Esekíel bendir til , hvörsu Sedekías konungur skyldi flýja um nótt frá Jerúsalem, og Gyðingar verða herleiddir, 1–16; afmálar hörmung og neyð hinna umsetnu Gyðinga á undan herleiðingunni, 17–20; hrindir spotti hinna vantrúuðu, sem héldu að Guðs hótanir mundu ekki rætast, 21–28.

1Orð Drottins útgekk til mín svolátandi:2mannsins son, þú býr á meðal þvermóðskufulls lýðs, sem hefir augu til að sjá með, en sér þó ekki, eyru til að heyra með, en heyrir þó ekki; svo þverúðarfullur er þessi lýður.3Þú mannsins son, halt á búnaði þínum, og far af stað í augsýn þeirra á björtum degi; þú skalt flytja burt þaðan sem þú býr, að þeim ásjáendum, og fara eitthvað annað; því vera má, að þeir vakni við þetta, þó þeir séu þverúðarfullir.4Þú skalt færa út föng þín, svo sem annan flutningsfarangur, í augsýn þeirra á björtum degi, en sjálfur skaltu fara út um kvöldið að þeim ásjáendum, eins og þá útlegðarmenn flýja úr landi burt.5Þú skalt brjóta hlið á vegginn í augsýn þeirra, og færa föng þín þar út um;6þú skalt lyfta þeim á bak þér fyrir augum þeirra, og bera þau út í rökkrinu; þú skalt byrgja fyrir andlit þitt, svo þú sjáir ekki landið: því eg hefi ætlað þig til að vera fyrirmyndarteikn fyrir Ísraelslýð.7Eg gjörði sem mér var boðið: eg bar út föng mín, svo sem annan flutnings farangur, á björtum degi; um kvöldið braut eg hlið á vegnum með hendi minni, og bar burt föng mín í rökkrinu á baki mér fyrir allra augum.8Morguninn eftir út gekk orð Drottins til mín svolátandi:9þú mannsins son, hafa ekki Ísraelsmenn, þessi þverbrotna kynslóð, spurt þig, hvað þetta eigi að þýða?10Þú skalt svara þeim: Svo segir Drottinn alvaldur: þessi byrði merkir höfðingjann í Jerúsalem, og alla Ísraelsmenn, sem þar búa;11seg enn fremur: eg em fyrirmyndarteikn fyrir yður; það sem eg hefi hér gjört, skal fram við þá koma: þeir skulu fara í útlegð, sem herleiddir menn;12landshöfðingi þeirra skal út fara í myrkri með bagga á baki; hlið skal brotið verða á vegginn, til að koma honum þar út um: hann skal byrgja sitt andlit, svo hann ekki nái að renna auga til landsins.13En eg mun kasta yfir hann neti mínu, svo hann skal veiddur verða í mínum veiðarfærum; eg skal flytja hann til Babels í Kaldealandi, það land skal hann ekki sjá, og þó skal hann þar deyja a);14öllum þeim, sem eru í kringum hann, fulltingjurum hans og hans gjörvöllum herflokkum mun eg tvístra í allar áttir, og vera á hælum þeim með brugðnu sverði.15Þeir skulu þá viðkannast, að eg em Drottinn, þegar eg tvístra þeim meðal þjóðanna, og dreifi þeim út um löndin.16Fáeina af þeim vil eg láta undankomast undan sverðinu, hungrinu og drepsóttinni, til þess að þeir kunngjöri allar sínar svívirðingar meðal þeirra þjóða, sem þeir koma til, svo þær viðurkenni, að eg em Drottinn.
17Ennfremur talaði Drottinn til mín svolátandi orðum:18þú mannsins son, et þitt brauð með hræðslu, og drekk þitt vatn með skjálfta og angist,19og seg til fólksins í landinu: Svo segir Drottinn alvaldur um þá sem búa í Jerúsalem í Ísraelslandi: þeir skulu eta brauð sitt með hugarangri, og drekka sitt vatn með hryllingi; því landið skal sviptast öllum sínum gæðum, fyrir sakir þeirrar rangsleitni, er allir þess innbúar í frammi hafa;20byggðar borgir skulu í eyði leggjast, og landið að öræfum verða. Þá skulu þeir viðkannast, að eg em Drottinn.
21Ennfremur talaði Drottinn til mín þessum orðum:22þú mannsins son, hvört er það orðtak, sem þér hafið um Ísraelsland, er þér segið: tíminn dregst, allir spádómar eru marklausir?23Seg þar fyrir til þeirra: Svo segir Drottinn alvaldur: eg mun gjöra enda á þessari spélni, og slíkt orðtak skal ekki framar stað hafa í Ísrael. Seg þeim þar í móti: tíminn er nálægur, sjónirnar rætast;24því hér eftir skal engin hégómasýn eða hræsnisspádómur stað hafa meðal Ísraelsmanna;25því að eg Drottinn tala: það orðið, sem eg tala, það skal rætast, og þar skal enginn frestur á verða; já, á yðar dögum, þú mótsnúna kynslóð, skal eg tala orðið og framkvæma það, segir Drottinn alvaldur.26En fremur talaði Drottinn til mín á þessa leið:27þú mannsins son, sjá! Ísraelsmenn segja: hún á sér langan langan aldur, sú sýn, er þessi maður sér, hann spáir langt fram í ókomnar tíðir.28Þar fyrir seg þeim: Svo segir Drottinn alvaldur: á öngvu mínu orði skal lengur frestur verða; það orð, sem eg tala, skal verða framgengt, segir Drottinn alvaldur.

V. 13. a. Um það, hvörsu Sedekías Júdakóngur flúði út af borginni, varð aftur handtekinn, blindaður og fluttur burt til Babýlonar, sjá Jer. 39,4–7.