eg sór feðrum þess að gefa því.7Haf þú aðeins hug og einurð, til að halda og gjöra í öllum hlutum eftir lögmáli því, sem þjón minn Móses bauð þér; vík þar frá hvörki til hægri né vinstri, svo þú verðir vís í öllu því, sem þú tekur þér fyrir.8Legg ekki þessa lögmálsbók frá þér, heldur hugsa um hana dag og nótt, svo þú megir halda og breyta í öllum hlutum eftir því, sem í henni skrifað stendur, þá skulu þér og vel heppnast öll þín fyrirtæki, og þú verða vís.9Gæt þess, eg hefi boðið þér að vera hughraustur og öruggur, óttast ekki né hræðast, því eg Drottinn þinn Guð, er með þér hvört sem þú fer.
10Þá skipaði Jósúa höfðingjum fólksins:11farið um herbúðirnar og bjóðið fólkinu að hafa til reiðu veganesti, því að þriggja daga fresti skuluð þér fara yfir þessa Jórdan, til að fara inn og taka það land sem Drottinn yðar Guð gefur yður að eign.12En Rúbens og Gaðs niðjum og þeirri hálfu Manassis kynkvísl sagði Jósúa:13minnist þess er Drottins þjón Móses bauð yður: Drottinn yðar Guð hefir veitt yður hvíld, og gefið yður þetta land.14Látið konur yðar, börn og kvikfénað eftir verða hérnamegin Jórdanar, hvar Móses útskipti yður landi, en gangið sjálfir, allir vopnfærir, búnir til bardaga á undan bræðrum yðar og veitið þeim fulltingi;15þangað til Drottinn veitir þeim hvíld, eins og yður, og þeir hafa tekið land það sem Drottinn yðar Guð gefur þeim; þá megið þér snúa aftur í yðvart land, sem Móses Drottins þjón úthlutaði yður, hérna að austanverðu við Jórdan.16Þeir svöruðu Jósúa: vér skulum gjöra allt það sem þú hefir boðið oss, og fara hvört sem þú sendir oss;17eins og vér í öllu hlýddum Móses, eins skulum vér og þér hlýða; veri Drottinn þinn Guð, aðeins með þér, eins og hann var með Móses;18hvör sem þverskallast gegn þér, og hlýðir ekki þínum orðum í öllu sem þú býður oss, skal vera dræpur; vertu aðeins hughraustur og öruggur.