Um aga og menntun, heilsu og glaðlyndi.

1Sá sem elskar sinn son, hefir hann ávallt undir vendinum, til þess hann loksins hafi gleði af honum.2Sá sem hefir son sinn undir aga, mun gagn af honum hafa, og getur meðal kunningja hrósað sér af honum.3Hvör sem menntar sinn son, gjörir óvin sinn öfundsjúkan, og í augsýn sinna vina getur hann haft fögnuð af honum.4Þó faðir hans sé dáinn, er það sem hann væri ekki dauður; því hann hefir eftirskilið sína ímynd.5Meðan hann lifði, sá hann hann og gladdi sig, og þegar hann dó, þurfti hann ekki að syrgja.6Hefndarmann eftirskilur hann sínum óvinum, og sínum vinum velgjörðaumbunara.7Hvör sem hefir dálæti á syni sínum, bindur um hans sár, og við hvört hans hljóð kemst hann við með sjálfum sér.8Ótaminn hestur verður baldstýrugur, og sjálfráður sonur verður hugsunarlaus.9Hafðu blíðlæti við þitt barn og það mun hræða þig, leik við það svo mun það hryggja þig.10Gamna þér ekki við það, svo þú syrgir ekki með því, og verðir seinast að nísta tönnum.11Lát það ei hafa sinn vilja í ungdæminu, og halt því ei til góða hviklyndið.12Beyg þess háls í æskunni, og gjör þess bak blátt meðan það enn nú er lítið, svo það ekki, þegar það stálpast, verði þér óhlýðið.13Aga þinn son, og legðu þig til við hann, svo þú hafir ei mæðu af hans skömm.
14Betra er að vera fátækur og heilbrigður og hraustur, heldur en ríkur og undir eins kvalinn á líkamanum.15Góð heilsa og heilbrigði er betra en allt gull, og kröftugur líkami betri en mikil auðæfi.16Engin meiri auður er til en heilbrigði líkamans, og enginn fögnuður tekur fram hjartans fögnuði.17Betri er dauði en beiskt líf, en varanlegur sjúkleiki.18Ljúfmeti borið að lokuðum munni—Réttir matar settir á gröf (þess dauða).19Til hvörs gagn er goðinu fórnin? því það getur hvörki etið né lykt fundið.20Svo er þeim varið sem Herrann ofsækir (með sjúkdómi).21Hann sér það með augunum og andvarpar eins og geldingurinn, sem faðmar meyjuna og andvarpar.
22Framsel ei sál þína hryggðinni og pín ei sjálfan þig með þínum hugsunum.23Glaðværð hjartans er mannsins líf, og glaðsinni mannsins er lífsins lenging.24Elska þitt líf, hugga þitt hjarta og halt hryggðinni langt frá þér.25Hryggðin hefir margann drepið og ekkert gagn er að henni.26Öfund og reiði stytta dagana, og hryggðin kemur með ellina fyrir tímann.27Hýrt og glatt hjarta lætur sér annt um sína rétti matar.