Bæn um Guðs hjálp.

1Klögun Davíðs fyrir Drottni yfir Kusk Benjamíníta.2Drottinn minn Guð! eg flý til þín, frelsa mig frá öllum mínum ofsóknurum og bjarga mér,3að þeir ekki sem ljón sundurtæti mig, (mitt líf) meðan þar er enginn sem bjargar.4Drottinn minn Guð! hafi eg til þess unnið, séu rangindi í minni hendi,5hafi eg illa launað þeim sem hafði frið við mig, hafi eg rænt þann sem án saka var minn óvinur,6þá ofsæki mig minn óvinur og nái mér, og niðurtroði mitt líf til jarðar og leggi mína sál í duftið, (málhvíld).7Stattu upp, Drottinn! í þinni reiði, upphef þig gegn æði minna óvina, hraða þér, mér til hjálpar, vakna mér (til liðs) og set rétt.8Fólkið safnist að þér, kom til baka á hæðina sakir þess,9Drottinn dæmir fólkið, dæm þú mig, Drottinn! eftir minni réttvísi, og lát mér vegna eftir mínu sakleysi.10Láttu þó vonsku hinna óguðlegu fá enda, og staðfestu þann réttláta, þú réttláti Guð, sem rannsakar hjörtun og nýrun.11Minn skjöldur er hjá Guði, hann frelsar þá sem eru hreinhjartaðir.12Guð er réttlátur dómari, hann er sá Guð, sem reiðist daglega,13ef maðurinn ekki umvendir sér, þá hvetur hann sitt sverð, spennir sinn boga, og miðar til.14Hann hefur dráps vopn til reiðu honum á móti. Hann gjörir sínar pílur brennandi.15(óguðlegi) gat ranglætið, gekk þungaður með óbótaverk, og fæðir lygi.16Hann hefir grafið gröf og gjört hana djúpa, en hann mun falla í þá gröf sem hann gróf;17honum mun koma í koll hans illska og hans ranglæti yfir hans hvirfil.18Eg skal þakka Drottni eins og hans réttlæti á skilið, (eftir hans réttlæti), og vegsama nafn Drottins hins æðsta.