Spádómur um Sýrus Persakonung, og um frelsun Gyðinga.

1Svo segir Drottinn um Sýrus, sinn smurða: eg held í hans hægri hönd; eg vil leggja þjóðirnar undir hans vald, og spretta belti konunganna; eg vil upp láta dyrnar fyrir honum, og öngvu borgarhliði skal vera læst.2Eg vil ganga á undan þér, og jafna hólana; eg vil brjóta upp eirhliðin, og mölva járnslárnar.3Eg vil gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo þú kannist við, að eg em Drottinn, Ísraels Guð, sem útvaldi þig.4Vegna Jakobs, míns þjóns, og vegna Ísraels, míns hins útvalda, hefi eg kosið þig og kvatt, jafnvel þó þú þekkir mig ekki.5Eg em Drottinn, en enginn annar; engi Guð er til, nema eg. Þó þú þekkir mig ekki, vil eg útbúa þig með krafti,6svo menn kannist við í frá uppgöngu sólar og frá niðurgöngu hennar, að engi sé fyrir utan mig, að eg em Drottinn, og enginn annar:7að eg em sá, sem tilbý ljósið, og framleiði myrkrið, sem ræð hamingju og óhamingju. Eg Drottinn ræð öllu þessu.8Þér himnar, drjúpið hér ofan að! látið skýin hjálpræðið niðurstreyma! jörðin opni sig, svo frelsunin blómgist og hjálpræðið framspretti ásamt. Eg Drottinn kem þessu til vegar.
9Vei þeim manni, sem þráttar við Skapara sinn, sjálfur leirbrot, eins og önnur leirbrot jarðar. Á leirinn að segja við leirmyndarann: „hvað gjörir þú?“ eða á verk þitt að segja um þig: „hann hefir engar hendur“.10Vei þeim, sem segir til föður síns: „hvar fyrir hefir þú getið mig?“ eða til móður sinnar: „hví hefir þú fætt mig?“11Svo segir Drottinn, hinn heilagi Guð og Skapari Ísraelslýðs: eiga mennirnir að krefja mig skynsemdar fyrir hið ókomna, eða setja mér lög, hvörju eg skal fram fara um börn mín, sem eru verk minna handa?12Eg hefi tilbúið jörðina, og skapað manninn, er á henni býr. Hendur mínar útþöndu himininn, og eg ræð öllum himinsins her.13Eg hefi uppvakið hann (Sýrus konung) til hjálpræðis, og eg vil greiða alla hans vegu; hann skal upp byggja borg mína, og gefa heimfararleyfi mínu herleidda fólki án kaupgjalds eða lausnargjalds, segir Drottinn allsherjar.
14Svo segir Drottinn: aflafé Egyptalands og verslunargróði Blálands og hinna hávöxnu Selaborgar innbúa skal ganga frá þeim til þín (Jerúsalemsborg!) og verða þín eign. Innbúendur þessara landa skulu þér eftir fylgja, koma til þín fjötraðir, falla til jarðar fyrir þér, og biðjast friðar; því Guð er hjá þér, og fyrir utan hann er engi Guð til.15Sannlega ertu hulinn Guð! Guð Ísraels er frelsari!16Allir þeir, sem tilbúa goðalíkneskjur, hljóta að blygðast og skammast sín og til smánar verða, hvör með öðrum;17en Ísraels lýður mun af Drottni frelsaður verða eilífri frelsun; þér (Ísraelsmenn!) munuð ei til skammar, né til smánar verða, um aldur né ævi.18Því svo segir Drottinn, sá eð himininn hefir skapað, sá Guð, sem jörðina hefir gjört og myndað, hann sem skóp hana, ekki til þess hún skyldi verða óbyggð auðn, heldur tilbjó hana til þess, að hún væri byggileg: eg em Drottinn, en enginn annar.19Eg hefi ekki talað í leynum, ekki í dimmum fylgsnum jarðar. Eg hefi ekki talað hégóma, þegar eg hefi sagt við Jakobsniðja: „leitið mín!“ Eg Drottinn tala það sem satt er, og kunngjöri hvað rétt er.20Safnist saman, komið og nálægið yður, allir þér skynlausu heiðingjar, sem hafið undan komist, þér sem dragist með trélíkneski yðar, og fallið fram fyrir þeim guði, sem ekki kann að frelsa.21Gjörið það heyrum kunnugt, látið þá eiga fund saman og ráðfæra sig hvörn við annan: hvör hefir sagt þetta löngu fyrir fram, og kunngjört það frá öndverðu? Hefi eg Drottinn ekki gjört það? fyrir utan mig er engi Guð til, engi sannur Guð og hjálpari er til nema eg.22Snúið yður til mín, og verðið hólpin, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar; því að eg em Guð, og engi annar.23Eg hefi svarið við sjálfan mig, af mínum munni er sannleikur útgenginn, það orð, sem eigi skal bregðast: fyrir mér skulu öll kné beygja sig, og allar tungur við mig sverja:24í Drottni einum (mun um mig sagt verða) er hjálpin og styrkurinn; allir þeir, er í móti honum brjótast, skulu koma fram fyrir hann og verða til smánar;25en gjörvallt afsprengi Ísraels skal fyrir aðstoð Drottins hólpið verða, og hrósa sér af honum.

V. 1. Smurða, Sýrus kallast Drottins smurði, af því hann var sá konungur, er Drottinn hafði útvalið til að frelsa Gyðinga úr Babels herleiðingu. Spretta belti konunganna, að steypa þeim úr völdum. V. 2. Jafna hólana, að gjöra veginn greiðfæran.