Postulinn áminnir Tímóteus til trúskapar í hans embætti. Fyrirsegir sinn dauða. Biður Tímóteus koma til sín, kvartar yfir nokkrum en huggar sig við Guðs aðstoð. Heilsanir.

1Eg særi þig við Guð og við Jesúm Krist, sem dæma mun lifendur og dauða þá hann opinberast í ríki sínu,2að þú prédikir lærdóminn og haldir áfram með það í tíma og ótíma. Sannfær, ávíta, áminn með ýtrasta þolgæði og lærdómi.3Því sú tíð mun koma að menn munu ekki þola þann heilsusama lærdóm heldur safna sér kennendum eftir eigin girndum, eftir því sem eyrun klæja.4Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og snúa sér að hégiljum.5En vert þú árvakur í öllu, þol illt, gæt prédikaraembættisins og gjör þjónustunni fullnustu.
6Nú þegar eg á að fórnfærast og minn lausnartími er fyrir höndum.7Eg hefi barist góðri baráttu, hlaupið fullkomnað, trúnni haldið.8Að síðustu er handa mér afsíðis lögð kóróna réttlætisins, hvörja Drottinn, sá hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim (ákveðna) degi, en ekki einungis mér heldur og öllum sem lengir eftir hans tilkomu.
9Kappkosta að koma bráðum til mín,10því Demas hefir yfirgefið mig, af því hann elskaði meir þennan heim og er farinn til Tessaloníku. Kreskes er farinn til Galatsíu og Títus til Dalmatsíu.11Lúkas er einn hjá mér. Taktu til þín Markús og lát hann fylgjast með þér, því hann er nytsamur mér til þjónustu.12Tykikus hefi eg sent til Efesus.13Þegar þú kemur þá færðu mér yfirhöfnina sem eg skildi eftir í Tróas hjá Karpusi og bækurnar, einkanlega skinnbækurnar.14Alexander, járnsmiðurinn, hefir gjört mér margt illt. Drottinn gjaldi honum eftir hans tilverknaði.15Taktú þér líka vara fyrir honum, því að hann hefir stórum staðið í móti vorum orðum.16Í minni fyrstu málsvörn stóð enginn með mér heldur yfirgáfu mig allir. Ó að þeim verði það ekki tilreiknað!17En Drottinn stóð með mér og veitti mér kraft til að framfylgja kenningunni svo allir heiðingjar skyldu hana heyra. Og eg varð frelsaður úr ljónsins gini18og Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og hjálpa mér til síns himneska ríkis. Honum sé dýrð frá eilífð til eilífðar. Amen.
19Heilsaðu Prisku og Akvílasi og Onefisórí húsi.20Erastus varð eftir í Korintuborg en Trósímus skildi eg eftir sjúkan í Míletus.21Kappkosta að koma áður vetrar. Þér heilsa Evbúlus og Púdes, Línus, Klaudía og allir bræðurnir.22Drottinn Jesús Kristur sé með þínum anda. Náð sé með yður. Amen.

V. 1. 2 Tess. 2,8. Matt. 25,31. Jóh. 5,27. V. 2. þ. e. hvört þér er það haganlegt eða ekki og hvört það líkar tilheyrendum eða ekki. Sjá v. 3. V. 3. Mikk. 2,11. sbr. Post.gb. 17,21. V. 4. 2 Tess. 2,10.11. V. 6. sbr. Fil. 1,23. 2 Pét. 1,14. V. 7. Fil. 3,14. Post.gb. 20,24. 1 Tím. 6,12. Jak. 1,12. V. 10. Kól. 4,14. V. 11. Post.g.b. 15,37. Kól. 4,10. Filem. v. 11. V. 12. Efes. 6,21. Post.g.b. 20,4. V. 14. 1 Tím. 1,20. V. 18. Matt. 6,13. V. 19. Post.g.b. 18,2. Kap. 1,16. V. 20. Post.g.b. 19,22. 20,4. V. 22. Tít. 3,15.