Gyðinganna yfirburðir, og þeirra syndir. Þess vegna réttlætist enginn af lögmálinu, heldur vegna trúarinnar á Jesúm Krist.

1Hvörjir eru þá yfirburðir Gyðingsins? eða hvör nytsemi umskurnarinnar?2miklir á allan hátt; einkanlega að sönnu þess vegna, að þeim er trúað til orðanna Guðs.3Hvað þá, ef nokkrir hafa verið vantrúaðir, mundi vantrúin þeirra trúfestina Guðs ónýta?4fjærri sé því! Guð skal vera sannorður, þótt hvör einn maður væri lygari, svo sem skrifað er: svo að þú hafir rétt í þínum orðum, og vinnir þegar þú dæmist.5En ef vort ranglæti prísar Guðs réttlæti, hvað skulum vér þá segja? mun Guð vera ranglátur, að hann lætur reiðina yfirdynja? (eg gjöri manni upp orðin),6það sé langt frá! því að hvörnin skal þá Guð heiminn dæma?7því ef sannleikinn Guðs hefir fyrir mína lygi yfirgnæft honum til dýrðar, hvar fyrir dæmist eg þá enn nú sem syndari?8og eigum vér ekki (eins og vér erum spottaðir fyrir, og svo sem sumir mæla, að vér kennum), að gjöra hið illa, svo gott af leiði? slíkra fyrirdæming er rétt.9Hvað þá? erum vér fremri? aldeilis ekki; því að vér höfum áður með rökum sýnt, að bæði Gyðingar og grískir, séu allir undir synd,10svo sem skrifað er: enginn er réttlátur og ekki einn, ekki er einn skynugur,11ekki er neinn sem að Guði leiti,12allir hafa þeir frávikið, og eru til samans ónýtir orðnir, ekki er neinn, sem gott gjöri, ekki einn einasti.13Opnuð gröf er barki þeirra, með tungum sínum svíkja þeir. Höggormaeitur er undir vörum þeirra.14Þeirra munnur er fullur af bölvun og beiskleika.15Fljótir eru fætur þeirra til að úthella blóði.16Tjón og eyðilegging er á vegum þeirra,17og veg friðarins vita þeir ekki.18Ekki er ótti Guðs fyrir augum þeirra.19En vér vitum, að hvað helst lögmálið segir, það talar það til þeirra, sem undir lögmálinu eru, svo að hvör einn munnur verði orðlaus, og allur heimurinn (verði) sakfallinn við Guð.
20Þess vegna mun af lögmálsverkum alls ekkert hold réttlætast fyrir honum; því að af lögmáli kemur þekking syndar.
21En nú er án lögmáls réttlæting Guðs opinberuð, umvitnuð af lögmálinu og spámönnunum,22já, réttlæting Guðs fyrir trú á Jesúm Krist til allra og yfir alla a), sem trúa, því að hér er enginn greinarmunur,23því að allir hafa syndgað, og hafa skort á lofstír hjá Guði;24þeir verða réttlættir án verðskuldunar af hans náð fyrir endurlausnina í Kristó Jesú,25hvörn Guð hefir framsett forlíkunarfórn, fyrir trúna, í hans blóði, til auglýsingar síns réttlætis með fyrirgefningu syndanna, er áður drýgðar voru undir Guðs þolinmæði;26til auglýsingar síns réttlætis á nærverandi tíma, til þess, að hann réttlátur sé, og réttlætandi þann, sem hefir trúna Jesú.
27Hvar er þá hrósunin? hún er útilokuð; fyrir hvört lögmál? verkanna? nei, heldur fyrir lögmál trúarinnar;28þar fyrir ályktum vér, að af trú réttlætist maður án lögmálsverka.29Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? en ekki líka heiðingja?30vissulega og svo heiðingja, af því, að einn er Guð, sem réttlæta mun umskurn af trú, og yfirhúð vegna trúarinnar.31Gjörum vér þá lögmálið ógilt fyrir trúna? fjærri sé því! heldur staðfestum vér lögmálið.

V. 2. Kap. 9,4. 5 Mós. b. 4,7. Sálm. 147,19. V. 3. Kap. 9,6. Hebr. 4,2. 2 Tím. 2,13. V. 4. Jóh. 3,33. Sálm. 62,10. 116,11. Sálm. 51,6. V. 5. Job. 8,3. 34,10. Róm. 9,14. Gal. 3,15. V. 6. 1 Mós. b. 18,25. Post. gb. 17,31. V. 8. 1 Sam. 15,24. f. V. 9. Gyðingar, Gal. 3,22. V. 10. Sálm. 14,2.3. 53,2–4. V. 13. Sálm. 5,10. 140,4. V. 14. Sálm. 10,7. V. 15. Orðsk. b. 1,16. Esa. 59,7. V. 18. 1 Mós. b. 20,11. Sálm. 36,2. V. 19. Esek. 16,63. V. 20. Gal. 2,16. engin manneskja, Róm. 7,7. V. 21. Kap. 1,17. Filipp. 3,9. Jóh. 5,46. Post. gb. 26,22. V. 22. a. Til allra og yfir alla, þ. e. öllum til handa. Kap. 10,12. Gal. 3,28. Kól. 3,11. V. 23. v. 9. Kap. 11,32. þá vantar það, sem þeim sé til hróss eða gildis hjá Guði. V. 24. Ef. 2,8. Tit. 3,5.7. Matth. 20,28. Ef. 1,7. 1 Tím. 2,6. V. 25. í hans blóði, og s. frv. þ. e. með því hann lét hann deyja, til auglýsingar síns réttlætis, þar eð hann eftir sinni þolinmæði hafði gengið framhjá syndunum er áður drýgðar voru. 2 Kor. 5,19. Kol. 1,20. 1 Jóh. 2,2,4,10. Hebr. 4,15.16. Post. g. b. 13,38.39. 17,30. V. 27. Kap. 4,2. V. 28. Kap. 4,5. Gal. 2,16. Ef. 2,8. V. 30. Gal. 3,20. umskorna, þ. e. Gyðinga. óumskorna, þ. e. heiðingja.