XXII.

Latur maður er líka sem steinn sá er í sauri liggur. Hver hann upptekur hann hlýtur að þvo aftur sínar hendur. [

Einn ósiðsamur sonur er sínum föður vanheiður. [ Skynsöm dóttir fær vel mann en óráðvanda dóttur láta menn heima sitja og hún angrar sinn föður. En sú sem galin er er bæði föðurnum og manninum vanheiður og verður af báðum þeim hötuð.

Sú ræða sem skeður í ótíma kemur eins við sem annað strengjahljóðfæri þegar nokkur er hryggur. Ávítan og kenning skal mann í réttan tíma fremja.

Hver hann kennir heimskum manni sá bætir saman brotinn leirpott og gjörir rétt sem þá mann vekur nokkurn af föstum svefni. Hver hann talar við heimskan mann sá talar við sofanda mann. Þá það er úti so segir hann: „Hvað er það?“

Eftir dauðan mann plaga menn að syrgja því að hann hefur ekki ljósið lengur en yfir heimskum skyldu menn sorg bera því hann hefur öngvan skilning. [

Mann skal ekki ofmjög harma hinn dauða því að hann er til hvíldar kominn en líf hins heimska er verra en dauðinn. Sjö daga ber menn harm eftir hinn dauða en fyrir heimskum og óguðræknum alla þeirra lífdaga.

Tala þú ekki margt fyrir fávísum manni og haf ekki mikla umgengni með heimskum manni. Halt þig frá honum so þú komir ekki í [ neyð og verðir saurugur af hans óþekkt.

Vík þú heldur frá honum, so ertu í friði og kemur þú eigi í angist og neyð fyrir hans heimsku. Hvað er þyngra en blý og hvað vilja menn annað kalla heimskan mann en blý? Það er léttara að bera sand, salt og járn heldur en einn heimskan mann.

Líka sem eitt hús það sem sterklega er bundið til samans fellur ekki fyrir stormi af vindi, so og það hjarta sem öruggt er um sitt efni, það hræðist ekki fyrir neinnri skelfing.

Líka sem fagurt límkast á slétta veggnum við regninu og garður á hávu fjalli kann eki við vindinum að standa, líka so þá stendur bleyðihjarta eins heimsks manns í sinni áforman móti öngri skelfingu.

Þegar maður kreistir augun þá ganga þar tár út af og þegar mann ratar á annars hjarta þá lætur hann sig formerkja.

Hver hann kastar í fuglaflokkinn sá burt fælir þá og hver sínum vin háðung gjörir hann slítur í sundur vinskapinn.

Þótt þú allareiðu dragir út sverð að þínum vin þá gjörir þú það ekki so vondslega sem með háðunginni. Því að þið kunnið að verða aftur á ný vinir þegar þú forðast hann ei og talar við hann. Því að menn kunna vel allt að forlíka nema háðung, fyrirlitning, opinberan leyndra hluta og vondslega prettvísi, svoddan hlutir fordrífa vininn.

Vert þínum vin trúr í hans fátækt so að þú með honum gleðjast megir þá honum vel gengur.

Stattu fast hjá honum þá honum gengur illa að þú megir og so hans lukku njótandi verða.

Reykur og svæla kemur fyrir fram þá eldurinn brenna vill. So kemur og af háðunginni blóðsúthelling.

Skammast þú ekki að vernda þinn vin og forðast hann eigi. Skeður þig nokkuð vont af honum so mun vakta sig við honum hver sem það heyrir.