Landshlutir hinna 7 kynkvísla í norðurhluta Gyðingalands, 1–7; hlutur helgidómsins, borgarinnar og landshöfðingjans, 8–22; arfahlutir hinna 5 kynkvísla í suðurhluta landsins, 23–29; borgarhliðin og nafn borgarinnar, 30–35.

1Þessi eru nöfn kynkvíslanna: á norðurlandamerkjunum hjá Ketlon, þar sem leið liggur til Hamats og Hasar-Enons, og á norðurtakmörkum Dammaskusborgar fram með Hamat, frá austri til vesturs, þar er einn arfahluti, sem Dans ættkvísl á.2Á takmörkum Dans ættkvíslar, frá austri til vesturs, þar er einn hluti, Asers ættkvísl á þann.3Við takmörk Asers ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn hluti, þann á Naftalí ættkvísl.4Við takmörk Naftalí ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn hluti, Manassis ættkvísl á hann.5Við takmörk Manassis ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn arfahluti, Efraims ættkvísl á hann.6Við takmörk Efraims ættkvíslar, frá austri til vesturs, þar er einn hluti, Rúbens ættkvísl á hann.7Við takmörk Rúbens ættkvíslar, frá vestri til austurs, er einn hluti, það er arfur Júda ættkvíslar.
8Við takmörk Júda ættkvíslar frá austri til vesturs, skal liggja sá hluti lands, sem þér skuluð helga, það eru 25000 mælisköft á breidd, og á lengd frá austri til vesturs eins og hvör hinna arfahlutanna; í miðjum þessum hluta skal helgidómurinn vera.9Sá hluti lands, sem þér skuluð helga Drottni, skal vera 25000 mælisköft á lengd, og 10000 á breidd.10Þessari fráskildu hlutdeild helgidómsins skal þannig skipta: kennimönnunum skulu tilheyra 25000 mælisköft til norðurs, til vesturs 10000 á breiddina, eins til austurs á breidd 10000, til suðurs 25000 á lengdina; og þar í miðjunni skal Drottins helgidómur vera.11Þetta skal helgað vera kennimönnunum, þeim af Sadoksniðjum, sem gæta þess er eg vil gæta láta, og sem ekki fóru afvega með örðum afvegaleiddum Ísraelsmönnum, þegar Levítarnir fóru villir vega;12þeirra einkahlutdeild skal því vera það allrahelgasta af því helgaða landi, til móts við takmörk Levítanna.13Levítarnir skulu hafa land til móts við takmörk kennimannanna, 25000 mælisköft á lengdina og 10000 á breiddina; öll lengdin er nefnilega 25000, breiddin 10000 mælisköft.14Ekkert mega þeir þar af selja, og engin umskipti á hafa, og ekki má landsins veglegasti hluti ganga til annarra eigenda, því hann er Drottni helgaður.15Þær 5 þúsundir mæliskafta á breiddina og 25 þúsundir á lengdina, sem enn eru eftir, þær skulu vera óhelgað land, til húsastæða og almennings fyrir borgina; í miðjum þessum reit skal borgin standa.16Þetta skal vera vöxtur borgarinnar: norður hliðvegurinn 4500 mælisköft, suðurhliðvegurinn 4500, eystri hliðin 4500, og vestari hliðin 4500 mælisköft.17Almenningur sá, er borginni tilheyrir, skal vera 250 mælisköft að norðanverðu, 250 að sunnanverðu, 250 að austanverðu, og 250 að vestanverðu.18Það sem enn er eftir af lengdinni næst við einkahlutdeild helgidómsins, 10000 mælisköft gegnt austri, og 10000 gegnt vestri, hvað eð liggja skal næst einkalandi helgidómsins, aftektir þess skulu vera til uppeldis þjónustumönnum borgarinnar;19en þjónustumenn borgarinnar, þeir eð þetta land taka til yrkingar, megu vera af öllum ættkvíslum Ísraelsmanna.20Alla einkadeildina, 25000 mælisköft á lengdina og 25000 á breiddina, sem er réttur ferhyrningur, hana skuluð þér veita helgidóminum og borginni til eignar.21En það sem enn er eftir beggjavegna, fyrir utan einkadeild helgidómsins og eign borgarinnar, það skal heyra landshöfðingjanum til; það sem liggur til móts við þau 25000 mælisköft af því úrskipta landi til þeirra austlægu landamerkja, og með hafströndinni til móts við þau 25000 mælisköft allt til hinna vestlægu landamerkja, gagnvart landshlutum ættkvíslanna, það skal heyra landshöfðingjanum til, og skal einkadeild helgidómsins og það heilaga musterishús liggja þar mitt innan í.22Sömuleiðis skal það, sem liggur milli takmarka Júda ættkvíslar og Benjamíns ættkvíslar, frá eign Levítanna og borgareigninni, sem liggur mitt innan í landshöfðingjans hlutdeild, heyra landshöfðingjanum til.
23Hvað hinum ættkvíslunum viðvíkur, þá er einn hluti lands frá austurátt til vesturáttar, það á Benjamíns ættkvísl.24Við takmörk Benjamíns ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn hluti, hann á Símeons ættkvísl.25Við takmörk Símeons ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn hluti, það er Ísaskars ættkvísl.26Við takmörk Ísaskars ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn hluti, Sebúlons ættkvísl á þann.27Við takmörk Sebúlons ættkvíslar, frá austri til vesturs, er einn hluti, þann á Gaðs ættkvísl.28Við takmörk Gaðs ættkvíslar víkur landamerkinu til suðuráttar frá Tamar til deiluvatnsins Kades, móts við dalinn og allt til Mikla hafs.29Þetta er það land, sem þér skuluð úthluta ættkvíslum Ísraelsmanna til arfleifðar, og þessir eru arfahlutar þeirra, segir Drottinn alvaldur.
30Þessi eru porthlið borgarinnar: norður hliðvegurinn er að máli 4500 mælisköft,31en porthlið borgarinnar heita eftir nöfnum Ísraels kynkvísla: þrjú porthlið norðanmegin, Rúbens port eitt, annað Júda port, þriðja Leví port.32Austanmegin eru 4500 mælisköft, og þrjú porthlið, eitt Jóseps port, annað Benjamíns port, þriðja Dans port.33Að sunnanverðu eru eins 4500 mælisköft, og þrjú port, eitt Símeons port, annað Ísaskars port, þriðja Sebúlons port.34Að vestanverðu eru 4500 mælisköft, þar á eru þrjú porthlið, Gaðs port eitt, Assers port annað, Naftali port þriðja.35Ummál borgarinnar er 18000 mælisköft, og nafn hennar er upp frá þeim degi „Samastaður Drottins“.