Illvirki Gibeíta.

1Á þeim dögum, þá enginn kóngur var í Ísrael, bjó maður nokkur af Leví ætt sem framandi var í Efraimsfjallbyggðum, sá hinn sami tók sér hjá konu frá Betlehem í Júda,2og þessi hjákona var honum ótrú, og fór frá honum í síns föðurs hús í Betlehem í Júda og var þar í 4 mánuði.3En bóndi hennar tók sig upp og fór eftir henni, og vildi tala í kærleika við hana, til að fá hana heim (til sín) aftur, og hann hafði með sér svein sinn og tvo asna. Hún leiddi hann þá inn í hús föður síns, og sem faðir þessarar ungu konu sá hann, varð hann glaður við, þegar hann fann hann.4Og mágur hans, faðir kvinnunnar, hélt honum, svo hann var hjá honum í þrjá daga, þeir átu (saman) og drukku og voru þar um nóttina.5Á þeim fjórða degi risu þau mjög árla upp, og hann bjó sig til, og vildi fara af stað. Þá sagði faðir konunnar til mágs síns, hresstu þig nú áður á litlu brauði, og að því búnu megið þið fara af stað.6Þá settust þeir niður, átu báðir til samans og drukku; síðan sagði faðir kvinnunnar til mannsins: kæri! gjörðu það nú fyrir mig, vertu hérna í nótt, og lát þér vera glatt í geði.7En sem maðurinn stóð (samt) upp, og ætlaði að fara af stað, nauðaði mágur hans á honum, þangað til, að hann var þar um nóttina.8En um morguninn, fimmta daginn, bjóst hann snemmindis til ferðar, og vildi fara af stað; þá sagði faðir konunnar (enn nú) til hans: kæri! hresstu þig nokkuð! og þeir dvöldu inn til þess degi hallaði, og neyttu báðir saman.9En sem maðurinn reis upp og vildi fara af stað með hjákonu sinni og sveininum, þá sagði mágur hans, faðir kvinnunnar, til hans: sjá! degi hallar, og komið er að kvöldi, kæri, vertu hér í nótt; senn er orðið mál að nátta sig; æ vertu í nótt og gjörðu þig glaðan. En á morgun skuluð þið taka ykkur snemma upp, og fara ykkar veg, svo þú getir náð heim til þín.10En maðurinn vildi ekki vera þar um nóttina, heldur bjó sig til og fór af stað, og kom í nánd við Jebús, (það er Jerúsalem), og hann hafði með sér 2 asna klyfjaða, og hjákona hans fylgdi honum.11Sem þau komu nú til Jebús, var mjög á dag liðið, og sveinninn sagði til hússbónda síns: æ! kondu og snúðu (hér af vegi) inn í þenna Jebúsíta stað, og verum hér í nótt.12Þá sagði hússbóndinn til hans: ekki skulum við (af vegi) snúa inn í þennan framandi stað, sem ekki heyrir Ísraelsbörnum til, heldur skulum við fara yfir til Gíbea.13Og hann sagði til sveins síns: haltú áfram, svo við getum fengið náttstað í öðrum hvörjum staðnum Gíbea eða Rama.14Svo héldu þeir áfram sína leið, og sólsett varð fyrir þeim, þegar þeir voru komnir nálægt Gíbea, sem heyrði Benjaminítum til.15Og þeir sneru þangað, til að geta orðið um nóttina í Gíbea. En sem (Levítinn) kom þar inn, staðnæmdist hann á stræti staðarins, því þar var enginn sem taka vildi móti þeim, til að ljá þeim hús hjá sér, til að vera í um nóttina.16En sjá! þar kom einn gamall maður að kvöldi, frá sinni akurvinnu; hann var og frá Efraímsfjalli, og framandi í Gíbea; en mennirnir á þeim stað vóru Benjaminítar.17Og sem hann skyggndist um, sá hann þann vegfarandi mann þar á borgarstrætinu, þá sagði hinn gamli maður: hvört ætlar þú að fara, og hvaðan kemur þú að?18hinn svaraði honum: við komum handan frá Betlehem í Júda, og ætlum til Efraímsfjallshlíða, því þar á eg heima; og eg ferðaðist til Betlehem í Júda, en nú fer eg til Drottins húss, og enginn vill ljá mér herbergi.19Vér höfum þó hey og fóður nóg handa ösnum vorum og nóg brauð og vín handa mér, þernu þinni og sveini, sem er í för með þínum þénara (ɔ: mér), svo oss brestur alls ekkert.20Þá svaraði hinn gamli maður: friður sé með þér! allt hvað þig kann að bresta, skaltu fá hjá mér, ligg aðeins ekki úti í nótt á opnu stræti.21Og hann leiddi hann inn í sitt hús, og gaf ösnum hans fóður; síðan þvoðu þau fætur sína og settust til borðs.22Nú sem þau vóru glöð í hjarta sínu (yfir þessu), sjá! þá umkringdu menn úr borginni—einhvörjir hinir örgustu skálkar—húsið, börðu á dyr, og sögðu til þess gamla manns, sem var hússbóndi: leið þann mann út hingað, sem kominn er í þitt hús, að vér megum kenna hans.23En maðurinn sem var hússbóndi í húsinu, gekk út til þeirra og sagði við þá: nei, mínir bræður! gjörið ekki þetta illa verk, fyrst maður þessi er kominn í mitt hús, þá fremjið ekki slíka svívirðingu.24Sjá! hér er mín dóttir, sem enn nú er jómfrú, og þessa manns hjákona, þær vil eg leiða út til yðar, þær megið þér vanvirða (krenkja), og gjöra við þær, hvað yður gott þykir, en fremjið ekki þvílíka svívirðingu við þenna mann.25En mennirnir vildu ekki hlýða honum; þá tók maðurinn hjákonu sína, og leiddi hana út til þeirra, og þeir kenndu hennar og misþyrmdu henni alla þá nóttu, allt til morguns; en sem af degi lýsti, létu þeir hana fara.26Síðan kom konan aftur snemma morguns, féll niður fyrir þess manns húsdyrum, hvar bóndi hennar var inn í, og (lá þar) þangað til bjart var orðið.27En sem bóndi hennar fór á fætur um morguninn, og lauk upp dyrunum á húsinu, og ætlaði að ganga út, til að fara afstað, sjá! þá lá hjákona hans fallin, þar úti fyrir dyrunum og hendur hennar á þrepskildinum.28Hann sagði þá til hennar: stattú upp! við skulum ferðast af stað, en hún svaraði engu. Þá tók hann hana upp, og lét hana á asnann, bjó sig til, og fór til síns samastaðar.29En sem hann nú kom heim, tók hann (sér) kníf, lagði hendur á hjákonu sína, og hlutaði hana með beinum (og öllu) sundur í tólf stykki; og sendi þau út um öll Ísraels landamerki.30En hvör helst sem það sá, sagði: þvílíkt hefir ekki skeð eður sést, í frá þeim tíma að Ísraelsbörn fóru út af Egyptalandi, allt til þessa dags. Hugsið vel um þetta, leggið ráð og segið (hvað yður sýnist gjöra skuli).

V. 1. Framandi sjá Dóm. 17,8. 18,1. 19,18. V. 2. Hós. 9,1. V. 3. 1 Mós. 34,3. Hós. 2,14. V. 9. Jer. 6,4. Lúk. 24,29. V. 10. Jós. 15,8. V. 15. Dóm. 20,4 og s. fr. 19,18. V. 17. 1 Mós. 16,8. Skyggndist um; heb. upplyfti sínum augum. V. 18. Drottins húss, nl. til Síló, sem var í nágrenni við heimili hans. V. 19. Þernu þinni—þénara þínum; eru hæversku- og auðmýktarorð. V. 20. Dóm. 6,23. 1 Sam. 25,6. Dan. 10,18. V. 21. 1 Mós. 18,4. 19,2. V. 22. Dóm. 16,25. 1 Mós. 19,4. V. 23. 1 Mós. 19,7. 34,7. V. 24. 1 Mós. 19,8. V. 29. Dóm. 20,6. V. 30. Dóm. 18,14. 20,7.