Jóas konungur í Júda.

1Sjö ára gamall var Jóas þá hann varð konungur. Á sjöunda ári Jehú varð Jóas kóngur, og 40 ár ríkti hann í Jerúsalem, móðir hans var Siboa frá Bersaba.2Og Jóas gjörði það hvað rétt var fyrir augsýn Drottins, svo lengi sem presturinn Jójada var hans ráðgjafi.3Hæðirnar vóru samt ekki aflagðar; ennþá fórnaði fólkið og brenndi reykelsi á hæðunum.
4Og Jóas sagði við prestana: alla helgaða peninga sem bornir verða í Drottins hús, gjaldgenga peninga a), þá peninga sem hvör og einn eftir efnum b) gefur fyrir sálu sinni, alla peninga sem einhvörjum kemur til hugar að bera í Drottins hús c),5skulu prestarnir taka til sín, hvör af sínum kunningjum og þeir skulu þar með endurbæta allt það hrörlega á húsinu, allt það sem á því finnst hrörlegt.6Og það skeði, að á því 23ja ári sem Jóas ríkti, höfðu prestarnir ekki endurbætt það hrörlega á húsinu.7Þá kallaði Jóas fyrir sig prestinn Jójada og hina prestana og sagði til þeirra: því bætið þér ekki það hrörlega á húsinu? Nú skuluð þér ekki taka við peningum af yðar kunningjum, því til að endurbæta húsið skuluð þér þá af hendi láta.8Þá gengu prestarnir að þeim kostum, að taka ekki við peningum af fólkinu og endurbæta svo ekki það hrörlega á húsinu.9Og presturinn Jójada tók kistu og gjörði gat á lokið og setti hana hægramegin við altarið; þegar einhvör kom í Drottins hús, þá létu prestarnir, sem geymdu dyranna, þar í, alla þá peninga sem bornir vóru í Drottins hús.10Og þegar þeir sáu að mikið af peningum var í kistunni, svo kom kóngsins skrifari og sá æðsti prestur þangað, og þeir bundu saman og töldu alla þá peninga sem fundust í Drottins húsi.11Og þeir gáfu þá vegnu peninga þeim í hönd, sem tóku verkið að sér í Drottins húsi, og tilkvaddir voru; þeir úttöldu þá timburmönnum og byggingamönnum, sem unnu að Drottins húsi,12og múrurum og steinhöggurum, og til að kaupa við og höggna steina, til að endurbæta það hrörlega á Drottins húsi, og til alls sem betala skyldi fyrir hússins endurbót.13Þó voru ei fyrir Drottins hús gjörðar silfurskálar, hnífar, fórnarbollar, básúnur, né nokkur gull- eða silfuráhöld, fyrir þá peninga sem saman höfðu verið bornir í Drottins hús;14heldur fengu menn þá þeim sem verkið höfðu að sér tekið og þeir endurbættu þar fyrir Drottins hús;15Og menn héldu ekki reikning við þá sem við peningunum tóku, til að gjalda þeim sem að verkinu unnu; því þeim var til þess trúað;16En peningar fyrir sekta fórnir og peningar fyrir syndafórnir voru ekki bornir í Drottins hús, því prestarnir áttu þá.
17Um það bil fór Sýrlandskóngur Hasael herför og herjaði á (borgina) Gat, og vann hana. Og Hasael snerist að því að fara móti Jerúsalem.18En Jóas Júdakonungur tók allt það helgaða, sem forfeður hans Jósafat, Jóram og Ahasia, kóngar í Júda höfðu helgað, og það sem hann sjálfur hafði helgað, og allt það gull sem fannst í féhirslum Drottins húss og sendi það Hasael Sýrlandskóngi. Þá hvarf hann frá Jerúsalem.19En hvað meira er að segja um Jóas og allt sem hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga a).20Og hans þegnar tóku sig til og samfórust móti honum, og drápu Jóas í húsinu Millo, þar sem gengið er til Silla.21Hans þegnar Jósakar Simeatssonur, og Jósabad Somerssonur, unnu á honum, svo hann dó, og hann var jarðaður hjá feðrum sínum í Davíðsborg, og Amasia sonur hans varð kóngur í hans stað b).

V. 4. a. Gen. 23,16. b. Eða mati sbr. Lev. 27,3. fl. c. Ex. 25,2. 35,5. 2 Kron. 24,6. V. 15. Kap. 22,7. V. 19. a. 2 Kron. 24,1. V. 21. b. 14,1.