Sundurlausir þankar.

1Latur maður er líkur óhreinum steini og hvör einn gjörir gys að hans skömm.2Sá lati er líkur mykjuklessu: hvör sem tekur hann upp, hristir höndina.3Það er skömm fyrir föðurinn að hafa getið ósiðaðan son; en (slík) dóttir er til lægingar borin.4Skynsöm dóttir fær sér mann; en sú ósiðsama hryggir þann sem hana gat.5Föður og mann vanvirðir sú ósvífna, og verður af báðum fyrirlitin.6Sönglist í harmi er frásaga í ótíma, refsing og agi er viskunnar verk á öllum tíma.7Sá sem kennir dára, límir saman leirbrot; hann vekur þann sem sefur af djúpum svefni.8Sá sem talar við dárann, talar við þann sem dottar;9og hann segir seinast: hvað er það?10Grát yfir þeim dauða, því hann hefir misst ljóssins; og grát yfir dáranum, þegar vitið er honum horfið.11Grát þú vægilegar yfir þeim dauða, því hann er kominn til hvíldar;12en líf dárans er verra en dauðinn.13Harmurinn yfir þeim dauða varir 7 daga; en yfir dáranum og þeim guðlausa alla daga þeirra lífs.14Tala þú ekki mikið við dárann, og haf ei umgengni við heimskingjann.15Vara þig á honum, svo þú hafir enga armæðu (af honum) og verðir ekki skörnugur af hans óþverra.16Hliðra þér hjá honum, svo finnur þú ró, og kemst ekki í vandræði fyrir hans óvit.17Hvað er þyngra en blýið? Og hvör má svo nefnast, nema dárinn?18Sand og salt og járnblökk er léttara að bera heldur en heimskan mann.19Viðarbjálki, festur við hús, verður af engri hristingu felldur, svo bifast aldrei það hjarta, sem styðst við hyggilegt ráð.20Það hjarta sem reiðir sig á skynsamlega yfirvegan, er sem límkast (sandi blönduð viðhöfn) á sléttum vegg.21Stöng á hæð reist, getur ei staðist veður;22svo stenst ei deigt hjarta, með heimskulegri hugsan, nokkra hræðslu.23Sá sem kreistir augað, pressar út tár;24og sá sem kreistir hjartað, vekur tilfinningu.
25Hvör sem kastar steini í fugla, sá fælir þá; og hvör sem brigslar vin sínum, sundurslítur vinskapinn.26Þó þú hafir rykkt sverði móti vin þínum, þá örvæntu samt ekki; því enn nú er afturhvarf mögulegt.27Hafir þú komið að máli við vin þinn, svo vertu áhyggjulaus, forlíkun getur á komist; nema sé um háðung að gjöra, drambsemi, uppljóstur leyndarmála og leynileg svik. Þetta flæmir hvörn vin í burtu.28Afla þér tiltrúar hjá þínum náunga í hans fátækt, svo þú ásamt getir tekið hlutdeild í hans velgengni.29Vertu staðfastur hjá honum í neyðinni, svo þú takir arf með honum, þá hann erfir.30Á undan eldinum gengur gufa ofnsins og reykur; eins deilur á undan blóðsúthellingu.31Ekki mun eg skammast mín að verja vin minn, og ekki mun eg fela mig fyrir honum.32Og kenni eg á illu af hans hálfu, mun hvör, sem það heyrir, vara sig á honum.33Ó! hvör setur lás fyrir minn munn og hyggilegt innsigli fyrir mínar varir, svo þær ekki felli mig, og mín tunga vinni mér ekki tjón!