Ýmisleg sannmæli.

1Vitur sonur gleður sinn föður, en fávís sonur er raun móður sinnar,2rangfengið fé stoðar ekki, en réttlæti frelsar frá dauðanum.3Drottinn lætur ei sálu hins réttláta hungra, en hann seður ekki græðgi hinna óguðlegu.4Snauður verður sá sem erfiðar með slakri hönd; en hönd hins iðjusama gjörir hann ríkan.5Sá sem safnar á sumrinu er framsýnn sonur; en sá sem sefur fast á uppskerutímanum er slæmur sonur,6blessan er yfir höfði hins réttláta, en ofbeldi afturbyrgir munn hinna óguðlegu.7Minning réttlátra er í blessan, en nafn óguðrækinna fúnar.8Sá sem er hygginn af hjarta, meðtekur boðorðin; en varanna heimska steypir í glötun.9Sá sem ráðvandlega gengur, hann gengur óhult, en sá eð rangsnýr sínum vegum, mun uppvís verða,10hvör sem deplar með augunum, sá ollir mæðu, og varanna heimska steypir í ólukku.11Munnur hins réttláta er lífsins uppspretta, en ofbeldi afturbyrgir munn hinna óguðlegu,12hatur vekur deilur, en kærleikurinn dregur fjöður yfir allar yfirtroðslur.13Á vörum hins hyggna finnst vísdómur; en baki hins fávísa hæfir vöndurinn.14Þeir vísu fara spart með sína þekkingu, en heimskingjans munnur getur ei þagað.15Auður hins ríka er honum vígi, en fátækt hinna snauðu er þeirra hrun,16erfiði réttlátra er til lífsins, inntekt óguðlegra er til falls.17Að muna til uppfræðingarinnar er vegurinn til lífsins, en en sá villist sem yfirgefur umvöndunina.18Sá sem dylur hatur, hefir lygavarir, og sá sem útbreiðir vont rikti, hann er dári.19Hvar mörg orð eru töluð, vantar ekki yfirtroðslur, en sá er hygginn sem fer spart með sinn munn.20Tunga hins réttláta er útvalið silfur, en hjarta hins óguðlega er einkisvert.21Varir réttlátra eru margra atvinna, en dárarnir deyja af heimsku.22Drottins blessa hún auðgar, bætir ei mæðu þar við.23Dáranum er það gaman, að hann gjörir skammarlegt verk, en vísdómur, þeim framsýna manni.24Það sem sá óguðlegi hræðist, mun yfir hann koma, Guð mun gefa þeim réttlátu það sem þeir girnast.25Eins og hvirfilvindur, svo er sá óguðlegi ekki framar, en hinn réttláti hefir eilífan grundvöll.26Það sem edik er fyrir tönnurnar, og reykur fyrir augun, það er hinn lati fyrir þá sem hann senda.27Ótti Drottins lengir lífdagana, en ár óguðlegra styttast.28Eftirbið réttlátra er fögnuður, en von óguðlegra fyrirferst.29Drottins vegur, (trúin) er vígi hins réttfinnanda, en skelfing fyrir þá sem órétt aðhafast.30Sá réttláti bifast ekki að eilífu, en þeir óguðlegu skulu ekki búa í landinu.31Munnur hins réttláta framber vísdóm, en falskar tungur skulu upprættar verða.32Varir hins réttláta þekkja aðeins það þægilega; en munnur hinna óguðlegu það fráleita.