Jesús varar við súrdeigi faríseanna, og við því, að hræðast menn, vill ekki skipta arfi; varar við ágirni og búksorg; hvetur til árvekni og trúskapar; talar um hörmungar fyrir hans lærdóms skuld, og um aðgæslu tíðarinnar.

1Þegar svo margar þúsundir voru samankomnar, að næstum tróð hvör annan undir, hóf hann svo tal sitt við lærisveina sína: varist fyrst og fremst súrdeig faríseanna, það er, hræsnina;2ekkert er svo dulið, að ekki verði opinbert, og ekkert svo leynt, að ekki verði kunnugt;3því mun hvað eina, sem þér talið í leyni, koma í hámæli, og hvörju þér hvíslið í launkofum, það mun kunngjört verða á þökum uppi.4Það segi eg yður vinum mínum: hræðist ekki þá, sem aflífa líkamann, og fá ekki meira aðgjört;5en eg skal sýna yður, hvörn þér eigið að hræðast: hræðist þann, sem eftir að hann hefir líflátið, hefir vald til að kasta yður í helvíti; já, það áminni eg yður um, hann eigið þér að hræðast.6Seljast ekki fimm tittlingar fyrir tvo smápeninga, og þó gleymir Guð engum af þeim,7og enn fremur: öll yðar höfuð hár eru talin; verið því ekki hræddir, meira eruð þér verðir en margir tittlingar.8Eg segi yður það, að hvör, sem viðurkennir fyrir mönnum, að hann sé minn lærisveinn, þann mun og Mannsins Sonur viðurkenna sinn að vera í viðurvist engla Guðs;9en hvör, sem ekki vill kannast við mig fyrir mönnum, við hann mun heldur ekki verða kannast fyrir englum Guðs.10Hvör sem lastar Mannsins Son, honum kann að verða það fyrirgefið; en sá, sem illmælir heilögum Anda, hefir ekki fyrirgefningar að vænta.11Þegar þeir færa yður í samkunduhús sín og fyrir höfðingja sína og valdsmenn, verið þá ekki hugsjúkir, hvörnig þér eigið að forsvara yður, eður hvað þér eigið að tala,12því heilagur Andi mun kenna yður á sömu stundu, hvað þér eigið að segja.
13Þá sagði einn af fólkinu við hann: Meistari! skipaðú bróður mínum, að hann skipti með mér arfi okkar.14Þessum svaraði hann: þú maður! hvör hefir sett mig fyrir dómara eður arfskiptamann á milli ykkar?15Framvegis sagði hann til þeirra: gætið yðar, og varið yður við ágirni, því enginn verður sælli fyrir það, þó hann hafi auð fjár.16Þá sagði hann þeim dæmisögu þessa: það var maður nokkur auðugur, hvörs akur hafði borið honum mikinn ávöxt;17þá hugsaði hann með sér: hvað skal eg nú gjöra? eg hefi ekki, hvar eg geti samansafnað ávöxtum mínum—,18sagði hann þá við sjálfan sig—þetta skal eg gjöra, rífa niður hlöður mínar og byggja aðrar stærri, þangað vil eg safna öllum ávöxtum mínum og auðæfum;19og þá vil eg segja við sjálfan mig: þú hefir fengið mikinn auð, og ert byrgur í mörg ár, hvíl þú þig nú, et þú og drekk og ver þú glaður!20En Guð sagði við hann: dári! í nótt mun líf þitt verða frá þér tekið, og hvörs verður þá það þú hefir safnað?21Svo fer þeim, er sér safnar fé, án þess að vera í Guði ríkur.22En við lærisveina sína sagði hann: þar fyrir segi eg yður að vera ekki hugsjúkir fyri lífi yðru, hvað þér skuluð hafa til fæðu; ekki heldur fyrir líkama yðrum, hvörju þér skuluð klæðast;23lífið er meira vert en fæðan, og líkaminn meir en klæðnaðurinn.24Gætið að hröfnunum, þeir sá hvörki né uppskera, og ekki hafa þeir kornhlöður né forðabúr, samt fæðir Guð þá; hvað miklu eruð þér ekki fuglunum ágætari?25hvör af yður getur með allri sinni áhyggju aukið hæð sína um eina alin,26og þér ekki getið komið því til leiðar, sem minnst er í varið, hví eruð þér þá áhyggjufullir um hitt annað?27Skoðið liljugrös þessi, hvörnig þau vaxa, hvörki vinna þau né spinna; en trúið mér: að Salómon í öllu sínu skrauti var ekki svo fagurlega búinn, sem eitt af þeim.28Ef að Guð skrýðir svo grasið, sem í dag vex á akrinum og á morgun verður í ofn kastað, hvörsu miklu framar mun hann ekki klæða yður? þér trúarveikir!29Ekki skuluð þér heldur spyrja um, hvað þér skuluð hafa til matar eður drykkjar, og hugsið ekki hátt a);30fyrir slíku bera heiðnir menn áhyggju en Faðir yðar veit að þér þurfið þessa við.31Kappkostið heldur að öðlast Guðs ríki, þá munuð þér fá allt þetta í viðbót.32Vertú ekki hrædd, mín litla hjörð!! því Föður yðar hefir þóknast að gefa yður sitt ríki;33seljið eigur yðar og gefið fátækum, safnið yður fjársjóðum, sem aldrei þverrar, hvörn þjófar ekki geta nálgast eður mölur skemmt;34því hvar yðar fjársjóður er, þar er yðar hjarta.35Yðar lendar séu girtar, og ljós yðar logandi,36svo að þér líkist þeim mönnum, er vænta húsbónda síns, nær hann muni koma frá veislu, svo nær hann kemur og ber að dyrum, að þeir þá strax ljúki upp fyrir honum.37Sælir eru þeir þjónar, hvörja húsbóndinn finnur vakandi, þá hann kemur. Trúið mér: hann mun binda belti um sig, setja þeim borð og veita þeim sjálfur beina.38Finni hann þá svo, hvört sem hann kemur um aðra eður þriðju eykt nætur, þá er þeim vel farið;39því vitið það, ef húsbóndinn vissi á hvörjum tíma þjófurinn mundi koma, þá vekti hann og léti ekki rjúfa hús sitt.40Verið þar fyrir reiðubúnir, því Mannsins Sonur mun koma á þeirri stundu, sem þér ekki ætlið.41Þá spurði Pétur: Meistari! hvört meinar þú oss með þessari dæmisögu, eður alla?42Jesús mælti: hvör er sá dyggi og forsjáli ráðsmaður, hvörn húsbóndi hans hefir sett yfir hjú sín til að úthluta þeim í réttan tíma þeirra skammt,43að hann eigi ekki von á umbun, ef húsbóndi hans finnur hann svo breyta, nær hann kemur.44Eg segi yður satt: að hann mun setja hann yfir allar eigur sínar;45en ef þjóninn hugsar svo með sér: húsbóndi minn mun ekki koma svo bráðum; og tekur að berja þjónustumenn og ambáttir, og lifa í óhófi til matar og drykkjar;46þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann ekki ætlaði og á þeirri stundu, sem hann ekki varði; straffa hann þunglega b), og gjöra hlut hans jafnann ótrúrra þjóna.47Því sá þjón, sem veit vilja húsbónda síns og hirðir ekki um að hlýða honum, mun sæta þungu straffi;48en sá, sem óvitandi gjörir það, sem straffs er vert, mun sæta vægri hegningu; en hvörjum, sem mikið er gefið, af honum mun og mikils krafist verða, og þeim, sem mikið er í hendur selt, af honum verður og meira heimtað.49Eg er kominn að senda eld c) á jörðu; og hvað segi eg? hann er þegar kveiktur,50en eg hefi skírn d) að skírast, og hvörsu þungt er mér í skapi til þess henni er lokið.51Hvört ætlið þér, að eg sé kominn til að senda frið á jörðu? ekki það, heldur ósamlyndi.52Upp frá þessu munu fimm vera í einu húsi, allir sundurþykkir; þrír móti tveimur, og tveir á móti þremur.53Faðirinn mun hefja fjandskap móti syni sínum, og sonurinn gegn föðurnum, móðirin gegn dótturinni, og dóttirin gegn móðurinni, móðir konu manns móti sonarkonu sinni, og sonarkonan gegn móður mannsins.54Enn talaði hann þannig til fólksins: nær þér sjáið ský draga upp í vestri, segið þér jafnskjótt, að regn muni koma, og það gengst eftir,55og þegar sunnanvindur blæs, þá segið þér, að hiti muni verða, og það skeður.56Þér hræsnarar! þér hafið vit á að taka eftir útliti lofts og jarðar; hví hafið þér þá ekki vit á að gefa gaum að þessum tíma?57og hví dæmið þér ekki af sjálfum yður a), hvað rétt sé?58Þegar þú fer með mótstöðumanni þínum til dómarans, þá kostaðu á veginum kapps um að sættast við hann, svo ekki dragi hann þig fyrir dómarann, og dómarinn afhendi þig fangaverðinum, og fangavörðurinn kasti þér í dýflissu.59Trú þú mér! ekki muntú þaðan útkomast, fyrr en þú hefir borgað þann síðasta pening.

V. 1. Matt. 16,6. Mark. 8,15. V. 2. Lúk. 8,17. Matt. 10,26.27. V. 4–9. Matt. 10,28–33. V. 10. Matt. 12,32. Mark. 3,28–30. V. 11. 16,17–23. V. 22–31. Matt. 6,25–33. V. 29. a. Þ. e. óskið yður ekki mikils af jarðneskum gæðum. V. 33–34. Matt. 6,19–21. V. 35. ff. Sbr. Matt. 25,1. ff. V. 39–46. Matt. 24,43–51. V. 46. b. Orð textans þýðir, að hluta í tvennt, sem brúkað var við verstu ódáðamenn. Dan. 2,5. 3,29. sbr. Dóm. 19,29. V. 49. c. Ófrið. Matt. 10,34. V. 50. d. Fyrir mér liggja þungar þrautir. V. 51–55. Matt. 10,34–36. V. 54–56. Matt. 16,2.3. V. 57–59. Matt. 5,25.26. a. Þ. e. eftir samvisku yðar.