Gæska og hátign Skaparans.

1Til hljóðfærameistarans að syngja á Githith (hljóðfæri). Sálmur Davíðs.2Drottinn vor kóngur (stjórnari)! hvörsu dýrðlegt er þitt nafn á allri jörðunni, sem upplyftir yfir himininn þinni hátign.3Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lofgjörðina, sakir þinna óvina, til þess að niðurþagga þína mótstöðumenn, þá hefndargjörnu.4Þegar eg sé þinn himin, verkin þinna handa, tunglið og stjörnurnar, sem þú tilbjóst,5(þá kemur mér til hugar), hvað er maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjar þess!6Þú gjörðir hann litlu óæðri en englana, en þú krýndir hann sæmd og heiðri.7Þú gjörðir hann herra yfir þínum handaverkum, alla hluti lagðir þú undir hans fætur,8sauði og naut, fénað allan og dýr merkurinnar (villudýrin),9fuglana undir himninum og fiskana í sjónum, sem fara vatnsins veg.10Ó Drottinn, vor kóngur! hvörsu dýrðlegt er þitt nafn á allri jörðinni!