Hátíðafórnir ítrekast.

1Í mánuðinum 7da á 1ta degi mánaðarins skal vera heilög samkoma hjá yður, megið þér þá ekkert við stritvinnu fást; lúðrahljómur skal þá heyrast meðal yðar;2sem brennifórn Drottni til sæts ilms skuluð þér framreiða: ungan uxa, hrút og 7 ársgömul lýtalaus hrútlömb,3sömuleiðis samsvarandi matfórn, af hveitimjöli viðsmjöri menguðu, þrjá 10u parta af efa með uxanum, tvo 10du parta með hrútnum4og einn 10a part með sérhvörju af þeim 7 lömbum;5þar að auki einn geithafur til syndafórnar, til að friðþægja fyrir yður;6hér að auk tunglkomubrennifórnina ásamt samsvarandi matfórn, og daglegu brennifórnina ásamt samsvarandi mat- og drykkjarfórn, á venjulegan hátt; skal það vera eldfórn Drottni til sæts ilms.7Á 10a degi í þessum sama sjöunda mánuði a) skal vera hjá yður heilög samkoma og þér þjá yðar sálir b), megið þið þá ekkert við vinnu fást,8skuluð þér þá færa brennifórn Drottni til sæts ilms: ungan uxa, hrút, 7 ársgömul hrútlömb, sem skulu vera lýtalaus;9sömuleiðis samsvarandi matfórn, hveitimjöl viðsmjöri mengað, þrjá 10u parta með uxanum, tvo 10u parta með hrútnum,10og einn 10a part með sérhvörju af þeim 7 lömbum;11ennfremur einn geithafur til syndafórnar, fyrir utan friðþægingarsyndafórnina og þá daglegu brennifórn ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.12Á 15a degi í mánuðinum sjöunda skal vera hjá yður heilög samkoma, megið þér þá ekkert við stritvinnu fást, en halda Drottni hátíð í 7 daga.13Skuluð þér þá færa brennifórn, eldfórn Drottni til sæts ilms: 13 unga uxa, 2 hrúta og 14 ársgömul hrútlömb, sem eiga að vera lýtalaus,14sömuleiðis samsvarandi matfórn: hveitimjöl viðsmjöri mengað, þrjá 10du parta af efa með sérhvörjum af þeim 13 uxum, tvo 10du parta með hvörjum fyrir sig af þeim 2ur hrútum15og einn 10da part með sérhvörju af þeim 14 lömbum,16hér að auki einn geithafur til syndafórnar auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.17Á öðrum degi (hátíðarinnar) skuluð þér framreiða 12 unga uxa, 2 hrúta og 14 ársgömul lýtalaus hrútlömb,18sömuleiðis samsvarandi matar- og drykkjarfórn með uxunum, hrútunum og lömbunum eftir tölu þeirra, á venjulegan hátt;19hér að auki einn geithafur til syndafórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.20Á 3ja degi: 11 uxa, tvo hrúta, 14 ársgömul lýtalaus hrútlömb,21sömuleiðis samsvarandi matar- og drykkjarfórn með uxunum, hrútunum, lömbunum eftir tölu þeirra, á venjulegan hátt;22hér að auki geithafur til syndafórnar auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.23Á 4ða degi: 10 uxa, 2 hrúta, 14 ársgömul lýtalaus hrútlömb,24sömuleiðis samsvarandi mat- og drykkjarfórn með uxunum, hrútunum og lömbunum eftir þeirra tölu, á venjulegan hátt;25hér að auki geithafur til syndafórnar auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi mat- og drykkjarfórn.26Á 5ta degi: 9 uxa, 2 hrúta og 14 ársgömul lýtalaus hrútlömb,27sömuleiðis samsvarandi matar- og drykkjarfórn með uxunum, hrútunum og lömbunum eftir þeirra tölu, á venjulegan hátt;28hér að auki geithafur til syndafórnar auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.29Á 6ta degi: 8 uxa, 2 hrúta og 14 ársgömul lýtalaus hrútlömb,30sömuleiðis samsvarandi matar- og drykkjarfórn með uxunum, hrútunum og lömbunum eftir tölu þeirra, á venjulegan hátt,31hér að auki einn geithafur til syndafórnar, auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.32Á 7da degi: 7 uxa, 2 hrúta, 14 ársgömul lýtalaus hrútlömb,33sömuleiðis samsvarandi matar- og drykkjarfórn með uxunum, hrútunum og lömbunum eftir þeirra tölu, á venjulegan hátt;34hér að auki geithafur til syndafórnar, auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjafórn.35Á 8da degi skal vera hjá yður hátíðleg samkoma, ekki megið þér þá við stritvinnu fást;36skuluð þér þá færa brennifórn, eldfórn Drottni til sæts ilms: Einn uxa, einn hrút, 7 ársgömul lýtalaus hrútlömb,37sömuleiðis samsvarandi mat- og drykkjarfórn með uxanum, hrútnum og lömbunum eftir þeirra tölu, á venjulegan hátt;38hér að auki geithafur til syndafórnar, auk þeirrar daglegu brennifórnar ásamt samsvarandi matar- og drykkjarfórn.39Þetta skuluð þér framreiða Drottni á hátíðum yðar auk þeirra fórna sem þér hafið heitið eða sjálfkrafa framberið, hvört sem það eru brennifórnir, matfórnir, drykkjarfórnir eða þakkarfórnir.

V. 1. Þessi mánuður var sá 7di í árinu, en Gyðingar byrjuðu þá með honum árið. V. 7. a) Sjá 3 Mós. b. 16. kap. b) Þ. e. fastan. V. 12. Sjá 3 Mós. b. 23,34. ff. um laufskálahátíðina.