1Og hvör mun mettast af því að skoða hans dýrð, viðhöfn hæðarinnar, þá kláru festingu, útlit himinsins í dýrðarinnar útliti.2Sólin, þá hún sýnir sig, kunngjörir í (sinni) uppgöngu, furðanlegt verkfæri, verk hins æðsta.3Á miðdegi sínu skrælir hún landið; og hvör getur staðist hennar hita?4Í ofninn blása menn, við a) hita verkin; þrefalt sterkar brennir sólin fjöllin; hún andar á (allt) eldlegum dampa, og sendandi frá sér skínandi geisla, blundar hún augun.5Mikill er sá Drottinn er hana skóp, og að hvörs boði hún skundar (sína) leið!
6Tunglið sömuleiðis (passar) í öllu sína tíð, auglýsir tíma, og aldarinnar teikn.7Frá tunglinu eru hátíðamerkin, þess ljós rénar þangað til það þrýtur algjörlega.8Af því hefir mánuðurinn sitt nafn, það vex furðanlega til skiptis.9Verkfæri herskaranna í hæðinni lýsir það á festingu himinsins, skín það í festingu himinsins.10Himinsins fegurð er ljómi stjarnanna, skínandi heimur á hæð Drottins.11Eftir boði ens heilaga standa þær (stjörnurnar) í röð, og verða ei þreyttar að halda vörð.12Sjá (regn)bogann, og lofa hans Skapara, mjög fagur er hann í sínum ljómandi litum!13Hann umkringir himininn með sínum dýrðlega hring; hendur ens æðsta hafa hann spennt (þanið).
14Eftir sinni tilskipan lætur hann snjóinn hraða sér niður á við, og sendir skyndilega sínar hegnandi eldingar.15Þar af opnast fjársjóðir (himinsins), og skýin fljúga burt, sem fuglar.16Með sínum krafti þéttir hann skýin, og sundurmuldir haglsteinar falla niður.17Fyrir hans sjón bifast fjöllin.18Að hans vilja blæs sunnanvindurinn.19Raust hans reiðarslags hræðir jörðina, og norðanstormurinn og hvirfilbylurinn. Hann stráir snjó sem niðurfljúgandi fuglum; og hann (snjórinn) fellur eins og þá engisprettur setjast niður.20Augað dáist að fegurð hans hvítleika, og hjartað furðar sig á hans regni.21Hélu, sem salti, stráir hann á jörðina, og þegar frýs, svo myndast oddhvassir frostdinglar.22Þegar sá kaldi norðanvindur blæs, leggur ís á vatn: á sérhvört vatnasamsafn leggur hann sig, og færir vatnið sem í brynju.23Hann eyðir fjöllum, brennir öræfin og afmáir grængresi sem eldur.24Til lækningar öllu kemur þokan skjótt, dögg sú sem kemur ofan á hita, hún endurnærir.25Með sínu boði kom hann hafinu í ró, og gróðursetti þar a) eyjar.26Þeir sem fara á skipum yfir hafið, segja frá þess hættum, og á þess víðindi heyrum vér með undran.27Þar eru þau óvenjulegu og furðanlegu verk, margbreytni af alls lags dýrum, hvalfiskakynið.28Honum er að þakka að ferðin heppnast loksins vel. Fyrir hans orð standast allir hlutir.29Svo mikið vér tölum, komunst vér ei að því (með orðum). Þetta er ágrip orðanna: Hann er allt.30Hvörnig getum vér hann vegsamað? því hann er meiri enn öll hans verk.31Óttalegur er Drottinn og harla mikill og furðanlegt hans veldi.
32Vegsamið Drottin og hefjið hann, svo hátt sem þér getið; hann er samt enn hærri.33Hefjið hann af öllum mætti, þreytist ekki!34Þér munuð samt ekki ná til hans.35Hvör sá hann, að hann geti honum lýst? og hvör vegsamar hann eins og hann er?36Margt hulið er meir enn þetta; því vér sjáum það minnsta af hans verkum.37Því Drottinn hefir skapað allt og þeim guðræknu hefir hann lánað vísdóm.

V. 4. a. Þegar eitthvað skal gjöra, hvar til mikill hiti útheimtist. V. 25. a. (Nokkrir lesa fyrir Nesus, Jesus). V. 18. Eiginl. fyllti hans höndur, gaf í hönd embættið.