Jósep dreymir—er seldur mansali af bræðrum sínum.

1Og Jakob bjó í því landi, hvar faðir hans hafði verið, í Kanaanslandi.2Þetta er Jakobs saga: Jósep var 17 ára gamall þá hann gætti sauða með bræðrum sínum; en hann var sveinn með sonum Bilu og sonum Silpu, sem voru hjákonur föður hans. Og Jósep sagði föður sínum frá þeirra vonda rikti.3En Ísrael elskaði Jósep meir en alla sína syni, því hann hafði átt hann í elli sinni; og hann gjörði honum mislitan kyrtil.4En sem bræður hans sáu, að faðir þeirra elskaði hann meir en alla hans bræður, hötuðu þeir hann, og gátu ei talað við hann vinsamlegt orð.
5Og Jósep dreymdi draum, og sagði hann bræðrum sínum; þeir hötuðu hann því meir.6Og hann sagði við þá: heyrið þó þennan draum, sem mig dreymdi!7sjá! vér bundum vor kornbindi á akrinum, og mitt kornbindi reisti sig upp og stóð, og yðar kornbindi sneru sér að og lutu mínu kornbindi.8Þá sögðu bræður hans við hann: munt þú verða kóngur yfir oss, munt þú drottna yfir oss? og þeir hötuðu hann því meir, bæði sakir draumsins og hans orða.9Hann dreymdi aftur annan draum, og hann sagði bræðrum sínum líka, og mælti: mig hefur aftur dreymt draum, og sjá! sólin, tunglið og ellefu stjörnur lutu mér.10Hann sagði þennan draum föður sínum og bræðrum sínum, en faðir hans ávítti hann og sagði: hvaða draumur er þetta sem þig hefur dreymt? eigum vér að koma, eg og móðir þín og bræður þínir og falla fram fyrir þér?11Og hans bræður öfunduðu hann; en faðir hans geymdi þetta hjá sér.
12Og bræður hans fóru að halda hjörðum föður síns á haga í Sikem.13Þá mælti Ísrael við Jósep: hafa ekki bræður þínir hjörðina á beit í Sikem? heyrðu! Eg ætla að senda þig til þeirra! og hann svaraði: hér em eg!14Og hann sagði til hans: far þú þá, og vit þú hvert bræðrum þínum líður vel og hjörðinni, og láttu mig svo vita það! Og síðan sendi hann Jósep úr dalnum Hebron; og hann fór til Sikem.15Þá hitti hann maður nokkur ,og sjá! hann villtist á mörkinni; og maðurinn spurði hann og mælti: að hverju leitar þú?16Hann svaraði: eg leita að bræðrum mínum; segðu mér, hvar eru þeir með hjörðina.17Og maðurinn sagði: þeir eru farnir héðan, því eg heyrði þá segja: vér skulum fara til Dotan! Og Jósep fór eftir bræðrum sínum og fann þá í Dotan;18Og þeir sáu hann álengdar, og áður en hann nálægðist, tóku þeir saman ráð sín, að deyða hann.19Og þeir sögðu hver við annan: hana! þarna kemur draumamaðurinn!20Gott og vel! vér skulum drepa hann, og kasta honum í gryfju, og svo segjum vér: villudýr hefur etið hann, þá skulum vér sjá hvað úr draumum hans verður.21Og Rúben heyrði það og frelsaði hann úr þeirra höndum og mælti: ekki skulum vér slá hann í hel!22og Rúben talaði þetta enn framar við þá: úthellið ekki blóði, kastið honum í þessa gröf hér á eyðimörkinni, leggið ekki hönd á hann—því hann ætlaði sér að frelsa hann úr þeirra höndum og færa hann aftur föður sínum.23Og það skeði þá Jósep kom til bræðra sinna, að þeir færðu hann úr þeim mislita kirtli sem hann var í,24tóku hann og köstuðu í gryfjuna; en gryfjan var tóm, ekkert vatn í henni.25Og þeir settust niður að eta. En sem þeim varð litið við, sáu þeir Ísmaelita lest, er kom frá Gileað og úlfaldar þeirra báru reykelsi, balsam og myrru; þeir ætluðu með þetta til Egyptalands.26Þá mælti Júda við bræður sína: hvað stoðar það að vér drepum bróður vorn, og felum hans blóð?27Komið! vér skulum selja hann Ísmaelitum, en ekki leggja hönd á hann, því hann er vor bróðir, vort hold. Og hans bræður hlýddu þessu.28Og þá Midianítarnir, sem voru kaupmenn, fóru þar framhjá, drógu þeir bræður Jósep upp úr gryfjunni, og seldu hann Ísmaelitunum fyrir 20 sikla silfurs, en þeir fóru með Jósep til Egyptalands.29Og er Rúben kom aftur að gryfjunni, sjá! þá var Jósep þar ekki, og hann reif sín klæði.30Og hann gekk aftur til sinna bræðra, og mælti: sveinninn er þar ekki, og eg, hvað á eg af mér að gjöra?
31Þá tóku þeir Jóseps kyrtil, skáru geithafur, og velktu kyrtilinn í hans blóði,32Og sendu þann mislita kyrtil föður sínum, og létu þessa orðsending fylgja: þetta höfum vér fundið, gáðu að hvert það muni vera kirtill sonar þíns eða ekki.33Og hann þekkti hann og mælti: þetta er kyrtill sonar míns! villudýr hefur etið hann, Jósep er sundurrifinn!34Og Jakob reif sín klæði, og lagði sekk um sínar lendar og harmaði son sinn lengi.35Og allir synir hans, og allar dætur hans tóku sig til að hugga hann; en hann vildi ekki huggast láta og sagði: eg mun fara með harmi til sonar míns í gröfina (til helju) og svo grét faðir hans hann.36En Midíanitar seldu Jósep í Egyptalandi, Potifar, kóngsins dróttseta og herforingja.