Menn skulu ekki fara í manngreinarálit. Auðsýna öllum kærleika og hlýðnast öllum Guðs boðorðum. Trúin er dauð án verka.

1Bræður mínir! hrindið ekki trú vors dýrðlega Drottins Jesú Krists, með því að fara að mannvirðingum.2Því þegar maður gengur inn í yðar söfnuð, sem gullhring hefir á hendi og er í skínandi klæðum, en annar fátækur í töturlegum fötum,3og yður verður starsýnt á þann, sem vel er búinn og þér segið til hans: set þig hér heiðurlega, og til hins fátæka: stattú þar, eða settú þig hér við fótskör mína,4gjörið þér þá ekki greinarmun með sjálfum yður og gjörist dómendur vondra hugsana.5Heyrið, bræður mínir elskulegir! hefir Guð ekki útvalið þá fátæku í heiminum, að þeir auðugir verði að trú og erfingjar þess ríkis, er hann hefir heitið þeim sem hann elska?6En þér óvirðið hina fátæku. Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga fyrir dóm?7Koma þeir ekki óorði á það góða nafn, eftir hvörju þér eruð nefndir?8Þar fyrir ef að þér gjörið fullnustu því konunglega boðorði samkvæmt Ritningunni: „elska skaltú náunga þinn sem sjálfan þig,“ þá gjörið þér vel;9en ef þér farið í manngreinarálit, þá drýgið þér synd og lögmálið færir yður heim sanninn að þér séuð yfirtroðslumenn.10Því þó einhvör héldi allt lögmálið, ef hann verður brotlegur í einu (boðorði), þá er hann orðinn sekur við þau öll.11Því sá, sem bauð: þú skalt ekki hór drýgja, hann bauð líka: þú skalt ekki mann vega; en þó að þú ekki drýgir hór, ef að þú vegur mann, ertú orðinn lögmálsins yfirtroðslumaður.12Þannig talið og þannig breytið, sem þeir, er dæmast munu eftir frelsisins lögmáli.13Því ómiskunnsamur dómur mun ganga yfir þann, sem ekki auðsýnir miskunn; miskunnsemin gleður sig við dóminn.
14Hvað stoðar það, bræður mínir! þótt einhvör segist hafa trú, en hefir ekki verkin? mun trúin geta frelsað hann?15Ef að bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi,16en einhvör yðar segði til þeirra: farið í friði, vermið yður og mettið, en gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarf með, hvað stoðar það?17Svo er og trúin, hafi hún ekki verkin, þá er hún dauð út af fyrir sig.18En einhvör kannske segi: þú hefir trú, en eg hefi verk, sýn mér þá trú þína án verka þinna; eg skal sýna þér mína af mínum verkum.19Þú trúir að Guð sé einn, þú gjörir vel; en djöflarnir trúa því líka og skelfast.20En, fávísi maður! þú skalt vita að trúin er dauð án verkanna.21Abraham, faðir vor, úrskurðaðist hann ekki að vera réttlátur vegna verkanna, eftir það að hann hafði lagt son sinn Ísaak upp á altarið?22Sér þú ekki að trúin var samtaka verkum hans og að trúin fullkomnaðist með verkunum?23Og Ritningin svo rættist, sem segir: „Abraham trúði Guði og það reiknaðist honum til réttlætis,“ og hann var kallaður Guðs vinur.24Sjáið! að maður réttlætist af verkunum og ekki af trúnni einungis.25Sömuleiðis einnig skækjan Rahab, réttlættist a) hún ekki af verkunum, því hún tók við njósnurunum og lét þá fara frá sér aðra leið.26Því eins og líkaminn er dauður án andans, svo er og trúin dauð án verkanna.

V. 1. sbr. Orðskv.b. 24,23. 5 Mós. 1,17. V. 5. 1 Kor. 1,26. V. 7. nl. koma óorði á kristnina yfirhöfuð. V. 8. 3 Mós.b. 19,18. Matt. 22,39. V. 9. 3 Mós.b. 19,15. fl. V. 10. 5 Mós.b. 27,26. Matt. 5,19. fl. V. 13. sbr. Matt. 5,34. 18,35. 25,34–46. V. 14. sbr. Matt. 7,26. V. 16. 1 Jóh. 3,18. V. 18. Tít. 3,8. V. 19. sbr. Mark. 1,24. V. 21. 1 Mós.b. 22,9–12.15–18. V. 23. 1 Mós.b. 15,6. sbr. Esa. 41.8. 2 Kron. 20,7. V. 25. a. Réttlættist af verkunum, þ. e. verkin frelsuðu hana frá eyðileggingunni, sem hinir Jeríkómenn urðu fyrir, sbr. Jós.b. 2,1. 6,13.