Enn nú sama efni.

1Og Elia gekk fram, spámaður, sem eldur, og hans orð loguðu sem blys.2Hann leiddi hungursneyð yfir þá, og með sinni vandlætingarsemi fækkaði hann þeim.3Fyrir orð Drottins læsti hann himninum, og leiddi sömuleiðis eld þrisvar af himni niður.4Ó hvörsu dýrðlegur varst þú, Elía, fyrir þín undur? og hvör getur hrósað sér af því, að hann sé líkur þér?5sem uppvaktir framliðinn af dauða og (kallaðir) frá undirheimum, fyrir orð hins æðsta,6steyptir kóngum í ógæfu, og göfugum úr þeirra sætum.7Þú, sem á Sínaí heyrðir refsinguna, og á Hóreb hefndarinnar dóm; (1 Kgb. 19),8sem smurðir kónga til endurgjalds og spámenn er eftir þig skyldu koma,9varst uppnuminn í blossanda byl á vagni með eldlegum hestum.10Þú sem varst tiltekinn til að refsa tímunum, að stilla reiðina á undan refsidóminum, að snúa hjarta föðursins til sonarins, og viðrétta aftur Jakobs kynkvíslir.11Sælir eru þeir sem sjá þig, og eru elskunni prýddir!12því, einnig munum vér lifa.
13Þegar Elía huldist bylnum, svo varð Elísa uppfylltur af hans anda, og svo lengi hann lifði, óttaðist hann engan fursta, og enginn gat (við hann ráðið) fengið vald yfir honum.14Enginn hlutur var honum of erfiður, og í gröfinni a) spáði hans líkami.15Meðan hann lifði gjörði hann tákn og þá hann var dáinn furðuverk.16Ei að heldur gjörði fólkið bót, og þeir létu ei af sínum syndum, þar til þeir voru fluttir burt, úr sínu landi, og þeim var tvístrað út um öll lönd.17Og svo varð þá eftir lítil þjóð og fursti af Davíðs húsi.18Nokkrir af þeim gjörðu að sönnu hvað (Guði) var geðþekkt; en aðrir hrúguðu saman syndum.
19Esekías gjörði sína borg rambyggilega og leiddi b) vatn mitt inn í hana, gróf í gegnum klettinn með járni og bjó til díki fyrir vatnið;20Á hans dögum fór Senakerib herför, og sendi Rabsake, og hann lagði af stað, og hóf sína hönd móti Síon, og montaði í sínu yfirlæti.21Þá nötruðu þeirra hjörtu og hendur, og að þeim kom angist, sem að jóðsjúkum konum.22Og þeir kölluðu til Drottins þess miskunnsama, og breiddu út til hans, sínar hendur.23Og sá heilagi í himninum heyrði þá skjótt og frelsaði fyrir hönd Esaía.24Hann laust herbúðir Assýríumanna, og hans engill afmáði þá.25Því Esekías gjörði það sem Drottni vel líkaði, og gekk stöðuglega á vegum Davíðs, föður síns, eins og Esaías kenndi honum, sá mikli spámaður og trúverðugi Sjáandi.26Á hans dögum gekk Sólin til baka; og hann lengdi kóngsins líf.27Í miklum anda sá hann hið síðasta og huggaði þá sorgfullu í Síon.28Allt til eilífðar kunngjörði hann það ókomna og leynda hluti, áður en þeir skeðu.

V. 14. a. Gjörði spámannsverk, þ. e. kraftaverk, 2 Kgb 13,21. V. 19. b. Í textanum stendur: Góg. V. 26. 2 Kgb. 20,9. fl.