Manasse og Amon, Júdakóngar.

1Tólf ára gamall var Manasse þá hann varð kóngur og 55 ár ríkti hann í Jerúsalem, en móðir hans hét Hessíba.2Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, líkt viðurstyggð þjóðanna sem Drottinn hafði rekið burt frá Ísraels sonum.3Og hann byggði aftur þær hæðir, sem Esekía faðir hans hafði afmáð, hann reisti Baal altari, gjörði blótlunda, eins og Akab Ísraelskóngur hafði gjört, og tilbað allan himinsins her og þjónaði honum.4Og hann byggði altari í Drottins húsi, um hvört Drottinn hafði sagt: í Jerúsalem vil eg setja mitt nafn a).5Og hann byggði altari öllum himinsins her í báðum forgörðunum Drottins húss.6Og hann fórnfærði syni sínum á eldi, fór með kukl og teiknaútþýðingar, setti menn til að leita frétta af dauðum og fjölkynngismenn, og aðhafðist margt illt fyrir Drottins augliti, honum til móðgunar.7Og hann setti blótskógarskurðgoð (Astarte bílæti), er hann hafði gjört, í það hús, um hvört Drottinn hafði sagt við Davíð og hans son Salómon: í þessu húsi og í Jerúsalem, sem eg hefi valið af öllum Ísraels ættkvíslum, vil eg setja nafn mitt að eilífu.8Og eg vil ei framar láta Ísraels fót ganga úr landinu, sem eg gaf þeirra feðrum, ef þeir gefa því gaum að breyta algjörlega eins og eg hefi boðið þeim, og eftir öllum þeim lögum, sem Móses minn þénari bauð þeim.9En þeir hlýddu ekki, og Manasse leiddi þá afvega, svo þeir breyttu verr, en þær þjóðir sem Drottinn hafði afmáð frá Ísraelssonum.
10Og Drottinn talaði fyrir sína þénara, spámennina og mælti:11sakir þess að Manasse Júdakóngur b) hefir aðhafst þessa viðurstyggð, verri en allt það sem Amorítar hafa gjört, sem á undan honum vóru, og með sínum skurðgoðum komið Ísrael til að syndga:12því segir Drottinn Ísraels Guð svo: sjá! eg leiði ólukku yfir Jerúsalem og Júda, svo að hvörjum sem heyrir, skal fyrir báðum eyrum gella.13Eg vil draga yfir Jerúsalem Samaríu mælivað, og Akabs blýlóð, og sópa Jerúsalem burt, eins og menn sópa af diskum; þá menn hafa það gjört, hvolfa menn þeim.14Og eg yfirgef leifar minnar eignar, og gef þá í hönd þeirra óvinum, að þeir verði rán og rupl allra sinna óvina;15vegna þess þeir hafa aðhafst það sem mér illa líkaði og móðgað mig, frá þeim degi að eg flutti þá úr Egyptalandi allt til þessa dags.16Líka úthellti Manasse miklu saklausu blóði, þangað til að hann fyllti Jerúsalem með því, frá einum enda til annars, auk þess að hann með sínum syndum kom Ísrael til að syndga, svo þeir gjörðu það sem Drottni illa líkaði.17En hvað meira er af Manasse að segja og öllu sem hann gjörði, og hans syndum er hann drýgði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga.18Og Manasse lagðist hjá sínum feðrum og var grafinn í jurtagarðinum hjá sínu húsi, í garði Usa; og Amon hans son varð kóngur í hans stað c).19Amon hafði tvo um tvítugt þá hann varð kóngur, og ríkti tvö ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Mesúlemet d), var dóttir Harus frá Jótba.20Hann aðhafðist það sem Drottni illa líkaði, eins og Manasse faðir hans hafði gjört,21og gekk algjörlega á þeim vegum sem faðir hans hafði gengið, og þjónaði goðum sem faðir hans hafði þjónað, og tilbað þau,22og yfirgaf Drottin, sinna feðra Guð, og gekk ekki á vegum Drottins.23Og Amons þegnar samfórust móti honum, og drápu kónginn í hans húsi.24En landsfólkið drap alla þá samsvörnu móti Amon kóngi, og landsfólkið gjörði Jósia hans son að kóngi í hans stað.25En hvað meira er að segja um Amon, hvað hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga.26Og menn grófu hann í hans gröf í garði Usa, og Jósia hans son varð kóngur í hans stað a).

V. 1. 2 Kron. 33,1. V. 3. 17,16. 1 Kóng. 16,30.33. V. 4. a. Devt. 12,5. 1 Kóng. 8,29. V. 6. Lev. 18,21. 20,2. V. 11. b. Jer. 15,4. V. 12. Jer. 19,3. V. 16. 24,4. V. 17. 2. Kron. 33,1.–20. V. 18. c. 1 Kron. 3,14. V. 19. d. 2 Kron. 33,21. V. 25. 2 Kron. 33,21. fl. V. 26. a. 2 Kron. 3,14.