1Hvör sem iðkar miskunnsemi, sá lánar sínum náunga; og hvör sem styður með sinni hendi, sá heldur boðorðin.2Lána þínum náunga, þegar honum liggur á, og á hina síðuna, borga þínum náunga aftur, á tilteknum tíma.3Haltu orð, og vertu honum trúr, svo finnur þú, nær sem vera skal, þína nauðþurft.4Margir álíta lán sem fund og gjöra þeim erfitt sem þeim hjálpa.5Þangað til maðurinn fær það, kyssir hann á hans hönd, og talar auðmjúklega sökum peninga náungans.6En þegar aftur skal gjalda, skýtur hann á frest, greiðir viðberjur, kennir um kringumstæðunum.7Þó hann geti, kemur hann varla aftur með helfinginn, og reiknar það sem fund (sínum lánadrottni);8en ef ekki, svo svíkur hann hann um peningana, og hann hefir án orsaka fengið hann fyrir óvin.9Hann launar honum með blóti og skammaryrðum, og í stað virðingar endurgeldur hann með smán.10Margir neisegja sakir (mannanna) vonsku, þeir kvíða því að féflettast að nauðalausu.11Hafðu samt þolinmæði við þann sem bágt á, og drag þú hann ekki á velgjörðinni.12Hjálpa þeim fátæka, sökum boðorðsins, og láttu hann ei fara tómhentan frá þér í hans nauðsyn.13Sjá þú heldur af peningum sakir bróðurs og vinar, og lát þá ei ryðga og skemmast í grjóti.14Safna þér sjóði eftir boði hins æðsta, það mun færa þér meiri ágóða en gullið.15Læstu velgjörðinni inni í þinni fjárhirslu, og hún mun frelsa þig úr allri óhamingju.16Betur en sterkur skjöldur, og betur en öflugt spjót,17mun hún móti fjandmanninum fyrir þig stríða.
18Góður maður gengur í borgun fyrir sinn náunga,19og hvör sem alla feilni hefir misst, lætur hann eiga sig.20Gleym ei velgjörð borgunarmannsins;21því hann hefir veðsett sig fyrir þig.22Syndarinn féflettir sinn borgunarmann,23og sá sem hefir óþakklátt hjarta, lætur þann sitja í skaðanum, sem honum hefir bjargað.24Að ganga í borgun hefir margan ríkan féflett og hrakið hingað og þangað, sem bylgjur sjávarins.25Volduga hefir það að heiman rekið, svo að þeir hafa orðið að hrekjast um kring meðal útlendra lýða.26Syndarinn steypir sér í ábyrgð, og sá sem færist mikið í fang verður fyrir hegningu.27Hjálpa náunga þínum eftir efnum; en sjá svo til, að þú ekki steypir þér.
28Höfuðþörf lífsins er vatn og brauð, og klæðnaður og hús sem skýlir nektinni.29Betra er líf hins fátæka undir fjalaþaki, heldur en dýrðleg máltíð í annarra híbýlum.30Vertu ánægður með lítið og mikið. Það er slæmt líf að ganga hús úr húsi.31Og þar sem maður er framandi má hann ekki munninum uppljúka.32Þú verður að veita mat og drykk þakkarlaust og heyra þar að auki bituryrði:33„kom hér þú framandi maður, tilreið þitt borð, og hafir þú eitthvað, svo gef mér að eta!34far burt framandi maður, og gef rúm öðrum álitlegri! bróðir minn er kominn, eg þarf hússins við!“35Óþolandi er slíkt manni, er tilfinningu hefir, brígslyrði fyrir herbergi, og illyrði fyrir að hafa þegið lán.