Niðjar Davíðs. Sbr. 2 Sam. 3. 5. 12. 13. 1 Kóng. 11.

1Þessir voru synir Davíðs, sem honum fæddust í Hebron: sá frumgetni Amnon af Abínóam, Jesreelítinnunni; sá annar Daníel af Abígael frá Karmel.2Sá þriðji Absalon, sonur Maaka, dóttir Talmais kóngs í Gesúr; sá fjórði Adonía sonur Hagits;3sá fimmti Safatía af Abítal, sá sjötti Jitream, af Eglu konu hans.4Sex fæddust honum í Hebron; og hann ríkti þar 7 ár og 6 mánuði, og 33 ár ríkti hann í Jerúsalem.5Og þessir fæddust honum í Jerúsalem: Símea og Sóbab og Natan og Salómon, fjórir af Batsua (Batseba) dóttur Ammíels,6Jibehar og Elísama og Elifelet,7og Noga og Nefeg og Jasia,8og Elísama og Eljada og Elífelet, níu;9allir synir Davíðs, auk sona hjákonanna. Og Tamar var þeirra systir.10Og Salómons son var Róbóam, hans son Abja, hans son Assa, hans son Jósafat,11hans son Jóram, hans son Ahasia, hans son Jóas,12hans son Amasia, hans son Asaría, hans son Jótam,13hans son Akas, hans son Sesekia (Hiski), hans son Manasse,14hans son Amon, hans son Jósia,15Jósia synir voru: sá frumgetni Jóhanan, sá annar Jójakím, sá þriðji Sedekja, sá fjórði Sallum.16Og synir Jójakims: hans son Jekonía, hans son Sedekía.17og synir Jekonias, þess hertekna: hans son Sealtíel,18og Malkíram og Fedaja og Senasar, Jekamia, Hósama og Nedeabia;19og synir Fedaja: Serúbabel og Símei. Og sonur Serúbabels: Mesulam og Hanania og Selomit þeirra systir,20og Hasúba og Ohel og Berekja og Hasadia, Jusabhesed, fimm.21Og Hananíu synir: Platia og Jesaja, synir Refaias, synir Arnans, synir Óbadías, synir Sekanjas.22Og synir Sekanias: Semaja. Og synir Semajas: Hatus og Jigal og Barja og Nearja og Safat, sex.23Og synir Nearjas: Elioenai og Hiskia og Asríkam, þrír.24Og synir Elioenai: Hodaia og Eliasib og Plaja og Akub og Johanan og Delaja og Anani, þeir sjö.