Spádómar Jeremía, viðvíkjandi útlendum þjóðum, 46–51. kapítula.
Nebúkadnesar vinnur faraó Nekó. Kemur með her í Egyptaland.

1Það orð Drottins sem kom til Jeremía spámanns viðvíkjandi þjóðunum,2viðvíkjandi Egyptalandi, herliði faraós Nekós, kóngs af Egyptalandi, sem stóð við ána Frat, hjá Karkemis, sem Nebúkadnesar, kóngur í Babel, sigraði, á 4ða ári Jójakims Jósía sonar, Júdakóngs.
3Tilreiðið buklara og skildi og farið í stríð!4Spennið hestana fyrir og setjist upp a), reiðmenn! Skipist niður með hjálmum, hvessið spjótin, farið í brynjurnar.5Hví sé eg þá huglausa hopa, og þeirra kappar eru sundurmarðir, og snúast á flótta og líta ekki við? skelfing allt um kring, segir Drottinn.6Ekki kemst sá fljóti undan, og ekki getur sá sterki forðað sér; norður frá, á bökkum árinnar steypast þeir og falla.7Hvör er sá sem kemur þar, eins og áin Níl; eins og röst sé, fer hennar vatn í bylgjum?8Sá egypski kemur eins og áin Níl og líkt straumi belgir vatnið, og segir: eg vil áfram, hylja landið, vinna tjón stöðunum og þeirra innbúum!9Komið hestar, og æðið vagnar, og áfram fari kapparnir, mórlenskir og þeir af Pút, sem bera skildi, og Lydíumenn fara með boga og spenna (þá)!10En hinn sami dagur er Drottni herskaranna, (þeim alvalda) hefndardagur, að hann hefni sín á sínum óvinum; og sverðið svelgir og mettar sig, og verður drukkið af þeirra blóði; þetta er þess alvalda Drottins herskaranna slátrunarfórn í norðursins landi, hjá ánni Frat.11Far til Gileað, þú jungfrú, Egyptalandsdóttir, og sæk smyrsli! forgefins safnar þú læknismeðölum, engin lækning hjálpar þér!12þjóðirnar heyra þína skömm, og jörðin er full af þínu ópi, því kappi steypist ofan á kappa, og báðir falla í einu lagi.
13Það orð sem Drottinn talaði við Jeremía spámann, að Nebúkadnesar, Babelskóngur skyldi koma, til að herja á Egyptaland.14Kunngjörið í Egyptalandi og kunngjörið í Migdol, og kallið í Nof og Takfanes! segið: set þig í stand, útbú þig, því sverðið etur allt, í kringum þig!15Því eru þínir foringjar dottnir? þeir gátu ei staðið, því Drottinn lagði þá við velli.16Hann lætur marga steypast, sá eini fellur yfir annan, og þeir segja: upp! látum oss hverfa til vors fólks; heim í vort land, undan því ofbeldissama sverði!17Þeir kalla þar: faraó, Egyptalandskóngur, er farinn, hann hefir sleppt tækifærinu.18Svo sannarlega sem eg lifi, segir konungurinn, herskaranna Drottinn, er hans nafn: líkur Taber meðal fjallanna, og líkur Karmel við sjóinn kemur hann.19Þú sem býr hér, Egyptalandsdóttir, gjör þér ferðatygi, því Nof verður eydd og brennd, og enginn býr þar.
20Egyptaland er rétt vænn kálfur; slátrarinn kemur; að norðan kemur hann.21Stríðsmálamenn þessa (lands), mitt í því þeir eru sem alikálfar; já, líka snúa þeir baki við, flýja í einu lagi, standa ekki við; því þeirra ólánsdagur kemur yfir þá, þeirra refsingardagur.22Raust þeirra fer áfram sem höggormur, þegar þeir brjótast fram með makt og koma með axir yfir landið, eins og þeir sem höggva við.23Þeir höggva upp þess skóg, segir Drottinn, því um hann verður ekki farið; því þeir eru fleiri en engisprettur, og þeirra er ekkert tal.24Til skammar verður Egyptalandsdóttir, gefin í hönd þjóðinni að norðan.25Drottinn herskaranna Ísraels Guð, segir það: sjá, eg refsa Ammon a) af Ro, og faraó og Egyptalandi og þess Guði og þess kóngi, faraó og þeim sem honum treysta.26Og eg gef þá þeim í hönd, sem eftir þeirra lífi sækjast, og í hönd Nebúkadnesars, kóngs af Babel, og í hönd hans þjóna; en þar eftir skal Egyptaland byggt vera eins og á fyrri tíðum, segir Drottinn.

V. 3. a. Í vagnana eða á hestana. V. 25. a. Æðsti guð egypskra.