Lambið opnar 7da innsiglið. Englar með sjö básúnum: sá 1ti, 2ar, 3ji og 4ði engill básúnar.

1En þegar lambið opnaði sjöunda innsiglið, varð þögn á himni hér um bil hálfa stund.
2Þá sá eg sjö engla, sem stóðu frammi fyrir Guði; þeim voru fengnar sjö básúnur.3Þá kom annar engill og f) staðnæmdist við altarið, hann hélt g) á gulllegu reykelsiskeri; honum var fengið mikið af reykelsi, til þess að brenna því á því gulllega altari, sem var frammi fyrir hásætinu, meðan allir heilagir væru að biðjast fyrir;4og undir bænum heilagra sté reykurinn af reykelsinu úr hendi engilsins fram fyrir Guð.5Síðan tók engillinn reykelsiskerið, fyllti það með eldi af altarinu, og varpaði því ofan á jörðina; urðu þá gnýhljóð og þrumur og eldingar og landskjálfti.6Þeir sjö englar, sem héldu á þeim sjö básúnum, bjuggu sig þá til að blása.
7Þegar sá fyrsti básúnaði, varð hagl og eldur blóði blandað, og dundi ofan á jörðina; þá brann þriðjungur jarðarinnar og þriðjungur trjánna og allt grængresi.8Þegar annar engillinn básúnaði, féll ofan í sjóinn líka sem stórt fjall, logandi af eldi, og þá varð þriðjungur sjávarins að blóði;9dó þá þriðjungur lifandi skepna í sjónum, og þriðjungur skipanna fórst.10Þegar þriðji engillinn básúnaði, féll af himni stór stjarna, logandi sem blys, og datt yfir þriðjung ánna og yfir uppsprettur vatnanna.11Þessi stjarna hét R e m m a; þá varð þriðjungur vatnanna rammur, og margir menn dóu af því, að vötnin voru beisk orðin.12Þegar fjórði engillinn básúnaði, varð lostinn þriðjungur sólarinnar og tunglsins og stjarnanna, svo að þau formyrkvuðust um þriðjung, og dagurinn missti þriðjung sinnar birtu, og nóttin sömuleiðis.13Síðan sá eg og heyrði einn örn fljúga um miðhimininn, hann kallaði hárri röddu: vei, vei, vei! þeim, sem á jörðu búa, vegna lúðursþyts hinna þriggja engla, sem hér eftir munu básúna.

V. 2. 1 Kor. 15,52. V. 3. f. Kap. 6,9. 9,13. 14,18. g. Kap. 5,8. V. 4. Post. g. b. 10,4. V. 10. Kap. 9,1. V. 13. Kap. 9,12. 11,14. 15,1.