Huggunarsálmur.

1Til hljóðfærameistarans, fyrir Jedutuna. Asafs söngur.2Eg hrópa til Guðs og bið, eg kalla til Guðs, og hann mun leggja við eyrað.3Á mínum mæðudegi leita eg Drottins, mín hönd er útrétt á nóttunni, og þreytist ekki; mín sæl færist undan huggun.4Eg hugsa til Guðs og andvarpa, ígrunda, og minn andi vanmegnaðist. (Málhvíld).5Þú heldur mínum augum vakandi, eg er áhyggjufullur og tala ekki.6Eg hugsa til fyrri daganna, og þeirra ára sem fyrir löngu eru liðin.7Eg hugsa til míns lofsöngs á nóttunni, og ígrunda í mínu hjarta, minn andi rannsakar:8ætla að Drottinn útskúfi þá eilíflega? og hafi aldrei meir velþóknan á oss?9Hefir hans miskunn að eilífu fengið enda? bregðast hans fyrirheit frá kyni til kyns?10Hefir Guð gleymt sinni náð? ellegar hefir hann falið sína miskunnsemi með reiði? (Málhvíld).
11Þá sagði eg: þetta er minn breyskleiki. Í hendi hins æðsta er að umbreyta þessu.12Eg vil minnast á verkin Drottins! já, eg skal muna til undranna á fyrri tíðum.13Eg skal yfirvega öll þín verk og hugsa um þínar framkvæmdir.14Ó Guð! heilagir eru þínir vegir, hvör Guð er svo mikill sem (vor) Guð?15Þú ert sá Guð, sem gjörir dásemdarverkin? þú hefir kunngjört þinn mátt meðal fólksins.16Þú frelsaðir þitt fólk með þínum sterka armi, Jakobs og Jóseps börn.17Vötnin sáu þig, Guð! vötnin sáu þig og bifuðust; já! undirdjúpin skulfu.18Skýin úthelltu vatni, í himninum tók undir af þrumunum; þínar örvar flugu.19Reiðarslög dunuðu í loftinu, eldingar upplýstu jarðríkið, jörðin skalf og nötraði.20Um hafið lá þín leið, og þinn stígur um mikið vatn, og þín spor sáust ekki.21Þú leiddir þitt fólk, eins og hjörð með Mósis og Arons hönd.