Hvörsu Gyðingar voru píndir til að ganga af trúnni.

1Ekki löngu þar eftir sendi kóngurinn gamlan mann b) ateniskan, sem skyldi neyða Gyðinga til að sleppa lögum feðranna og lifa ekki framar eftir Guðs lögmáli.2Líka til þess að saurga musterið í Jerúsalem, og nefna það eftir c) þeim olympiska Júpíter, og það í Garísim (því þeir sem þar áttu heima, voru aðkomnir) eftir Júpíter gestaverndara.3En þung og hörð var fólkinu árás þessarar plágu.4Því musterið var af heiðingjum fyllt svalli og óhófi, þeir iðkuðu þar lauslæti með skækjum og lögðust með konum í þeim helga forgarði, og þar að auki báru þeir þar inn, það sem ei hæfði.5En altarið var fyllt með óleyfilegum (hlutum) sem bannað var í lögmálinu.6Þá gátu menn engan hvíldardag haldið, engar hátíðir feðranna mátti halda helgar, og enginn mátti kannast við að hann væri Gyðingur.7Þeim var nauðgað inn að ganga með harðri hendi á kóngsins burðardag í hvörjum mánuði til fórnarveislu. Og þegar Bakkus d) hátíðin var haldin, vóru Gyðingar neyddir til að ganga með kransa af vínviðarlaufum, Bakkusi til heiðurs.
8Ályktun sú gekk og út til þeirra grisku borga í nágrenninu eftir tillögum Tólómeus, að þær skyldu fara hinu sama fram við Gyðinga, og neyða þá til að vera í fórnarveislunum:9og að þeir skyldu drepa hvörn þann sem ei kysi heldur að ganga yfir í grískan sið. Mátti þá sjá mikla hörmung yfir menn ganga.10Tvær konur voru leiddar fram sem höfðu umskorið syni sína. Þeir bundu þessara börn á þeirra brjóst, og hrintu þeim fram af múrnum.11Nokkrir hlupu í nálæga hellra, til þess leynilega að halda helgan sjöunda daginn; það var sagt Filippus og þeir voru brenndir, því ekki þorðu þeir að verja sig, sakir dýrðar þess helga dags.
12Eg minni nú alla á það sem sjá þessa bók, að þeir ei missi hug, sökum þessara hörmunga, heldur hugsi, að refsingin skyldi þéna, ekki til ófara, heldur til aga voru fólki.13Og að þeir guðlausu verða ei lengi látnir óhegndir, heldur verða skjótt fyrir refsingu, það er vottur mikillrar gæsku.
14Því ekki hefir Drottinn ætlað sér að brúka við oss sama langlundargeð og við aðrar þjóðir, þangað til þær hafa fyllt mælir syndanna,15svo hann ekki að lyktum refsi oss, þegar vorar syndir eru komnar á hæstu tröppu.16Því víkur hans miskunn aldrei frá oss; og þó hann hirti oss með ógæfunni, yfirgefur hann ekki sitt fólk.17Þetta sé oss sagt til eftirþanka, og að þessu fáu frammæltu, verðum vér að hverfa aftur til sögunnar.
18Eleasar, einn af þeim helstu skriftlærðu, komin til áranna, og mjög fríður maður, var neyddur til að eta svínakjöt, og sperrtu þeir upp munninn á honum.19En hann kaus heldur dauðann með frægð, en lífið með skömm, gekk til pyntinganna viljuglega, og lét aftur út úr sér (svínakjötið).20Eins og þeim sæmdi sem einlægir voru í því að varast það af elsku til lífsins, sem ekki er leyfilegt að smakka.21En þeir sem settir voru (til að annast) þær ólöglegu blótveislur, tóku manninn, vegna gamals kunningsskapar, afsíðis, og báðu hann innilega, að hann skyldi láta færa sér kjöt og eta það, sem hann hefði sér sjálfur tilreitt, og láta sem hann æti það fórnarkjöt, er kóngur hefði boðið (að eta),22svo hann með því móti kæmist hjá lífláti, og sökum fornrar vináttu við þá, yrði náðaður.
23En hann sýndi göfuglyndan þenkingarhátt, verðugan sínum aldri og elli og æruverðu hærum, og fallegu breytni frá barnsaldri, einkum sakir Guðs heilaga lögmáls, og þvertók það og sagði, að menn skyldu sem skjótast lífláta sig.24„Því hræsni er ósæmileg mínum aldri, sem ollir því, að margir ungir menn máske leiðast á þá ætlan, að sá níræði Eleasar hafi tekið heiðni,25sömuleiðis afvegaleiðist af mér sökum míns stutta spannarlanga lífs, og eg baki mínum aldri skömm og háðung.26Því jafnvel þó eg komist nú hjá mannahegningu, get eg samt ei, hvörki lífs né liðinn, umflúið hendur þess almáttuga.27Því vil eg, með því að láta lífið með karlmennsku, sýna mig verðugan mínum aldri,28og eftirláta þeim yngri göfuglegt dæmi, að deyja fyrir þau æruverðu og heilögu lög fúslega og með eðallyndi“. Að svo mæltu gekk hann að pyntingatólunum.29En þeir sem höfðu tekið hann afsíðis, umbreyttu þeir nú þeim áður sýnda velvilja í illvilja, þar eð hans áminnsta tal, eins og þeim þótti, væri heimska.30Af því hann vildi nú deyja undir höggum, andvarpaði hann og mælti: Drottni er kunnugt, þeim, sem hefir þá heilögu þekkingu, að þá eg verð laminn, mun líkami minn kenna til undan höggunum, og að eg gat komist hjá lífláti, en að eg þoli slíkt á minni sálu, sakir hans ótta.31Og svo dó þessi maður á þenna hátt, og eftirlét, ei aðeins þeim ungu, heldur og þeim flestu meðal fólksins, eðallyndis dæmi og dyggðar minnis merki.

V. 1. b. Aðr: Ateneus. V. 2. c. Þeim á Olympus búandi. V. 7. d. Vínguð heiðingjanna.