Niðurlæging Babelsborgar.

1Stíg niður, og sit í duftinu, þú Babelsmær! Sit þú á jörðinni hásætislaus, þú Kaldeadóttir! Því þú munt eigi framar kölluð verða „hin lystilega og látprúða“.2Tak kvernina, og mala mjölið; bregð burt skýlu þinni, lát upp klæðafald þinn, gjör beran fótlegg þinn, og vatt yfir fljótin!3Blygðun þín skal verða opinber og þín svívirðing augsýnileg; eg vil hefna mín á þér, og engi grið gefa.4(„Vor frelsari! Drottinn allsherjar er hans nafn; hinn heilagi Guð Ísraels!)5Sit þú kyrr, og gakk inn í myrkrið (myrkvastofuna), þú Kaldeadóttir, því þú skalt ekki framar kölluð verða „drottning konungaríkjanna“.6Eg var reiður orðinn mínum lýð, og því fór eg með þessa mína eiginlega eign, eins og væri hún óheilög, og seldi hana í hendur þér. En þú sýndir þeim enga miskunnsemi: þú lést ok þitt leggjast mjög þungt á gamalmennin.7Þú sagðir: „eg skal vera drottning um aldur og ævi“; svo skeytingarlaus varstu um hag þinn, og hugsaðir ekki um, hvörnig síðar mundi fara.8Heyr nú þetta þá, þú hin sællífa, er situr andvaralaus, þú sem sagðir í þínu hjarta: „eg ein stend, en engi borg önnur; eg skal aldrei verða ekkja, og aldrei reyna, hvað það er að vera barnlaus“.9En hvörttveggja þetta skal þér að hendi bera skyndilega á einum degi, að þú skalt bæði verða ekkja og barnlaus; því þeir (óvinirnir) munu vaða upp á þig algjörlega, sökum þinna margvíslegu galdra og stórmiklu töfra.10Þú varst andvaralaus mitt í vonsku þinni, og sagðir með sjálfri þér: „enginn sér til mín“; viska þín og kunnátta hefir leitt þig afvega, svo þú sagðir í þínu hjarta: „eg ein stend, en engi borg önnur“.11Þess vegna skal ógæfan yfir þig koma, svo að þú skalt ekki vita, hvar hún upp rennur; sú eymd mun yfir þig falla, að þú skalt ekki fá afstýrt með nokkurri friðarfórn; skyndilegt tjón skal yfir þig koma, þegar minnst varir.12Kom þú nú með töfra þína, og með hina margvíslegu galdra þína, sem þú hefir stundað með allri elju í frá barnæsku þinni; má vera, þú getir eitthvað áunnið: má vera, þú fáir þá mótstöðu veitt.13Til einskis leitar þú í margra bragða. Komi þeir nú, sem þekkja himintunglaganginn, skoða stjörnurnar, og spá eftir tunglkomum, og frelsi þeir þig nú frá því, sem yfir þig á að koma.14Sjá, þeir eru sem hálmleggir, þeir er í eldi brenna; þeir geta ekki bjargað lífi sjálfra sín úr loganum; því það verður ekki glóð til að orna sér við, eða eldur til að sitja við.15Þannig mun fyrir þeim fara, sem þú hefir mæðst fyrir, þeim sem þú hefir haft einhvör mök við: þeir þjóta í sína áttina hvör, og enginn verður til að hjálpa þér.

V. 1. Babels mær, þ. e. Babelsborg; Kaldeadóttir merkir það sama, eða Kaldealand. V. 4. Er orð spámannsins sjálfs, sem lofar Guð fyrir hans hótanir gegn Babelsborg.