Spámaðurinn lýsir Guðs miskunnsemi við hina baldstýrugu Gyðinga, og hvörsu þjóðin mundi lánsöm verða, ef hún hlýddi lögmáli Drottins.

1Heyrið þetta, þér Jakobsniðjar, sem nefndir eruð eftir Ísrael, og upprunnir af Júda, þér sem sverjið við nafn Drottins, og dýrkið Ísraels Guð, en ekki einlæglega eða réttilega;2því þeir nefna sig eftir hinni heilögu borg, en þykjast þó eiga traust undir Ísraels Guði, hvörs nafn er Drottinn allsherjar.3Hvað fyrr meir hefir við borið, það hefi eg fyrir löngu kunngjört, það er út gengið af mínum munni, og eg hefi gjört það heyrum kunnugt: eg færði það skjótlega til vegar, og það kom fram.4Af því eg vissi, að þú varst þverúðugur, og háls þinn seigur sem járnseymi, og enni þitt hart sem kopar,5fyrir því þá kunngjörða eg þér það löngu fyrir, og lét þig vita það, áður en það kom fram, til þess þú skyldir ekki segja: „hjáguð minn hefir hagað þessu svo, skurðgoð mitt og hið steypta líkneski mitt hefir ráðstafað því“.6Þú hefir heyrt það; sjá þú, það hefir allt fram komið. Hljótið þér ekki að játa það? upp frá þessu læt eg þig heyra nýja og hulda hluti, sem þér vissuð ekki.7Þessir hlutir eru nú í sköpun, en voru áður ekki til, og ekki fyrir þenna dag. Þú hafðir ekki heyrt þá áður, svo þú skyldir ekki geta sagt: „sjá þú, eg vissi það“.8Þú hafðir aldrei heyrt það, aldrei vitað það, og aldrei var þér slíkt áður til eyrna komið, því eg vissi, að þú varst tryggðalaus og kallaður uppreistarsamur allt í frá móðurkviði.9Fyrir sakir nafns míns var eg þolinmóður, sökum minnar lofdýrðar hefta eg reiði mína gegn þér, svo eg afmáði þig ekki.10Sjá, eg hreinsaði þig, þó ekki væri til silfurs að ætla; eg prófaði þig í ofni hörmungarinnar.11Fyrir mína skuld, fyrir mína skuld gjöri eg það (að vægja þér); því fyrir hvílíku ámæli mundi nafn mitt annars verða! og mína dýrð gef eg engum út í frá.12Heyr mig, Jakobsætt, þú Ísraelslýður, hvörn eg hefi kallað: Eg em einn og hinn sami, eg em hinn fyrsti, og eg em einnig hinn síðasti.13Mín hönd hefir grundvallað jörðina, og mín hin hægri hefir útþanið himininn: eg kallaði á þau, og þá komu þau undir eins.14Safnist allir saman, og heyrið! Hvör af þessum (skurðgoðum) hefir kunngjört þetta? Drottinn elskar hann a), og hann b) skal framkvæma vilja Drottins á Babel, og auðsýna hans mátt á Kaldeum.15Eg, sem tala þetta, eg hefi kallað hann og eg leiði hann hingað, svo að för hans skal takast giftusamlega.
16Komið til mín, og heyrið þetta! Eg talaði ekki í leyndum, þá eg fyrst hóf að tala, og eg lifði það, að orð mín rættust. Einnig nú hefir Drottinn, hinn alvaldi, og hans andi sent mig.17Svo segir Drottinn, þinn frelsari, hinn heilagi Guð Ísraels: Eg em Drottinn, þinn Guð, sem kenni þér það, sem þér er gagnlegt, og vísa þér þann veg, sem þú skalt ganga.18Ef þú vildir gæta minna boðorða, þá mundi heill þín verða sem vatnsstraumur, og hamingja þín sem bylgjur sjávarins.19Afkvæmi þitt mundi þá verða sem fjörusandur, og afspringur þinn sem malargrjót; og nöfn niðja þinna mundu þá ekki afmást eða að engu verða í augsýn minni.20Gangið út af Babelsborg, flýið burt frá Kaldeum með fagnaðarópi! Birtið það, gjörið það heyrum kunnugt, flytjið þann boðskap allt til enda veraldar: „Drottinn frelsar sinn þjón Jakob“.21Þá þyrsti ekki, þegar hann leiddi þá um þurrar auðnir, því hann lét vatn spretta upp úr klettinum handa þeim: hann klauf klettinn, svo þar flaut vatn af.22En hinir óguðlegu, segir Drottinn, eiga engrar vægðar von.

V. 14. a. b. Sýrus. V. 16. Þetta eru orð spámannsins til Gyðinga.