Lofsöngur þeirra innsigluðu. Það eilífa evangelíum. Ströffunardómur Guðs.

1Síðan sá eg lambið standa á Síónsfjalli, og með því hundrað og fjörutíu og fjórar þúsundir, sem höfðu nafn þess og nafn föður þess skrifað á ennum sínum. a)2Eg heyrði þá rödd af himni, svo sem nið margra vatnsfalla eða sem mikinn þrumugný; en röddin, sem eg heyrði, var eins og b) (rödd) hörpuslagara, sem slá hörpur sínar.3Þeir sungu einhvörn nýjan söng frammi fyrir hásætinu og þeim fjórum dýrum og öldungunum; en enginn gat numið sönginn, nema þær hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, sem leystar voru frá jörðunni.4Þessir eru c) þeir, sem ekki hafa saurgað sig með konum, því þeir hafa varðveitt sitt skírlífi; þeir fylgja lambinu, hvört sem það fer, og hafa d) leystir verið frá mönnunum, svo sem e) frumgróði Guðs og lambsins.5f) Í þeirra munni finnst engin lygi; þeir eru g) lýtalausir.
6Eg sá annan engil fljúga um miðhimininn, hann hélt á eilífum fagnaðarboðskap, sem hann kunngjörði innbúum jarðarinnar, allri þjóð, kynkvísl, tungumáli og fólki.7Hann sagði hárri röddu: h) óttist Guð og vegsamið hann, því tími hans dóms er fyrir höndum; tilbiðjið þann, sem i) gjört hefir himininn og jörðina og sjóinn og uppsprettur vatnanna.8Annar engill kom á eftir honum, og sagði: hún er fallin, hún er fallin, sú mikla Babýlon, sem byrlað hefir öllum þjóðum vín síns eitraða saurlifnaðar.9Þar á eftir kom hinn þriðji engill, sem sagði hárri röddu: hvör, sem tilbiður dýrið og þess líkneskju og lætur merkja sig á sínu enni eða hönd,10hann skal drekka Guðs reiðivín, hvörju k) hellt er óblönduðu á hans reiðibikar, og l) kveljast í eldi og brennisteini í augsýn heilagra engla og lambsins.11Og m) kvalareykur þeirra mun uppstíga eilíflega; þeir, sem tilbiðja dýrið og þess líkneskju og láta merkja sig með þess n) fangamarki, skulu enga ró hafa nótt né dag.12Hér reynir á o) þolgæði heilagra, sem p) varðveita boðorð Guðs og trúna á Jesúm.13Þá heyrði eg a) rödd af himni, sem sagði: b) skrifa þú, sælir eru þeir framliðnu, sem c) nú eru í Drottni dánir. Já! segir andinn, þeir d) geta hvílt sig eftir sitt erfiði, því þeirra verk fylgja þeim.
14Síðan sá eg hvítt ský og einhvörn sitja á skýinu líkan manni; hann hafði gulllega kórónu á höfðinu og bitran ljá í hendi sér.15Þá gekk annar engill út úr musterinu, hann kallaði hárri röddu til þess, sem á skýinu sat: bregðtú ljánum og sker upp, því uppskerutíminn er kominn og ávöxtur jarðarinnar orðinn fullvaxinn.16Sá, sem á skýinu sat, brá þá ljánum ofan á jörðina, og jörðin var slegin.17Þá gekk annar engill út úr musterinu á himnum, hann hélt og á bitrum ljá;18en annar engill gekk frá altarinu, hann hafði vald yfir eldinum; hann kallaði hárri röddu til þess, sem hélt á þeim beitta ljá, og sagði: bregðtú þínum hvassa ljá og afsker berin af vínviði jarðarinnar, því vínviðarberin eru orðin fullvaxin.19Engillinn brá þá ljá sínum ofan á jörðina og afskar vínviðarávöxt jarðarinnar, og kastaði honum í þá stóru vínpressu Guðs reiði.20Síðan var e) vínpressan troðin utanborgar og gekk f) blóð út af vínpressunni, svo að tók upp undir hestabeislin, og flaut yfir sextán hundruð skeiðrúm.

V. 1. Sálm. 2,6. Opinb. b. 7,4. V. 2. a. Kap. 1,10.15. b. Kap. 5,8. V. 4. c. 1 Kor. 6,15. 2 Kor. 11,12. Opinb. b. 3,4. d. 1 Kor. 6,20. Opinb. b. 3,9. e. Jak. 1,18. V. 5. f. Sálm. 32,2. g. Efes. 5,27. Kól. 1,22. V. 7. h. Préd. b. 12,13. 5 Mós. b. 32,3. i. Sálm. 33,6. 146,6. V. 8. Kap. 16,19. 18,2. V. 9. Kap. 19,20. V. 10. k. Kap. 16,19. l. Kap. 19,20. 20,10. V. 11. m. Kap. 19,3. n. Kap. 13,16.17. 16,2. V. 12. o. Kap. 13,10. p. Kap. 12,17. V. 13. a. Kap. 12,10. b. Kap. 1,11.19. c. 1 Tessa. 4,14. d. Hebr. 4,10. V. 14. Dan. 7,13. Opinb. b. 1,13. V. 15. Kap. 6,17. Matt. 13,39. V. 20. e. Esa. 63,3. f. Esa. 34,3.